Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.11.2010, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 05.11.2010, Qupperneq 12
12 5. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR Svifryk er fínasta gerð rykagna sem eiga greiða leið í öndunarfærin. Nagladekk valda svifryki og slíta akbrautum hundraðfalt meira en önnur dekk. Árlega þarf Reykjavíkurborg að endurnýja um 10.000 tonn af malbiki vegna slits af völdum nagladekkja. Í Reykjavík er svifryk 50% uppspænt malbik, 10% sót, 15% eyddir bremsuborðar og 25% jarðvegur og salt. Fjöldi leikskóla á höfuðborgarsvæðinu hleypir stundum börnum ekki út að leika vegna svifryksmengunar. Toyo harðskeljadekkin innihalda brot úr valhnetuskel, sem er með hörðustu efnum sem finnast í náttúrunni. Skeljabrotin grípa eins og klær í hálkuna, draga verulega úr svifryksmengun og Silica gúmmíblöndunarefnið heldur þeim stöðugt mjúkum í miklu frosti. Toyo harðskeljadekkin eru því raunhæf og örugg lausn í stað nagladekkja. Andaðu léttar! með harðskeljadekkjum frá TOYO Meira grip án nagla Bílabúð Benna - Vagnhöfða 23 - Reykjavík - 590 2000 - www.benni.is Nesdekk - Fiskislóð 30 - Reykjavík - 561 4110 / Njarðarbraut 9 - Reykjanesbæ - 420 3333 Reykjanesb æ Rey kjavík Mörgum þóttu tillögur meiri- hluta mannréttindaráðs um sam- starf kirkju og skóla bæði óljósar og róttækar. Biskup Íslands gagn- rýndi fyrstu tillögurnar harðlega í predikun sinni í Hallgrímskirkju í október og sagði þær skefjalausa fordóma og sýna andúð á kristni og þjóðkirkjunni. Hann sagði að gengi tillagan eftir myndi hún stuðla að fáfræði, fordómum og andlegri örbirgð. Margrét Sverrisdóttir, formaður mannréttindaráðs, undraðist við- brögð biskups og svaraði því að meiningin með tillögunum hefði ekki verið að ráðast á kirkjuna heldur væri í meginatriðum verið að setja hömlur á trúboð í leik- og grunnskólum. Þar ætti það ekki heima. Í upprunalegum tillögum ráðs- ins kemur meðal annars fram að heimsóknir barna í kirkjur á skóla- tíma skuli banna, sömuleiðis heim- sóknir presta og annarra fulltrúa trúar- og lífsskoðanahópa í skól- ana. Sálmasöngur og listsköpun í trúarlegum tilgangi skuli sett af. Háværar raddir brutust fram í samfélaginu í kjölfarið og þótti fólki mörgum spurningum ósvar- að, þá helst varðandi undirbún- ing vegna kristinna hátíðahalda eins og í kringum aðventu, jól og páska. Mannréttindaráð fundaði í vikunni og lagði fram drög að endurbættum tillögum að breyt- ingum á samstarfinu. Margrét segir að engar efnislegar breyt- ingar hafi átt sér stað, en skerpt hafi verið á orðalagi og þau atriði sem hafi þótt óljós hafi verið sett skýrar fram. Ekki verður þó betur séð, þegar texti upphaflegu tillög- unnar og þeirrar endurskoðuðu er borinn saman, en að meirihluti mannréttindaráðs hafi mildað til- lögurnar talsvert. Samkvæmt nýrri námskrá fyrir fræðslu þjóðkirkjunnar, sem lögð verður fram fyrir kirkjuþing í þessum mánuði, er fjallað um leikskóla og sagt að markmið upp- eldisstarfs í leikskólum landsins skuli meðal annars taka mót sitt af kristinni arfleið. „Æskilegt er því að auka sam- starf kirkjunnar og leikskólans,“ segir í námskránni. Í kafla um grunnskóla segir einnig að hin kristna arfleifð skuli hafa mótandi áhrif á starf í skólum og nauðsyn- legt sé að auka samstarf kirkju og skóla. „ … enda nær skólinn til flestra barna sem skírð eru,“ segir í námskránni. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í mannréttindaráði eru ósammála tillögum meirihluta Besta flokks- ins, Samfylkingar og Vinstri grænna. Sjálfstæðisflokkur bók- aði á fundi ráðsins á miðvikudag að andstöðu við framkomna til- lögu og að engin ástæða væri til þess að senda hana til umsagn- ar til annarra ráða. Samráð og samstarf við foreldra hefði ekki verið tryggt og fulltrúum flokks- ins í ráðinu hefðu borist nokkur hundruð kvartanir frá borgar- búum þar sem umræddri tillögu meirihlutans væri mótmælt. Tillögurnar liggja nú til umsagn- ar hjá velferðarráði, menntaráði og íþrótta- og tómstundaráði. sunna@frettabladid.is Meirihlutinn mildar tillögur Mannréttindaráð hefur mildað tillögur sínar um samskipti kirkju og skóla og hörfað frá algeru banni við kirkjuferðum og heimsóknum presta í skóla í þágu áfallahjálpar. Kirkjan vill efla samstarfið enn frekar. FRÉTTASKÝRING Hvernig ætlar Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar að koma til móts við gagnrýnisraddir? Tillögur mannréttindaráðs – hvað er breytt? Ekki heimilt skv. gömlu tillögunni Endurbætt tillaga Heimsóknir presta Heimsóknir í kirkjur Áfallahjálp presta Sálmasöngur og listsköpun í trúarlegum tilgangi Heimilar í fræðandi tilgangi og að frumkvæði skólans. Ekki heimilar í leikskólum. Á grunnskólastigi skulu heimsóknir eiga sér stað undir handleiðslu kennara og sem liður í fræðslu. Heimil við sérstakar kringumstæður, að frumkvæði skólans og samráð skal haft við foreldra. Helgistund- ir vegna áfalla skulu fara fram utan skólatíma. Sígildir söngvar, dansar, leikir og handíðir sem teljast hluti af gamalgrónum hátíðum og frídögum þjóðarinnar halda sínum sessi í árstíðabundnum skemmtunum og starfi. GRAFARVOGSKIRKJA Formaður mannréttindaráðs segir engar efnislegar breytingar hafa verið gerðar á tillögum um samskipti kirkju og skóla en orðalag hafi verið skerpt. DÓMSMÁL Tæplega tvítugur piltur hefur verið dæmdur fyrir þátttöku í þjófnaði á þrjátíu gróður húsalömpum úr gróð- urhúsi í Gufuhlíð í Bláskóga- byggð. Pilturinn játaði sakargiftir að fullu og hreinskilnislega í þeim lið ákærunnar sem hann varðar. Hann kvaðst hafa snúið af vegi afbrota og fíkniefna- neyslu og lagði fram um það gögn fyrir dómi. Pilturinn var sautján ára þegar hann framdi brot sitt, en síðan liðu tæp tvö ár áður en dómur gekk í málinu. Héraðs- dómur frestaði ákvörðun um refsingu hans en dæmdi hann á skilorð í tvö ár. - jss Játaði þátttöku í þjófnaði: Stal 30 gróður- húsalömpum TEKUR GÖTUMYNDIR FYRIR GOOGLE Bianca Keybach, ferðamálastjóri í Oberstaufen í Þýskalandi, vakti heldur betur athygli þar sem hún hjólaði um bæinn með öflugar myndavélar í þágu Streetview-kortaþjónustu Google- vefsins. NORDICPHOTOS/AFP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.