Fréttablaðið - 05.11.2010, Page 50
26 5. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR
Er þjóðstjórn eina leiðin út úr þeim ógöngum sem við Íslend-
ingar erum nú fastir í? Hvað segir
sagan? Og hvað er þjóðstjórn? Ríkis-
stjórn með því nafni hefur einu
sinni setið á Íslandi. Vorið 1939 var
Framsóknarflokkurinn einn í rík-
isstjórn, undir forsæti Hermanns
Jónassonar (föður Steingríms
Hermannssonar og afa Guðmund-
ar Steingrímssonar, þingmanns
Framsóknarflokksins). Viðsjár
voru í Evrópu og efnahagskreppa
á Íslandi. Sátt varð um að Fram-
sóknarflokkur, Alþýðuflokkur og
Sjálfstæðisflokkur settust saman
í ríkisstjórn. Hermann Jónasson
var áfram forsætisráðherra og þeir
sem að stjórninni stóðu kölluðu
hana þjóðstjórn þótt einn flokkur
til viðbótar, Sósíalistaflokkurinn,
ætti fulltrúa á Alþingi. Þeir voru
hins vegar aðeins þrír og voru
Moskvuhollir kommúnistar. Ráða-
mönnum hinna flokkanna fannst
þeir ekki tækir í stjórn og sögðu
sjálfsagt að kalla hina nýja ríkis-
stjórn „þjóðstjórn“ þótt þingheimur
styddi hana ekki allur.
Þjóðstjórnin svonefnda sat til
ársins 1942 en féll út af ágreiningi
um varnir við „dýrtíðinni“ – orði
þess tíma yfir verðbólgu. Hún var
þá farin að geisa og hefur verið
bölvaldur á Íslandi æ síðan, með
litlum hléum.
Ekki var aftur rætt í alvöru um
þjóðstjórn eða stjórn allra flokka
á þingi fyrr en í kreppunni undir
lok sjöunda áratugar síðustu aldar,
í kjölfar síldarbrests og verðfalls á
sjávarafurðum. Sjálfstæðismenn og
alþýðuflokksmenn sátu þá í stjórn
undir forsæti Bjarna Benediktsson-
ar (afabróður og alnafna núverandi
formanns Sjálfstæðisflokksins).
Rætt var um að stjórnarandstöðu-
flokkarnir, Framsóknarflokkur og
Alþýðubandalag (arftaki Sósíalista-
flokksins), kæmu einnig að stjórn
landsmálanna en ekkert varð úr.
Trúnaðartraust vantaði og líklega
var kreppan ekki nógu illvíg, þrátt
fyrir allt.
Áratugur leið en þá kom þjóð-
stjórn allra flokka á ný til tals. Eftir
þingkosningar sumarið 1978 og vet-
urinn 1979 gekk illa að mynda ríkis-
stjórn. Verðbólga geisaði sem aldrei
fyrr og hugmyndum um þjóðstjórn
var varpað fram, ekki síst á síðum
Morgunblaðsins og með velþókn-
un Geirs Hallgrímsson-
ar, formanns Sjálfstæð-
isflokksins. Framámenn
hinna flokkanna höfðu
litla trú á umleitunum
Geirs og aftur fór svo
að þjóðstjórn var ekki
mynduð. Líkt og fyrri
daginn þótti neyðin ekki
nógu mikil og aðrir kost-
ir voru í boði.
Nú liðu nær 30 ár uns
hugmyndin um þjóð-
stjórn vaknaði á ný.
Óðara eftir hrun bank-
anna í október 2008
heyrðist því fleygt að
allir á þingi yrðu að
taka höndum saman.
Þetta sagði Davíð Odds-
son seðlabankastjóri og
þetta sagði Steingrím-
ur J. Sigfússon, formaður Vinstri-
hreyfingarinnar – græns framboðs.
Fleiri tóku í sama streng. Enn varð
raunin sú að þessi leið var ekki
valin. Mestu réð að ríkisstjórn þess
tíma, með Geir H. Haarde forsæt-
isráðherra í broddi fylkingar, taldi
sig geta ráðið við vandann.
Það reyndist rangt. Stjórn-
in hrökklaðist frá völdum eftir
einstæð mótmæli við Alþingi og
Stjórnarráð. Hún var klofin, rúin
trausti og allt of veik til að halda
sínu striki. Eftir kosningar í fyrra
tók núverandi stjórn við völdum
og enn heyrast þær raddir að þjóð-
stjórn verði að mynda. Efnahags-
vandinn sé það mikill og ríkis-
stjórnina skorti trúverðugleika og
traust. Sagan sýnir að þjóðstjórn
hefur aðeins einu sinni setið að
völdum og þarf þá að hafa þann
fyrirvara að hún naut ekki stuðn-
ings alls þingsins. Forsendur þess
að þjóðstjórn var mynduð árið 1939
voru tvær; ógnvekjandi efnahags-
vandi og stríð sem vofði yfir. Sú
seinni skipti jafnvel sköpum því um
þá vá var unnt að sameinast. Sund-
urlyndisfjandinn hlaut að víkja.
Í þessu samhengi mætti einnig
nefna að vorið 1940, þegar styrj-
öld var skollin á, var þjóðstjórn
mynduð í Bretlandi. Það
gekk þó ekki þrauta-
laust. Neville Cham-
berlain forsætisráð-
herra vildi sitja áfram.
Hann var velmeinandi
en hafði glatað allri til-
trú. Í umræðum í neðri
deild þingsins sveigðu
eigin flokksmenn að
honum og vitnuðu í
þekkta menn úr sög-
unni. „Bestu ráðin eru
þau djörfustu,“ sagði
einn þeirra, aðmíráll
sem var búinn að fá
nóg af varkárni, hiki,
fumi og fálmi, og hafði
þar eftir kjörorð Nel-
sons flotaforingja. Og
annar rifjaði upp fræg
orð uppreisnarmanns-
ins Olivers Cromwells þegar hann
leysti upp breska þingið árið 1653
og tók sér alræðisvald: „Þið hafið
setið hér of lengi án þess að gera
nokkurt gagn. Hverfið á braut, segi
ég, og komið ekki aftur. Í Guðs
nafni, farið frá!“
Chamberlain sá sæng sína upp
reidda. Þjóðstjórn var mynduð,
undir forystu Winstons Churchills.
Auðvitað er óravegur milli Bret-
lands árið 1940 og Íslands 70 árum
síðar. Stríð geisar ekki og fátt virð-
ist geta sameinað Íslendinga. Hitt
gæti þó virst svipað að djarfra og
einstæðra ákvarðana sé þörf. En
hver á að gera hvað og hvenær?
Það er vandinn.
Óðara eftir
hrun bank-
anna í okt-
óber 2008
heyrðist því
fleygt að allir
á þingi yrðu
að taka hönd-
um saman.
Hvenær þjóðstjórn?
Stjórnmál
Guðni Th.
Jóhannesson
sagnfræðingur við
ReykjavíkurAkademíuna
Í skólum fer fram fræðsla um mismunandi lífsskoðanir og
trúarbrögð en þar er ekki stund-
uð boðun trúar. Í engum tilfellum
er skólastarfi og starfi trúar- og
lífsskoðunarhópa blandað saman,“
segir í stefnumótun Menntasviðs
Reykjavíkur frá árinu 2008. Þar
segir jafnframt að börnum skuli
ekki „mismunað vegna trúar eða
lífsskoðunar þeirra eða foreldra
þeirra. Forðast skal aðstæður þar
sem börn eru tekin út úr hópnum
eða skylduð til að taka þátt í atburð-
um sem ekki samræmast trúar- eða
lífsskoðunum þeirra.“
Þetta er greinilega flóknara
en margir prestar geta skilið eða
ósanngjarnt að þeirra mati. Þessi
stefna miðast samt sem áður við
landslög, ákvæði mannréttindasátt-
mála og dómafordæmi fyrir Mann-
réttindadómstóli Evrópu. Þessi sjálf-
sögðu viðmið vildi Mannréttindaráð
Reykjavíkur tryggja í framkvæmd
en það vill Þjóðkirkjan greinilega
koma í veg fyrir. Af hverju?
„Boðun er hið eiginlega eðli
kirkjunnar. Boðun er ekki valkost-
ur kirkjunnar. Boðun er grundvöll-
ur veru hennar,“ segir kirkjan sjálf.
Um það segir Karl Sigurbjörnsson
biskup: „Kirkjan er send með boð-
skap. Það er hlutverk hennar og
verkefni hennar öll eru með einum
eða öðrum hætti liður í þeirri sendi-
för.“ Samt reynir fræðslufulltrúi
Biskupsstofu ítrekað að halda því
fram að engin boðun felist í aðkomu
presta að skólum. En það verður
ekki bæði haldið og sleppt.
Séra Örn Bárður Jónsson
viðurkennir hins vegar hlutverk
sitt sem trúboði en til að afsaka
það vill hann klína trúboði á alla
aðra líka. Í blaðagrein í Frétta-
blaðinu 29. október minnir hann á
að auðvitað eigi að fræða börn um
kristna trú og önnur trúarbrögð í
skólum. En um það standa engar
deilur. Sjálfsagt er að kennsla mið-
ist meira við kristna trú en Shinto-
trú o.s.frv. En Örn Bárður sér ekk-
ert að því að Gídeon-menn mæti í
tíma hjá 10 ára börnum, gefi þeim
Nýja-testamentið og leiði þau í
bæn. Markmið Gídeon-manna er
að „ávinna menn og konur fyrir
Drottinn Jesú Krist. Dreifing
Heilagrar ritningar og einstakra
hluta hennar er aðferð til að ná því
marki“. Þarna er því um að ræða
blygðunarlaust trúboð, blöndun
skólastarfs og trúarhóps.
Séranum finnst þessi staða
bara allt í lagi af því að meirihluti
barna kemur frá kristnum heim-
ilum, óhreinu börnin má bara
fjarlægja rétt á meðan. Svo segir
presturinn: „Börnin þín þurfa ekki
að verða fyrir neinni mismunun í
skóla þótt skólasystkini þeirra fari
í kirkjuheimsókn á aðventunni.“
„Það er ekki mismunun í mínum
augum.“ Hvað væri þá mismun-
un í augum prestsins? Ef börn eru
leidd til messu á vegum skólans
er skólinn að fara út fyrir hlut-
verk sitt og grípa inn í trúarlegt
uppeldi foreldranna. Það er hins
vegar ekkert að því að skólabörn
fari með kennara í kirkju til að
skoða húsið og munina eins og þau
fara á Þjóðminjasafnið eða Nátt-
úrugripasafnið. Æskilegt væri að
börn gætu kynnst sem flestum
trúarbrögðum og samkunduhús-
um sér til fróðleiks. En þar á ekki
að fara fram iðkun trúar (eins og
í messu) eða innræting (eins og í
messu). Messa er annað en heim-
sókn. Þetta er ekki flókið.
Örn Bárður sakar Mannrétt-
indaráð um að vilja miðstýra skól-
um í þessum málum en hann sér
væntanlega ekkert athugavert við
þá miðstýringu ríkisvaldsins í trú-
málum að halda úti einu trúfélagi
og kosta til þess fimm þúsund
milljónum árlega. Og varla er neitt
athugavert við að ríkið haldi skrá
um trúfélagaaðild borgaranna,
skrái börn þeirra meira að segja
við fæðingu í trúfélag móður. Það
hlýtur að teljast afar undarleg til-
högun og þótt það brjóti í bága við
jafnréttislög að mati Jafnréttis-
stofu bólar ekkert á leiðréttingu.
Hvernig stendur á því að helsti
Þrándur í Götu mannréttinda og
jafnréttis hér á landi er ríkisrekið
trúfélag? Eitt er að verja forrétt-
indi sín en annað að úthrópa jafn-
réttissinna í sömu andrá sem sið-
leysingja og ógn við menningu og
sögu þjóðarinnar. Við könnumst
við það herbragð gegn réttindum
samkynhneigðra en ég er hissa á
kirkjunnar mönnum að leggja enn
einu sinni til atlögu gegn sjálfsögð-
um mannréttindum einmitt þegar
trúverðugleiki þeirra er eflaust í
sögulegu lágmarki.
Trúboð úr skólum
Mannréttindi
Reynir
Harðarson
formaður Vantrúar
Hvernig stendur á því að helsti Þrándur
í Götu mannréttinda og jafnréttis hér á
landi er ríkisrekið trúfélag?
AF NETINU
Ég ætla að vera hér áfram
Það er ábyggilega líka fallegt í Noregi hugsaði ég þegar ég
fann að þjóðerniskenndin var að ná tökum á mér. Ég finn
samt að ég er ekki á förum strax þó að heimiliskennsla í
norsku hafi verið efld. Ég ætla að vera hér áfram og styðja
ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sem hleypur ekki eftir
lýðskrumi þeirra sem settu hér allt á hausinn og ættu að
skammast sín. Og ég bind enn vonir við það að mannréttindafólkið í VG
sjái ljósið og láti af þessari heimóttarlegu afstöðu sinni gegn ESB. Við
þurfum að vera fullgild í hópi Evrópuþjóða. Afkomendur okkar munu
ekki líða það að búa ekki við sömu leikreglur og tíðkast með öðrum.
blog.eyjan.is/baldurkr
Baldur Kristjánsson
verður haldið í Mál og menningu
við Laugaveg föstudagskvöldið
5. nóvember kl. 20.00.
Boðskort
S
Sæmundur
Útgáfuhóf vegna
Sigurðar sögu fóts
Sigurðar saga fóts er nútímaleg riddarasaga, ort
undir hröðum takti meistara Megasar. Texti skáldsins
um Basil fursta leiðir sögupersónuna frá uppvexti í
Breiðholti inn í einstakt og alþjóðlegt viðskiptaveldi.
Við sögu koma óborganlegar persónur eins og fram-
sóknarklerkurinn Brynjólfur, glæpakvendið Stella,
Fiddarnir dularfullu, rússinn Kex Wragadjip og Litla
Hraunsmaðurinn Jamil Neru, svo fáeinir séu nefndir.
Sjálfur veit Sigurður fótur sér alla vegi færa og að
sérhver þeirra liggur fram af bjargbrúninni. Í sögulok
hittir landfl ótta viðskiptajöfur hetjur bernskunnar
fyrir í afdal langt handan við hinn þekkta heim.
Höfundur
les úr verki
sínu
Sigurðar saga fóts er önnur skáldsaga
Bjarna Harðarsonar en bók hans
Svo skal dansa fékk afar góða dóma.
Megas og Karítur Íslands
troða upp undir stjórn
Hilmars Arnar Agnarssonar
Gestir og gangandi
gamna sér