Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.11.2010, Qupperneq 61

Fréttablaðið - 05.11.2010, Qupperneq 61
FÖSTUDAGUR 5. nóvember 2010 37 Almenningsútvarp Bandaríkj- anna, National Public Radio, sýndi fyrir skömmu beint á net- inu frá tónleikum Jónsa úr Sigur Rós í hinu sögufræga Wiltern Theater í Los Angeles. Þetta var í fyrsta skipti sem NPR sýndi beint frá tónleikum. Búið er að setja saman skemmtilegt fimm mínútna myndskeið frá tónleik- unum sem má finna á síðunni Jonsi.com. Myndskeiðið spann- ar öll lög tónleikanna á ógn- arhraða og hljómar lag Jónsa, Sinking Friendship, undir. Jónsi lýkur tónleikaferð sinni um heiminn á Íslandi í Laugardals- höll 29. desember. Forsala miða fer fram á Midi.is. Uppselt er í stúku. Myndskeið á ógnarhraða JÓNSI Myndskeið frá tónleikum Jónsa í Los Angeles er komið á Jonsi.com. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Söngkonan Katy Perry íhugaði að fara í brjóstaminnkun þegar hún var unglingur. Ástæðan er sú að stór barmur hennar fór illa með bakið á henni. „Ég var mjög slæm í bakinu og var líka aðeins þétt- vaxnari. Þegar ég eltist missti ég barnafituna og hugsaði með mér: „Þetta er bara alls ekkert svo slæmt“,“ sagði Perry. Vildi minnka brjóstin KATY PERRY Söngkonan íhugaði að fara í brjóstaminnkun þegar hún var unglingur. NORDICPHOTOS/GETTY Danny Malone frá Texas í Bandaríkjunum heldur tvenna tónleika á Cafe Rosenberg, í kvöld og annað kvöld. Einnig stígur á svið Jóhann Kristinsson, sem kynntist Malone á lagahöfundanámskeiði í Árósum á vegum tónlistarhátíðarinnar Spot. „Við vorum sjö frá Norðurlöndunum og svo fimm Texasbúar. Við vorum öll dregin saman í kastala sem er notaður sem listaháskóli. Við vorum þar í þrjá daga og útkoman var 23 lög,“ segir Jóhann. Malone hefur fengið mikið lof vestanhafs fyrir tónleika sína og þykir mjög góður laga- höfundur. Hrósið í hans garð kemur Jóhanni ekki á óvart. „Ég sá sólótónleikana hans á Spot og þeir voru alveg magnaðir.“ Jóhann og Malone hafa samið tvö lög saman og vonast til að taka upp stutta plötu meðan á dvöl þess síðarnefnda á Íslandi stendur en Texasbúinn er á leiðinni í tónleikaferðalag um Evrópu. „Það er mikill heiður að fá að vinna með honum. Ég hafði ekki hugmynd um hver þetta var áður en ég hitti hann en hann kom mér mjög mikið á óvart. Ég var líka að heyra að hann hefði spilað með einu af átrúnaðar- goðunum mínum, Lou Barlow,“ segir Jóhann en Barlow er fyrrverandi liðsmaður Dinosaur Jr., Sebadoh og Folk Implosion. Jóhann hefur sjálfur gefið út eina stóra plötu, Call Jimmy, sem kom út fyrir tveimur árum. Enkidu og Jóhann spila á fyrra kvöldinu á Rosenberg og Jóhann og Lára Rúnarsdóttir á því seinna. Tónleikarnir hefjast kl. 22 og kostar 1.000 krónur inn. - fb Texasbúi verður með tvenna tónleika SAMAN Á TÓNLEIKUM Jóhann Kristinsson, Lára Rúnars- dóttir og Danny Malone spila á Rosenberg. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Hljómsveitin Pollapönk heldur útgáfutónleika í Salnum í Kópa- vogi sunnudaginn 14. nóvember og er miðasalan hafin á Midi. is. Tilefnið er útgáfa plötunn- ar Meira Pollapönk sem kom út í sumar. Þar er meðal ann- ars að finna hið vinsæla lag 113 vælubíllinn. Pollapönk er skip- uð leikskólakennurunum Har- aldi F. Gíslasyni og Heiðar Erni Kristjánssyni sem hafa oft verið kenndir við rokksveitina Botn- leðju. Með þeim í hljómsveitinni eru Arnar Þór Gíslason og Guðni Finnsson úr Ensími. Pollapönk fagnar plötu American Style • Bíldshöfði 14 • Dalshraun 13 • Nýbýlavegur 22 • Skipholt 70 • Tryggvagata 26 www.americanstyle.is þetta gildir um alla hópa sem telja fjóra eða fleiri, eina skilyrðið er að allir panti sér Við tökum sérstaklega vel á móti öllum hópum í nóvember og sá yngsti velur sér máltíð alveg ókeypis! BUDDYBORÐAR FRÍTT SÁ YNGSTI BORÐAR FRÍTT Í NÓVEMBER
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.