Fréttablaðið - 05.11.2010, Page 70

Fréttablaðið - 05.11.2010, Page 70
46 5. nóvember 2010 FÖSTUDAGURFÖSTUDAGSLAGIÐ „Þetta er mjög mikilvæg sýning fyrir framtíðarvinsældir íslenska fjárhundsins í Bandaríkjunum,“ segir Kristina Moore, fjölmiðla- fulltrúi hundasýningar Kennel- klúbbsins. Íslenski fjárhundurinn verður frumsýndur á hundsýningu Kenn- el-klúbbsins sem hefst í Philadelp- hiu í Bandaríkjunum í næstu viku. Sýningin er ein sú stærsta í heimi og er sýnd árlega á NBC-sjónvarps- stöðinni á þakkargjörðardaginn, sem nú ber upp á 20. nóvember. Búist er við að yfir 20 milljónir manna fylgist með útsendingunni. „Þetta er ein virtasta hundasýn- ing Bandaríkjanna,“ segir Moore. „Keppnin er föst hefð í lífi fjöl- margra Bandaríkjamanna á þakk- argjörðardaginn. Þeir horfa á Macy‘s-skrúðgönguna og hunda- sýninguna eftir á.“ Um 4.000 hund- ar verða til sýnis á sýningunni, en ásamt íslenska fjárhundinum verða fimm ný kyn frumsýnd. Guðni Ágústsson, formaður deildar íslenska fjárhundsins, segir að þetta séu toppfréttir fyrir kynið. „American Kennel Club er stærsti klúbburinn, þó að þeir séu fleiri stórir í Bandaríkjunum,“ segir hann. „Forsagan er sú að það er búið að taka langan tíma að fá hundinn viðurkenndan þarna úti. Það hafa verið svona tveir til þrír stofnar að rífast, en þeir sem eru að standa í þessu núna höfðu sam- band við okkur og óskuðu eftir leið- beiningum – að við segðum hvern- ig heimalandið vildi að hundurinn liti út.“ Kynið var viðurkennt 1. júlí síð- astliðinn. Guðni segir að þar hafi stórt skref verið stigið og bætir við að þau í deild íslenska fjárhunds- ins hafi verið afar ósátt við hvernig málum var háttað áður en ný stjórn tók við í ISAA, Icelandic Sheep- dog Association of America. „Öll hundakyn í heiminum hafa ákveð- in ræktunarmarkmið sem segja til um hvernig hundurinn eigi helst að líta út,“ segir Guðni. „Við viljum að hundurinn sé viðurkenndur um allan heim, en við viljum að hann sé viðurkenndur eins og við segjum að hann eigi að vera.“ atlifannar@frettabladid.is KRISTINA MOORE: 20 MILLJÓNIR MANNA HORFA Á SÝNINGUNA Á NBC Íslenski fjárhundurinn á risasýningu í Bandaríkjunum „Þetta gekk bara vel, held ég, allavega var þetta mjög skemmtilegt,“ segir Toshiki Toma, prestur innflytj- enda á Íslandi. Tökur standa nú yfir á sjónvarpsþátta- röð upp úr bók Egils „Gillz“ Einarssonar, Mannasiðir Gillz, sem Hannes Þór Halldórsson leikstýrir. Og á miðvikudagskvöld var blásið til allsherjar karókí- veislu. Eins og lög gera ráð fyrir varð auðvitað að hafa japanskan þátttakanda til að fanga rétta andrúms- loftið enda á karókí rætur sínar að rekja til Japans. Toshiki brást snöggur við beiðni um að syngja og tók lagið fyrir myndavélarnar. „Mig langaði fyrst til að syngja Frank Sinatra enda hefur hann verið í miklu uppáhaldi hjá mér. En það var einhver annar búinn að velja hann,“ útskýrir Toshiki, sem varð þá að velja Carpenters-lagið Yesterday Once More og flutti það auðvitað með glæsibrag. Hannes Þór Halldórsson, leikstjóri þáttanna, var ákaflega ánægður með klerkinn og hans framlag. „Við vorum að fara þarna í hvernig maður á að haga sér í karókí og hvernig ekki,“ segir Hannes. Tökur á leikna hluta þáttaraðarinnar hafa staðið yfir í tólf daga og fjölda þjóðþekktra einstaklinga bregður þar fyrir, meðal annars Agli Ólafssyni, Eddu Björgvins- dóttur, Gísla Erni, Birgi Leifi og svo bregður Ásgeiri Kolbeins fyrir í litlu „feluhlutverki“. Aðalhlutverkin eru hins vegar í höndunum á Halldóri Gylfasyni, Jóhannesi Hauki, Steinda, Víkingi Kristjánssyni og Eddu Björg Eyjólfsdóttur. Hannes segir að nú verði hins vegar farið í upptökur á hetjunni sjálfri. - fgg Toshiki syngur fyrir Gillz CARPENTERS-SNILLD Toshiki Toma sagði það ekki hafa verið létt að flytja Yesterday Once More, hann hefði helst viljað syngja Frank Sinatra. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON GÓÐAR FRÉTTIR Guðni Ágústsson, formaður deildar íslenska fjárhundsins, ásamt tík- unum Ylfu og Sunnu. Sérstök ættarnöfn þeirra eru Íseyjar-Ylfa og Keilis-Sunna. Guðni fagnar fréttunum af landvinningum íslenska fjárhundsins í Bandaríkjunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Keppnin er föst hefð í lífi fjölmargra Bandaríkjamanna á þakkar- gjörðardaginn. Þeir horfa á Macy‘s-skrúðgönguna og hundasýninguna eftir á. KRISTINA MOORE FJÖLMIÐLAFULLTRÚI KENNEL-KLÚBBSINS „Þetta er mjög kaldhæðið og í raun bara ömur- legt. En svona er bara þessi bransi og það verða bara Skype-jól í ár,“ segir Stefán Karl Stefáns- son leikari. Stefán er byrjaður að leika aftur græna tröllið í söngleiknum Hvernig Trölli stal jólunum, sem fer á flakk um mið- og suðurríki Bandaríkjanna og lýkur í Toronto í Kanada um jólin. Hann þarf að eyða jólunum einn í Toronto. Stefán var staddur í Omaha þegar Fréttablað- ið náði tali af honum og segir það hafa verið ógjörning að fljúga allri fjölskyldunni yfir landamærin til Kanada. „Það hefði kostað rúm- lega hálfa milljón og slíkt hefði þýtt engar jóla- gjafir í ár.“ Stefán segir það óneitanlega grát- broslegt að ein af lykilsetningum sýningarinnar sé einmitt að enginn skuli vera einn um jólin. „Ef ég væri „method“-leikari þá hefði þetta kannski verið í lagi. En ég er það náttúrlega ekki og þess vegna er þetta fúlt.“ Níutíu sýningar hafa verið skipulagð- ar en nánast uppselt er á þær allar, sem þýðir að Stefán mun að öllum líkindum leika fyrir rúmlega 200 þúsund manns þar sem ekkert leikhús undir 2.300 áhorfendum getur hýst sýninguna. „Við erum 32 leikarar og 64 alls. Við fljúgum á milli staða en leikmyndin og leikmunir eru ferjaðir á milli í ellefu áttatíu feta trukkum,“ útskýrir Stef- án, sem verður því nánast á stans- lausu ferðalagi næstu tvo mánuði en síðasta sýningin verður 2. janúar. - fgg FÚLT Stefán Karl þarf að vera einn um jólin en þegar hátíð ljóss og friðar stendur sem hæst verður hann í Toronto að leika í söngleiknum Hvernig Trölli stal jólunum. „Það er lagið Til í allt með Frið- riki Dór, Steinda Jr. og Ásgeiri, fáránlega ferskt lag af nýja disknum hans Frikka sem öskrar á mig að nú sé helgin komin.“ Skúli Jón Friðgeirsson, knattspyrnumaður í KR. Kaldhæðin örlög Stefáns Karls Litla bókin um Dísu ljósálf er loksins fáanleg aftur Endurnýjaðu kynnin við þessa hugljúfu sögu Fös 5.11. Kl. 20:00 6. sýn Lau 6.11. Kl. 20:00 7. sýn Fim 11.11. Kl. 20:00 8. sýn Fös 12.11. Kl. 20:00 Fös 19.11. Kl. 20:00 Lau 20.11. Kl. 20:00 Sun 21.11. Kl. 15:00 br. sýn.t. Lau 27.11. Kl. 20:00 Sun 28.11. Kl. 20:00 Lau 4.12. Kl. 20:00 Sun 5.12. Kl. 20:00 Lau 6.11. Kl. 13:00 Lau 6.11. Kl. 15:00 Sun 7.11. Kl. 13:00 Sun 7.11. Kl. 15:00 Lau 13.11. Kl. 13:00 Lau 13.11. Kl. 15:00 Sun 14.11. Kl. 13:00 Sun 14.11. Kl. 15:00 Lau 20.11. Kl. 13:00 Lau 20.11. Kl. 15:00 Sun 21.11. Kl. 13:00 Lau 27.11. Kl. 13:00 Lau 27.11. Kl. 15:00 Sun 28.11. Kl. 13:00 Sun 28.11. Kl. 15:00 100 sýn. Fim 4.11. Kl. 20:00 Fös 5.11. Kl. 20:00 Lau 6.11. Kl. 20:00 Fim 11.11. Kl. 20:00 Fös 12.11. Kl. 20:00 Lau 13.11. Kl. 20:00 Fös 19.11. Kl. 20:00 Lau 20.11. Kl. 20:00 Fös 26.11. Kl. 20:00 Lau 27.11. Kl. 20:00 Fös 3.12. Kl. 20:00 Lau 4.12. Kl. 20:00 Sun 7.11. Kl. 19:00 Mið 10.11. Kl. 19:00 Sun 14.11. Kl. 19:00 Mið 24.11. Kl. 19:00 Aukas. Fim 25.11. Kl. 19:00 Aukas. Fös 10.12. Kl. 19:00 Aukas. Lau 11.12. Kl. 19:00 Aukas. Sun 12.12. Kl. 19:00 Aukas. Fim 4.11. Kl. 20:00 Lau 13.11. Kl. 20:00 Fim 18.11. Kl. 20:00 Aukas. Fös 26.11. Kl. 20:00 Fim 2.12. Kl. 20:00 Aukas. Fös 3.12. Kl. 20:00 Ö U U U Finnski hesturinn (Stóra sviðið) Fíasól (Kúlan) Hænuungarnir (Kassinn) Íslandsklukkan (Stóra sviðið) Gerpla (Stóra sviðið) U Ö U Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö U Lau 27.11. Kl. 13:00 Lau 27.11. Kl. 14:30 Sun 28.11. Kl. 11:00 Sun 28.11. Kl. 13:00 Sun 28.11. Kl. 14:30 Lau 4.12. Kl. 11:00 Lau 4.12. Kl. 13:00 Lau 4.12. Kl. 14:30 Sun 5.12. Kl. 11:00 Sun 5.12. Kl. 13:00 Sun 5.12. Kl. 14:30 Lau 11.12. Kl. 11:00 Lau 11.12. Kl. 13:00 Lau 11.12. Kl. 14:30 Sun 12.12. Kl. 11:00 Sun 12.12. Kl. 13:00 Sun 12.12. Kl. 14:30 Lau 18.12. Kl. 11:00 Lau 18.12. Kl. 13:00 Lau 18.12. Kl. 14:30 Sun 19.12. Kl. 11:00 Sun 19.12. Kl. 13:00 Sun 19.12. Kl. 14:30 Leitin að jólunum Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö U U U Ö Ö Ö Ö U Ö Ö Ö Ö Ö Ö U Ö Ö Ö U Ö U Ö U U U Ö Ö Ö Ö Ö Ö Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.