Fréttablaðið - 25.11.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 25.11.2010, Blaðsíða 16
16 25. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Fyrirkomulag stjórnlagaþingskosninga Kosningakerfið sem notað verður í kosningum til stjórnlagaþings á laugardag hefur ekki verið notað hér á landi áður. Þó kjósendur gætu við fyrstu sýn talið að flókið sé að greiða atkvæði er hægt að einfalda málið með því að undirbúa sig vel. Íslenskir kjósendur eru því vanir að geta gengið inn í kjörklefann og sett X við þann frambjóðanda eða flokk sem viðkomandi vill kjósa. Í kosningum til stjórnlagaþings, sem fara fram á laugardag, þurfa kjósendur að átta sig á nýju kerfi áður en þeir skunda á kjörstað. ■ Auðkennisnúmer Hver frambjóðandi hefur fengið úthlutað fjögurra tölustafa núm- eri. Til að kjósa þarf að skrifa auðkennisnúmer þess eða þeirra frambjóðenda sem á að kjósa í þar til gerða reiti á kjörseðlinum. ■ Kjósa 1 til 25 frambjóðendur Í þessum kosningum geta kjós- endur kosið frá einum upp í 25 frambjóðendur. Eins og í öðrum kosningum geta kjósendur farið í kjörklefann og látið gott heita að kjósa einn frambjóðanda. Kjósend- ur eru þó hvattir til að kjósa sem flesta frambjóðendur vilji þeir að atkvæði þeirra nýtist sem best. ■ Röðin skiptir miklu máli Mikilvægt er að þeir kjósendur sem kjósa fleiri en einn frambjóð- anda raði númerum þeirra sem þeir greiða atkvæði sitt í forgangs- röð á kjörseðlinum. Þá er sá fram- bjóðandi sem kjósandi vill helst að komist á þingið settur í fyrsta sætið, sá sem hann vill næst helst sjá á þinginu settur í annað sætið, og svo koll af kolli. ■ Heimavinnan flýtir fyrir Ólíkt öðrum kosningum geta kjós- endur þurft að vinna heimavinnu fyrir kosningarnar. Frambjóðend- ur eru 523, og því ekki lítið verk að kynna sér þá alla fyrir kosn- ingarnar. Kjósendur eru eindregið hvattir til þess að skrifa upp lista með auðkennisnúmerum þeirra sem þeir ætla að kjósa, í réttri röð, áður en þeir fara á kjörstað. Þá er lítið mál að afrita númerin af listanum á kjörseðilinn í kjör- klefanum. ■ Atkvæðaseðillinn Ætli kjósandi sér að kjósa fleiri en einn er mikilvægt að ekki sé haft bil á milli þeirra sem til stendur að kjósa á kjörseðlinum. Ef kjósandi skilur eftir auða reiti á kjörseðlin- um í einni línu eru allar línur þar fyrir neðan ógildar. Sama gildir ef númer er tvítekið. Ef efsta línan er auð er seðillinn allur ógildur. ■ Strikamerki Á bakhlið hvers kjörseðils er strikamerki. Það er notað til að tryggja að aðeins réttir kjörseðl- ar séu í notkun, og til að hægt sé að bera saman skannaða kjörseðla og pappírinn komi upp vafaatriði. Engin tengsl eru milli strikamerk- isins og nafns kjósanda. Hvernig er kosið til stjórnlagaþings? Upplýsingar á vefnum Kjósendur geta kynnt sér frambjóð- endur á kosningavef stjórnvalda, kosning.is, og fundið auðkennisnúm- er þeirra. Þar er hægt að setja upp lista yfir þá frambjóðendur sem til stendur að kjósa, og prenta svo út listann til að taka með sér í kjörklef- ann. Upplýsingar í bæklingi Í 96 síðna kynningarriti sem dóms- mála- og mannréttindaráðuneytið sendi inn á hvert heimili í síðustu viku er stuttur kynningartexti um alla frambjóðendur, ásamt mynd og auðkennisnúmeri þeirra. Heimavinnan flýtir fyrir Hver kosningabær maður á að hafa fengið sent sýnishorn af kjörseðli. Hann geta kjósendur notað til að flýta fyrir sér í kjörklefanum og tryggja að hinn eiginlegi kjörseðill sé rétt út fylltur. Kjósendur geta skrifað inn auðkennisnúmer þeirra sem þeir hyggjast kjósa, í réttri röð, og tekið seðilinn með sér í kjörklefann. Þeir sem hafa glatað seðlinum geta auðvitað skrifað auðkennisnúmerin á hvaða blað sem er. Atkvæðinu komið til skila Þegar kjósandinn hefur fyllt út sinn kjörseðil er honum stungið í kjörkass- ann. Mikilvægt er að brjóta hann ekki saman þar sem kjörseðillinn verður skannaður inn í tölvu. Þá er eins gott að gæta þess að setja ekki sýnishorn- ið sem sent var kjósendum í kjörkass- ann, ef það er tekið með í kjörklefann til að hafa til hliðsjónar. Óvíst er hvenær úrslit úr kosningunum til stjórnlagaþings verða kynnt, en líklegt er að það verði seinnipart dags á mánudag eða á þriðjudag, segir Þórhallur Vilhjálmsson, ritari landskjörstjórnar. Talning hefst á sunnudagsmorgni, en það veltur á þátttöku í kosningun- um hversu langan tíma talningin mun taka. Öll atkvæði verða talin í Laugar- dalshöll, og verða kjörkassar fluttir þangað af landinu öllu á laugardagskvöld og -nótt. Atkvæðin verða skönnuð inn í tölvu af starfsmönnum tölvufyrirtækisins Skyggnis og starfsmönnum undirverktaka, undir eftirliti landskjörstjórnar. Sérhannaður hugbúnaður sér svo um að lesa úr handskrift landsmanna og telja atkvæðin. Eins og í öðrum kosningum mun kjörstjórn skera úr um þau vafaatriði sem upp koma. Þórhallur segir að tölvubúnaðurinn sem notaður verður við skönnun og talningu hafi verið notaður áður í sambærilegum kosningum, meðal annars á Skotlandi. Þá hafi trúnaðarmenn landskjörstjórnar prófað búnaðinn. Talið er að hægt sé að skanna um 75 þúsund kjörseðla á innan við tíu klukku- stundum. Úrslitin kynnt á mánudag eða þriðjudag Kosningavefur og kynningarrit Sýnishorn af kjörseðli Kjörklefinn Kjörkassinn Brjánn Jónasson brjann@frettabladid.is 1 2 3 4 Kjörseðillinn fylltur út Á kjörstað fá kjósendur afhentan sinn kjörseðil. Hann er eins í útliti og sýnishornið sem sent var hverjum kjósanda. Kjósendur skrifa auðkennis- númer þeirra sem þeir hyggjast kjósa í þar til gerða reiti á kjörseðlinum þegar í kjörklefann er komið. Gott er að vera búinn að undirbúa sig með því að fylla út seðilinn sem borinn var í hús, og afrita af honum á hinn eiginlega kjörseðil. Nýtt og betra kjötborð, frábær afmælistilboð og 25% afsláttur í hverri hillu! Kíktu í heimsókn, við tökum vel á móti þér. 25 ára! Þín verslun | Seljabraut 54 | sími 557 1780 Opnunartími: Mán.–fös. 9–21 / lau.–sun. 10–21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.