Fréttablaðið - 25.11.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 25.11.2010, Blaðsíða 18
18 25. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR18 hagur heimilanna „Bestu kaupin eru tvímælalaust þau þegar við hjónin keyptum húsið í Kópavogi,“ segir Margrét Frímannsdóttir, fangelsisstjóri á Litla-Hrauni. Hún segir allt hafa verið keypt í einum pakka, gott hús og stóra lóð, sem nú sé orðin að fallegum garði, og góða nágranna. „Garðurinn er mitt helsta áhugamál. Ég er nánast eingöngu með fjölærar plöntur, auk trjáa og runna. Ég var svo heppin þegar við keyptum þá var lóðin í algjörri niðurníðslu þannig að ég gat byrjað frá grunni.“ Eiginmaður Margrétar, Jón Gunnar Ottósson, ræktar með henni garðinn og er auk þess mjög lagtækur við allt er varðar viðhald hússins og endurbætur. Auk skrautjurta ræktar Margrét epli í garð- inum, tómata, gúrkur, kirsuber og plómur. Uppskeran varð ríkuleg síðastliðið sumar, að sögn Margrétar, sem kveður auðvelt að nýta allt það sem tré, runnar og mold gefi af sér. Plómurnar sem ekki séu borðaðar ferskar fari í sultu og svo megi áfram telja. „Það er ekki til neitt betra, sé maður þreyttur eða jafnvel veikur en að fara út í garð og vinna þar. Það hreinsar algjörlega hugann og endurnærir bæði sál og líkama,“ segir hún. Það vefst ekki fyrir Margréti að nefna verstu kaupin, enda passar hún að hafa ávöxt þeirra fyrir augunum til áminningar um að gera ekki slíka skyssu oftar. „Þetta er kápa sem ég keypti á „verslunarflippi“ í New York og hef aldrei getað notað. Hún hvorki fór mér né passaði almennilega. Ég hef heldur aldrei getað skýrt hvers vegna í ósköpunum ég keypti hana. Hún er víti til varnaðar því ég læt hana ekki frá mér, heldur hef ég látið hana hanga uppi í skáp síðastliðin fimm ár eða frá því að hún var keypt. Hún á að minna mig á að maður skuli gefa sér tíma áður en eitthvað er keypt. Enda hef ég ekki gert svona galin kaup síðastliðin fimm ár.“ NEYTANDINN: Margrét Frímannsdóttir, fangelsisstjóri á Litla-Hrauni New York-kápan er víti til varnaðar 6,93 Sala á jólabjór hefur aukist um 130 prósent miðað við sama tíma í fyrra. ÁTVR hóf sölu á jólabjór á fimmtudaginn í síðustu viku og seldust um 75 þúsund lítrar fyrstu þrjá dagana. Um 32 þúsund lítrar seldust fyrstu þrjá dagana eftir að bjórinn kom í sölu á síðasta ári. Tekjur ÁTVR af jólabjór þessa þrjá daga voru um 15 milljónir króna með virðisaukaskatti. Tuborg Julebryg stendur hæst í sölu, en þó segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, margar af íslensku teg- undunum seljast mjög vel. „Mér finnst vera mun meiri umfjöllun um þetta nú í ár heldur en áður,“ segir Sigrún Ósk. „Margir af íslensku framleiðendunum eru mjög sterkir þrátt fyrir að Tuborg tróni á toppnum.“ Um 32.000 lítrar seldust af Tuborg Julebryg, ýmist í dós eða flösku. Er það um 43 prósent af heildarsölu jólabjórs þessa daga. Víking jólabjór og Kaldi jólabjór fylgja fast á eftir. Alls verður jólabjór frá sjö íslenskum og fimm erlendum framleiðendum í sölu hjá ÁTVR. Að sögn Sigrúnar Óskar hefur sala á áfengi þó dregist saman í ár miðað við í fyrra. - sv Andvirði sölu á jólabjór var um 15 milljónir króna fyrstu þrjá dagana í ár: Um 130 prósenta söluaukning ÁTVR Vinsældir jólabjórsins aukast til muna á milli ára hér á landi. 90 kílómetra hámarkshraði Aksturshraði Sekt í krónum* Svipting Refsipunktar > = 96 km/klst. 10.000 > = 101/111 km/klst. 30.000/50.000 0/1 punktur > = 121/131 km/klst. 70.000/90.000 2/3 punktar > = 141/151 km/klst. 130.000/140.000 1/2 mánuðir 3 punktar > = 161 km/klst 150.000 3 mánuðir 3 punktar *Séu sektir greiddar innan 30 daga lækka þær um 25 prósent. Heimild: Sektarreiknir Umferðarstofu (www.us.is) 50 kílómetra hámarkshraði Aksturshraði Sekt í krónum* Svipting Refsipunktar > = 56 km/klst. 5.000 > = 61/66 km/klst. 10.000/15.000 > = 71/76 km/klst. 20.000/25.000 0/1 punktur > = 81/86 km/klst. 30.000/40.000 2/3 punktar > = 91/96 km/klst. 50.000/60.000 3 punktar > = 101/111 km/klst. 90.000/110.000 3 mánuðir 3 punktar > = 121 km/klst. 130.000 3 mánuðir 3 punktar 30 kílómetra hámarkshraði Aksturshraði Sekt í krónum* Svipting Refsipunktar > = 36 km/klst. 5.000 > = 41/46 km/klst. 10.000/15.000 0/1 punktur > = 51/56 km/klst. 20.000/25.000 2/3 punktar > = 61/66 km/klst. 45.000/55.000 3 mánuðir 3 punktar > = 71 km/klst. 70.000 3 mánuðir 3 punktar 30 „Ég kaupi alltaf rauðvín frá Síle í belgjum og helli því í glæsilega karöflu. Þá virðist það ógurlega fínt,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hann segir rauðvín frá Síle jafnbest. „Ég kaupi yfirleitt ýmist Concha y Toro eða Sunrise Caber- net Sauvignon. Þá fær maður fjórar flöskur á verði þriggja. Þegar ég er með kvöldverðarboð helli ég víninu í karöflu. Maður þarf að eiga fallega karöflu úr kristal, því þá tekur enginn eftir muninum, sem ég held að sé enginn. Kvöldverð- urinn verður jafn glæsilegur en fyrir 25 prósenta lægri vínpening,“ segir Hannes. GÓÐ HÚSRÁÐ HAGSTÆTT BELJUVÍN Í FALLEGRI KARÖFLU ■ Háskólaprófessorinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson kaupir kassavín frá Síle. 50 90 Ýmis umferðarlagabrot og sektarfjárhæðir 5.000 króna sekt* 10.000 króna sekt* 15.000 króna sekt* Ekið gegn einstefnu Óhlýðni við leiðbeiningum lögreglu Ekið gegn rauðu ljósi Hangið í ökutæki Umferðarmerki fjarlægt eða breytt Biðskylda ekki virt Truflandi leikur á vegi Vanræksla við tilkynningu á slysi Börn undir 15 ára án bílbeltis Hindra för líkfylgdar Gagnbrautarréttur ekki virtur Aksturskeppni án leyfis Ekið eftir gangstétt Óþarfa hávaði frá ökutæki Atvinnuakstur farþega án leyfis Óheimil stöðvun Ökutæki lagt á brú *Séu sektir greiddar innan 30 daga lækkar upphæðin um 25 prósent. Heimild: Umferðarstofa - Reglugerð nr. 930/2006 LÍTRAR AF ALKÓHÓLI er það magn sem íslendingar yfir 15 ára aldri drukku að jafnaði á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands. Breytingin er töluverð síðustu ár. Tæpum áratug fyrr var talan 6,14 lítrar og 5,24 árið 1990. lÍs en ku ALPARNIR s ÚRVAL AF ÚLPUM Faxafeni 8, 108 Reykjavík, Sími: 534 2727, www.alparnir.is Góð gæði Betra verð Dömu 36 til 44 Verð 9,995,- Herra 46 til 56 Verð 11,995,- - í bílinn - skólann - vinnuna - strætó - á götuna Mikið úrval af úlpum frá Icepeak á alla fjölskylduna Með loðkraga, Stærð 116 til 176 Verð. 14,995 3-litir Skóla- og skíðaúlpa Stærð 116 til 176 Verð. 13,995 3-litir Umferðarlagabrot eru 30 prósentum færri í október í ár miðað við sama mánuð í fyrra. Nýliðum í umferð sem brjóta af sér fækkaði um 60 prósent eftir að reglur um akstursbann tóku gildi árið 2007. Skráð umferðarlagabrot í október síðastliðnum voru 4.487 og af þeim voru um 57 prósent á höf- uðborgarsvæðinu og 19 prósent á Selfossi. Hraðakstursbrot voru 3.160, sem jafngildir um 102 brot- um á dag. Í október á síðasta ári voru umferðarlagabrot 6.088, sem þýðir að brotum hefur fækkað um 30 prósent miðað við sama mánuð í fyrra. Einar Magnús Magnússon, upp- lýsingafulltrúi Umferðarstofu, segir hraða á vegum landsins hafa lækkað á síðustu árum. „Það má segja að harðari við- urlög, hækkun sekta og ýmis önnur úrræði sem tóku gildi árið 2007 hafi haft áhrif,“ segir Einar. „Einnig aukið eftirlit lögreglu, hraðamyndavélar og mögulega hækkandi eldsneytisverð.“ Svo- kallað akstursbann tók gildi í apríl árið 2007. Það snýr að ungum ökumönnum sem eru með bráða- birgðaskírteini og fái þeir fjóra eða fleiri refsipunkta eru þeir settir í akstursbann. Banninu er aflétt eftir að ökumenn sækja sér- stakt námskeið og hafa endurtekið ökuprófið. Nýliðum í umferð sem brjóta af sér hefur fækkað um 60 prósent síðan bannið tók gildi og 65 pró- sent þeirra sem gerðust brotleg- ir brutu ekki af sér aftur. Einar segir bannið hafa gefist mjög vel. „Það hefur verið frábær árang- ur af þessu og þetta hefur dregið gífurlega úr ofsaakstri ungra öku- manna,“ segir Einar. Varðandi almenn hraðaksturs- brot og sektarfjárhæðir sem þeim fylgja segir Einar að fólk eigi að hugsa málin svo að fjárhæðirnar séu mun lægri heldur en kostnað- urinn sem fylgi því að valda slysi eða tjóni. „Í raun þá ætti maður að fagna því þegar lögreglan grípur inn í áður en slíkt gerist. Ef Pollýanna er tekin á þetta þá getur maður séð hlutina með þeim augum.“ sunna@frettabladid.is Hærri fjársektir skila árangri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.