Fréttablaðið - 25.11.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 25.11.2010, Blaðsíða 20
 25. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR20 Umsjón: nánar á visir.is VIÐSKIPTI Microsoft hefur tekið íslenska upplýsingatæknifyrir- tækið Skýrr inn í svokallaðan „Inner Circle“ hóp samstarfsaðila Microsoft. „Þangað komast einungis þau fyrirtæki sem Microsoft telur hafa sýnt bestan árangur í að nýta Microsoft Dynamics-við- skiptalausnir til að þróa og efla starfsemi viðskiptavina sinna,“ segir í tilkynningu Microsoft á Íslandi. „Fyrirtæki sem komast í innsta hring hjá Microsoft halda nafnbótinni eitt ár í senn. Í ár komast einungis 72 af samstarfs- aðilum Microsoft í innsta hring hjá Microsoft.“ - óká Skýrr er með í innsta hring: Halda nafnbót- inni ár í senn Heildareignir innlánsstofnana námu 2.833 milljörðum króna í lok síðasta mánaðar og höfðu lækkað um 27,3 milljarða frá fyrra mánuði, að því er fram kemur í hagtölum Seðlabanka Íslands. „Innlendar eignir lækkuðu um 42,9 milljarða króna en erlendar eignir hækkuðu um 15,6 millj- arða,“ segir þar, en jafnframt kemur fram að heildarskuldir innlánsstofnana hafi numið 2.435 milljörðum króna í lok október. Skuldirnar lækkuðu um 77,4 milljarða á milli mánaða. „Inn- lendar skuldir lækkuðu um 64,45 milljarða króna en erlendar skuldir lækkuðu um 13 milljarða króna.“ - óká Heildareignir banka rýrna: Skuldir lækka milli mánaða Breska fyrirtækið Teknomek hefur endurnýjað samning sinn við Nordic eMarketing um áframhaldandi markaðssetningu þess á netinu. Fram kemur í til- kynningu að um þriðju endurnýj- un samningsins sé að ræða. Haft er eftir Hreggviði Magnús syni, framkvæmdastjóra Nordic eMarketing, að fyrirtækið hafi náð ákveðinni sérþekkingu í markaðssetningu viðskipta milli fyrirtækja og það sé ástæða þess að fyrirtæki á borð við Teknomek leiti slíkrar þjónustu hér á landi. „Teknomek sérhæfir sig í framleiðslu húsgagna og búnaðar úr ryðfríiu stáli,“ segir í tilkynn- ingu og haft er eftir forstjóra fyrirtækisins að netmarkaðs- setningin hafi skilað töluverðum árangri. - óká Samstarfið heldur áfram: Endurnýja samning í þriðja sinn Orkuveitan (OR) vinnur að undir- búningi skuldabréfaútboðs og stefn- ir á að selja lífeyrissjóðum bréf til 24 ára fyrir fimm milljarða króna. Þetta er framhald af útboði í árs- lok 2009 þegar OR sótti sér jafn háa upphæð. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um frekari skuldabréfaút- gáfur á innlendum markaði hjá OR. Rætt er um að auka hlut innlendra lána í lánasafni OR með því að gefa út skuldabréf með reglubundnum hætti í framtíðinni fyrir tiltölu- lega lágar upphæðir, hálfan til einn milljarð króna í hvert sinn. Helgi Þór Ingason, forstjóri OR, segir umfangsmikla uppstokkun á rekstri fyrirtækisins hafa tekist vel, sjóðsstreymi hafi verið tryggt með gjaldskrárhækkun og vísitölu- bindingu hennar auk niðurskurð- ar og áherslum í rekstri breytt. Þá muni um að eigendur OR hafi fall- ið frá arðgreiðslum. Eftir snarpa uppgreiðslu lána næstu fimm árin verði endurfjármögnunarþörf engin að því gefnu að ekki verði farið út í frekari fjárfestingar. „Við höfum orðið mjög sterka stöðu til að greiða niður skuldir,“ segir Helgi. Heildarskuldir OR námu tæpum 236,6 milljörðum króna í lok síðasta árs. Þar af voru skammtímaskuldir 23 milljarðar króna og hefjast við- ræður fljótlega um hundrað miljóna evra láni sem er á gjalddaga árið 2013. Afgangurinn eru lán í takt við endingartíma framkvæmda OR, eða til aldarfjórðungs í viðbót. Orkuveita Reykjavíkur fjármagnar sig með reglubundnum skuldabréfaútboðum: Verður á lygnum sjó árið 2015 Á sama tíma og flest virtist í kyrrstöðu hér í fyrra varði OR 21 milljarði króna í fjárfestingar. Það sem af er ári hafa framkvæmdir og önnur vinna kostað þrettán milljarða. Þar af fóru 27 milljarðar í uppbyggingu virkjana á Hellis- heiði. Stefnt er á að því að gangsetja 5.áfanga virkjunarinnar næsta haust. Anna Skúladóttir, fjármálastjóri OR, segir að gera þurfi ráð fyrir sjö til átta milljörðum á ári í viðhalda eignum OR. Verðmæti þeirra nam 241 milljarðí króna í lok síðasta árs. Uppstokkun á rekstri OR meðal annars í sér að auka hlutfall innlendra lána. Meirihluti þeirra er þegar í krónum. Þetta ræðst þó af því hvaða vaxtakjör eru í boði á innlendum markaði samanborið við erlenda að teknu tilliti til áhættu. Tekjur OR af dreifingu og framleiðslu námu um 26 milljörðum króna í fyrra, Erlendar tekjur OR eru nú 22 prósent af heildar- tekjum. Gangi áætlanir eftir munu þær verða um fjórðungur. Fjárfestu fyrir 21 milljarð króna HELLISHEIÐARVIRKJUN Orkuveita Reykjavíkur hefur varið sextán milljörðum króna til uppbyggingar Hellisheiðarvirkjunar það sem af er árs. Stefnt er á að ljúka framkvæmdum á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sala á nýju íbúðarhúsnæði í Bandaríkjunum dróst saman um 8,1 prósent á milli mánaða í október, samkvæmt upplýsingum bandaríska viðskiptaráðuneytis- ins. Þetta er þvert á væntingar enda bjuggust flestir við að velta á fasteignamarkaði myndi glæð- ast vestanhafs. Bloomberg-fréttaveitan bend- ir á að sala á íbúðarhúsnæði í Bandaríkjunum sé enn nálægt botninum og hefur eftir sérfræð- ingum að ekki sé útlit fyrir að hún muni aukast fyrr en dragi úr atvinnuleysi á næsta ári. Í ágúst seldust 275 þúsund nýjar íbúðir en svo lágar tölur hafa aldrei sést vestra. Viðskiptaráðuneytið hóf að taka saman tölur um kaup á íbúðarhúsnæði árið 1963. - jab Þrengingar í Bandaríkjunum: Enn samdráttur á markaðnum HÚS TIL SÖLU Mjög hefur dregið úr sölu fasteigna í Bandaríkjunum þrátt fyrir að það versta í kreppunni virðist að baki. FRÉTTABLAÐIÐ/AP 1% ER SPÁ HAGSTOFUNNAR um vöxt í útflutningi á næsta ári. Gert er ráð fyrir mikilli grósku í þjónustuútflutningi og útflutningi á öðrum vörum en í sjávarútvegi og stóriðju. Fjárfestahópur undir forystu Heið- ars Más Guðjónssonar var tilbúinn til að greiða samtals ellefu milljarða króna fyrir Sjóvá. Stefnt var að því að skrá tryggingafélagið á markað eins fljótt og auðið var. Ríkið lagði í kringum ellefu milljarða inn í Sjóvá til að forða félaginu frá gjaldþroti í fyrra. Hópurinn ætl- aði að kaupa tæpan 83 pró- senta hlut Eigna- safns Seðla - b a n k a n s o g Íslandsbanka í Sjóvá í tveim- ur hlutum. Í kjölfarið átti að bjóða skilanefnd Glitnis, sem á 17,7 prósent í Sjóvá, að selja hlut sinn á sama gengi og öðrum bauðst. Núverandi eigendur Sjóvár voru tilbúnir að selja fjárfestahópnum hlut sinn nema skilanefnd Glitnis sem taldi verðið of lágt. Samningar tókust í sumar og hefur Heiðar sagt aðeins vanta undirskrift Más Guðmundssonar seðlabankastjóra til að innsigla þau. Dráttur varð á að af því yrði. Fjár- festahópurinn gaf Seðlabankanum frest til 22. október til að ljúka mál- inu. Að öðrum kosti yrði litið svo á að viðræðum yrði slitið. Það seinna varð ofan í vikunni. Heiðar greindi frá því í gær að hann hefði sent kvörtun til umboðs- manns Alþingis vegna vinnubragða Seðlabankans og útilokar ekki að bankinn sé skaðabótaskyldur. Heiðar segir í tölvuskeytum til Fréttablaðsins í gær fjárfestana hafa ætlað að fjármagna kaupin með eigin fé að öllu leyti og án lána. Stærstu fjárfestarnir voru lífeyris- sjóðir en sjálfur ætlaði Heiðar að leggja til 490 milljónir króna. Hann segir skrif og vangaveltur um afl- andskrónur sem honum er brigslað um að hafa í hyggju að nota í við- skiptunum fjarstæðu og til þess eins að sverta mannorð sitt. Heiðar ætlaði að koma að kaupun- um í gegnum félag sitt Ursus. Félag- ið hagnaðist um 1,2 milljónir króna í fyrra. Eignir þess námu tæpum 208 milljónum króna og skuldir 108 milljónum. Þar af eru 97 millj- ónir skuld við Heiðar sjálfan. Eigið fé nam 99,9 milljónum króna í lok síðasta árs. Heiðar bendir á að hrein eign Ursusar sé í raun 200 milljónir króna. Til viðbótar átti að styrkja fjárhaginn um 490 milljónir með skuldabréfaútboði. „Ég er síðan með peninga tiltæka til að borga það sem upp á vantar,“ segir Heið- ar og bendir á að FME hafi fengið allar upplýsingar um hans persónu- legu hreinu eign. „… sem dugar til að borga minn hluta kaupverðsins að fullu án nokkurra lána,“ segir Heiðar. jonab@frettabladid.is HEIÐAR MÁR GUÐJÓNSSON HÖFUÐSTÖÐVAR SJÓVÁR Tryggingafé- lagið átti ekki að vera lengi í höndum fjárfesta. Markmiðið var að skrá það á hlutabréfamarkað eins fljótt og hægt var. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Ætlaði að skrá Sjóvá á hlutabréfamarkað Ríkið hefði komið út á sléttu hefði Seðlabankinn tekið tilboði fjárfestahóps í Sjóvá. Fjárfestarnir eru ævareiðir yfir málalokum og hafa kært ferlið til um- boðsmanns Alþingis. Margar umsóknir eru sagðar rykfalla hjá Fjármálaeftirliti. Beðið eftir Fjármálaeftirlitinu Fjármálaeftirlitið (FME) fékk umsókn um hæfi fjárfestahópsins til að kaupa Sjóvá inn á borð til sín í ágúst. Umsóknin var enn í vinnslu þegar hópurinn hætti við kaupin á föstudag og verður ekki haldið áfram með hana. Lögum samkvæmt þurfa virkir eigendur tryggingafélags að ráða yfir fjárhagslegum styrk og orðspor þeirra að vera með þeim hætti að það rýri ekki traust félagsins. Ekki hafa fengið svör um það frá FME hvort hópurinn hafi uppfyllt skilyrðin eður ei. Nokkur fjöldi umsókna um hæfi fólks til að eiga og stýra fjármálatengdu fyrirtæki er sagður liggja hjá FME. Nokkrar þeirra frá fyrr- verandi starfsmönnum bankanna og starfandi fjármálafyrirtækjum. Pirrings gætir í röðum nokkurra þeirra sem Fréttablaðið hefur rætt við enda hafa þeir lengi beðið svara um hæfi sitt. Sumir þeirra sögðu FME nýta fresti sína til hins ýtrasta, jafnvel reyna að hliðra sér hjá því að komast að niðurstöðu um hæfið. Ekki fengust upplýsingar í gær um fjölda umsókna hjá FME þegar eftir því var leitað í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.