Fréttablaðið - 25.11.2010, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 25.11.2010, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 25. nóvember 2010 23 Næstkomandi laugardag göng-um við Íslendingar til sögu- legra kosninga þar sem valdir verða fulltrúar á stjórnlagaþing. Kosningarnar eru mikilvægur þáttur í því merkilega lýðræðis- ferli sem nú fer fram við mótun nýrrar stjórnarskrár fyrir Ísland. Vil ég hvetja alla sem kosninga- rétt hafa til að nýta sér þetta ein- stæða tækifæri til að hafa áhrif á framtíð þjóðarinnar og taka þátt í að móta þann ramma eða grund- völl sem íslenskt samfélag mun byggja á. Ég hef lengi haft þá sannfær- ingu að forsenda þess að sátt náist um heildarendurskoðun stjórnar- skrárinnar, eins og stefnt hefur verið að allt frá stofnun lýðveldis- ins, sé að þjóðin sjálf og fulltrúar hennar sem ekki hafa beina hags- muni af lítt breyttu fyrirkomulagi vinni það verk. Alþingi Íslendinga hefur ekki auðnast það þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Sem þingmað- ur flutti ég fyrst frumvarp um sér- stakt stjórnlagaþing, skipað öðrum en þingmönnum, haustið 1994. Lengi vel talaði ég fyrir daufum eyrum í þessum efnum en eftir það mikla efnahags- og stjórnmála- hrun sem við urðum fyrir haustið 2008 breyttust viðhorfin. Lög um stjórnlagaþing nr. 90/2010 sem samþykkt voru 16. júní 2010 eiga sér fáar hliðstæð- ur í heiminum og munu þau vænt- anlega hafa áhrif á lýðræðisþró- un og aðferðafræði við mótun stjórnarskráa. Samkvæmt lögun- um er sérstöku stjórnlagaþingi ætlað það mikilvæga hlutverk að semja frumvarp að nýrri stjórn- arskrá fyrir Ísland og leggja fyrir Alþingi til samþykktar. Í þessu skyni var á grundvelli laganna efnt til 1000 manna þjóðfundar í upphafi þessa mánaðar þar sem fulltrúar allrar þjóðfélagshópa hvaðanæva af landinu komu sér saman um helstu gildi og grunn- þætti sem ný stjórnarskrá ætti að byggja á. Þjóðfundurinn heppn- aðist afar vel og sú uppbyggjandi samstaða sem þar sveif yfir vötn- um vekur góðar vonir um fram- haldið. Næsta skref í þessu lýðræðislega ferli er að velja fulltrúa á stjórn- lagaþingið sem standa mun í 2- 4 mánuði fyrri hluta árs 2011 og mun því ljúka störfum í tæka tíð fyrir 200 ára afmæli Jóns Sigurðs- sonar 17. júní 2011. Niðurstöðurn- ar munu síðan fara til Alþing- is til afgreiðslu í samræmi við ákvæði gildandi stjórnarskrár. Líklegt er þó að ákveðið verði að þjóðaratkvæðagreiðsla muni fara fram um endurskoðaða stjórna- skrá áður en hún gengur í gildi. Val fulltrúa á stjórnlagaþingið sætir einnig tíðindum í lýðræðis- þróun á Íslandi enda verða þeir kjörnir beinni kosningu með per- sónukjöri meðal allra landsmanna. Með kosningunum er gerð tilraun með nýtt kosningafyrirkomulag þar sem atkvæði kjósenda nýt- ast mun betur en í hefðbundnum listakosningum og möguleikar kjósenda til að kjósa einstaklinga í stað flokka verður að veruleika. Kosningaþátttakan og hvernig til tekst getur því varðað miklu um þróun kosningafyrirkomulags og lýðræðis á Íslandi. Ég vil nota þetta tækifæri til að færa þeim einstaklingum miklar þakkir sem lagt hafa þessu mikil- væga samfélagsverkefni lið, ekki síst þátttakendum þjóðfundarins og þeim fjölmenna hópi frambjóð- enda sem gefið hafa kost á sér til setu á stjórnlagaþingið. Þjóðfund- urinn og kosningabaráttan hefur þegar hrundið af stað mikilli umræðu um allt þjóðfélagið um grundvöll þess samfélags sem við viljum byggja og ég er sannfærð um að við munum uppskera vand- aða stjórnarskrá – umgjörð um betra samfélag á Íslandi. Í kom- andi kosningum á laugardaginn getur öll íslenska þjóðin lagt sitt af mörkum til þess mikilvæga verkefnis. Ég hvet alla til að nýta sér þann rétt. Sögulegar kosningar til stjórnlagaþings Stjórnlagaþing Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra Stjórnarvaldinu skiptum við í löggjafarvald, framkvæmdar- vald og dómsvald. Þetta er stund- um nefnt þrískipting ríkisvalds- ins og á sér rætur í stjórnmálum í nokkrum Evrópuríkjum á 17. og 18. öld. Þar voru þingsinnar í stríði við einvalda konunga og þá sem vildu verða það og deilur hatrammar. Höfundar sem skrif- uðu um þessa skiptingu sögðu löggjafarvaldið upprunalegast og hin valdsviðin yrðu að laga sig að því. En áherslan, einkum hjá Frakkanum Montesquieu, var á að jafnvægi væri milli þessara sviða valdsins. Sú hugmynd festi rætur þegar Bandaríki Norður- Ameríku voru í fæðingarhríðum og jafnvægishugmyndina nefndu þeir checks and balances – taum- hald og jafnvægi. Hvert valdsvið myndaði mótsvið við annað með taumhaldi og leit að jafnvægi. Einn mesti vandi íslenskra stjórnmála er að illa er komið fyrir þessu jafnvægi. Fram- kvæmdarvaldið ríkir sem á að vera þjónn löggjafarvaldsins. Dómsvaldið sem dæmir í málum hefur ekki haft þau úrræði sem þarf til að líta eftir hinum vald- sviðunum tveim. Ráðherrar gegna æðsta framkvæmdar- valdi og bera ábyrgð gerða sinna gagnvart þingi, sitja þar einn- ig með stuðningi meirihluta Alþingis. Þetta er þingræði en hefur í reynd orðið ráðherraræði á Alþingi. Hér hefur orðið mikil röskun með þessum valdsviðum innbyrðis og ég hygg það sé ein skýring þeirra ófara sem þjóðin hefur mátt þola síðustu ár. Ráð- herraræðið hefur svipt þingið eðlilegu málfrelsi, því hefur ekki tekist að láta sína sjálfstæðu rödd hljóma sem ráðherrar ættu að taka undir. Frumvörpin eru næstum öll samin í ráðuneytun- um eða á vegum þeirra í stað þess að þingið hefði sérstaka lagastofn- un sem hefði þetta hlutverk í sam- vinnu við þingmenn. Verk ráð- herra yrði síðan að framkvæma lögin. Alþingi hefði á sínum snærum sérfræðinga til að vinna þá vinnu við löggjöf sem nú er unnin í ráðuneytum og dómsvald- ið hefði lagalega eftirlitsstofnun til að kanna hvort ný lög stæðust stjórnarskrá og brytu ekki í bága við eldri lög. Með þessu hefðu bæði löggjafarvald og dómsvald fengið þá uppreisn æru sem þeim ber og framkvæmdarvaldið nauð- synlega lægingu. Annar fylgifiskur ráðherraræðisins á Alþingi er að sjálf- stæðar, hreinskiln- ar og heiðarlegar umræður hafa kafn- að. Á þingi fer mikil orka, tími og fyrir- höfn í það að klekkja á ráðherrum sem þing- menn finna að eru fyrir þeim. Heillaspor yrði ef ráðherrar sætu ekki lengur á þingi heldur í ráðuneytum. Stjórnmálaflokkar veldu ráðherra sem áður. Með þessu yrðu ráðherrar ábyrgir gerða sinna gagnvart kjósendum og Alþingi líka. Samvinna yrði að vera náin með fram- kvæmdarvaldi og löggjafarvaldi. Skoðanaskiptin um stjórnmál gætu orðið óþvinguð og hugs- anlega frjó. Getur ekki af þessu sprottið heillavænleg samvinna þingmanna úr þeim flokkum sem eiga menn á þingi? Stærstu mál yrðu unnin í sam- vinnu og karpið rénaði, deilt yrði um hugmynd- ir og stefnu. Menn mega ekki halda að ráðherrar missi vinnuna með þessu. Að framkvæma lögin er ærið verkefni og starf ráðherra beindist betur að þeim stofnunum sem undir þá heyra. Jafnvægi valdsviðanna er eitt brýnasta verkefni komandi stjórnlagaþings. Efnt er til þess með nýstárlegum hætti sem hvergi hefur áður verið. Vonum að þar spretti fram brýnar vel rök- studdar tillögur um stjórnskipun landsins. Samspil valdsviðanna Stjórnarskrá Haukur Sigurðsson sagnfræðingur Líklegt er þó að ákveðið verði að þjóðar- atkvæðagreiðsla muni fara fram um endur- skoðaða stjórnaskrá áður en hún gengur í gildi Annar fylgifiskur ráðherra- ræðisins á Alþingi er að sjálfstæðar, hreinskilnar og heiðarleg- ar umræður hafa kafnað. Einbýlishúsalóðir í ralan i l s l ilb ðs r s r r l s b r l óða r lla r 3139 Sigríður er víðsýn, réttsýn, óháð hagsmunasamtökum og býður fram reynslu af starfi með öðrum við lausn flókinna úrlausnarefna. Stjórnarskrá lýsir því hvernig kjörnir fulltrúar þiggja vald frá almenningi , hvernig almenningur lítur eftir valdinu og endurheimtir það til að kjósa sér nýja fulltrúa. Tryggja þarf skýran aðskilnað framkvæmdavalds , löggjafarvalds og dómsvalds . Tryggja þarf borgurum jafnan rétt fyrir lögum og frelsi til að leita hamingjunnar á eigin forsendum. Sjá nánar á www.svipan.is Þessi auglýsing er að frumkvæði og á kostnað undirritaðs: Jóhannes Gíslason, Miðtúni 56, 105 Reykjavík. Tryggjum Sigríði sæti á Stjórnlagaþingi og merkjum 3139 ofarlega á seðilinn.Sigríði Ólafsdóttur á Stjórnlagaþing!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.