Fréttablaðið - 25.11.2010, Blaðsíða 24
24 25. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR
Í fyrri hluta umfjöllunar minnar um hvernig stemma megi stigu
við nauðgunum, sem birtist hér í
Fréttablaðinu í gær, var m.a. fjall-
að um forvarnir og gildi þeirra, nýtt
samskiptamynstur fólks og tengsl
þess við sönnunarstöðu í nauðgun-
armálum og ungmenni í áhættu-
hópi.
Hvað er þá til ráða? Ungmenni á
Íslandi byrja snemma að stíga sín
fyrstu skref í samskiptum við hitt
kynið. Það þarf því að brýna fyrir
þeim í hverju eðlileg samskipti séu
fólgin með fræðslu sem þarf að vera
viðvarandi. Á ég þá við fræðslu um
dagleg samskipti kynjanna, gagn-
kvæma virðingu og kynferðisleg
samskipti. Í því sambandi sé lögð
megináhersla á gagnkvæman vilja
og samþykki. Fróðlegt væri að gera
skoðanakannanir á meðal ungmenna
á því hvað þau telja vera „eðlilegt“ í
dag. Það segir sig nefnilega sjálft að
hafi þau skakka mynd af því sem er
eðlilegt nú er það líklegra en ekki
til fylgja þeim út þeirra fullorðins-
ár. Skoða þarf hvort ekki sé tíma-
bært að endurskoða samræmda
skólanámskrá en bent hefur verið
á að styrkja þurfi bæði kennara og
foreldra til þess að geta rætt opin-
skátt við ungmenni um kynhegðun.
Þá þarf að leggja áherslu á rétt við-
brögð ef nauðgun á sér stað en það
er veigamikið atriði. Er þá bæði átt
við að tryggja sönnunargögn og að
vita hvert skuli leitað eftir hjálp.
Til fróðleiks má taka saman
nokkra punkta sem eru þörf áminn-
ing:
•Berðu virðingu fyrir sjálfum þér
og öðrum. Ekki samþykkja það sem
þú vilt ekki gera og ekki þrýsta á
einhvern annan til þess að gera eitt-
hvað sem þú telur hann ekki vilja
gera. Sértu í vafa, slepptu því.
•Ekki tala í hálfkveðnum vísum
er þú lætur vilja þinn í ljós – sendu
skýr skilaboð ef þess er nokkur
kostur.
•Þú mátt segja „nei“ jafnvel
þótt þú sért með því að skipta um
skoðun.
•Ekki láta undan þrýstingi um
að hitta einhvern eða fara með
einhverjum sem þú þekkir ekki,
farðu aldrei ein/einn.
•Ekki taka þátt í neinu sem þú
sérð að er rangt. Taktu afstöðu með
þeim sem hallar á.
•Mundu að fara vel með áfengi
og verðir þú viðskila við vinahóp
eftir að áfengis hefur verið neytt
skaltu fá einhvern sem þú treystir,
helst fjölskyldu, til þess að fylgja
þér heim.
•Ekki senda myndir af þér
fáklæddri/-um eða sýna þig þannig
í vefmyndavél. Þú veist aldrei hvert
efnið getur farið að lokum eða í
hvaða tilgangi það er notað.
•Mundu að vista samskipti þín á
netinu.
•Ekki hika við að leita ráða og/
eða hjálpar.
Við getum öll verið sammála því
að hlúa þurfi að og veita þolend-
um nauðgana nauðsynlega aðstoð.
Á þetta við hvort sem þeir taka
ákvörðun um að kæra verknaðinn
eða ekki. Í þessu sambandi hvílir
mikil ábyrgð á þeim sem fyrst fá
upplýsingar eða grunar að nauðgun
hafi átt sér stað.
Áhrifaríkasta aðferðin að mínu
mati við að stemma stigu við nauðg-
unum er forvarnir. Í því sambandi
má nefna að þörf er á opinni og
upplýstri umræðu þar sem fjallað
er um nauðganir á málefnalegan
hátt og frá ýmsum hliðum. Það er
nefnilega staðreynd að fjaðrafok og
rangtúlkanir eru aðeins til þess að
draga kjarkinn úr fólki. Þeir aðilar
sem koma að þessum málum þurfa
að viðurkenna hlutverk hvors ann-
ars og treysta því að unnið sé af hei-
lindum.
Nauðsynlegt er að forvarnir nái
til barna strax á grunnskólastigi
þar sem það að stemma stigu við
nauðgunum er gert að markmiði
vinnunnar. Slíkt forvarnastarf þarf
að vera öflugt og í takt við þá vinnu
sem SAFT hratt af stað í tengslum
við örugga netnotkun. Slíkt verkefni
væri hverrar krónu virði.
Þá þarf forvarnastarf einnig
að ná til fullorðinna einstaklinga.
Skyndikynni eru mjög algeng í dag
og eiga sér því miður allt of oft stað
þegar dómgreindin er skert, t.d.
vegna neyslu áfengis. Einnig hefur
„stefnumótamenning“ rutt sér til
rúms með tilkomu samskiptasíðna.
Þar er boðið upp á nánast hvað sem
er og gengið út frá því að fólk gangi
með opnum huga til leiks.
Efla þarf miðlæga deild lögregl-
unnar sem sinnir kynferðisbrota-
málum. Eins og sakir standa og
vegna sparnaðar í kerfinu er upp-
bygging deildarinnar í dag ekki
eins og að var stefnt. Miklu af upp-
lýsingum og þekkingu er fyrir að
fara í deildinni sem nauðsynlegt er
að greina og vinna úr. Að mínu mati
væri kostur að sérstakur forvarna-
fulltrúi starfaði í deildinni eða í
tengslum við deildina, sem sinnti
þessum málum eingöngu.
Að sjálfsögðu er lögreglan reiðu-
búin til þess að leggja sitt að mörk-
um til þess að stemma stigu við
nauðgunum.
Að stemma stigu við nauðgunum – skref í rétta átt
Kynferðisbrot
Sigríður J.
Hjaltested
aðstoðarsaksóknari hjá
lögreglustjóranum á
höfuðborgarsvæðinu
Áhrifaríkasta aðferðin að mínu mati
við að stemma stigu við nauðgunum er
forvarnir.
Skammdegið færist yfir og skuggi Hrunsins hvílir enn yfir þjóð
okkar. Allt bendir til að svo muni
verða enn um hríð. Eins og útlitið
er nú mun hátíð ljóssins ekki hrekja
hann burt. Það er vaxandi fátækt í
ríku landi! Þetta er þverstæða en
engu að síður raunveruleiki. Það eru
tvær raðir að myndast. Önnur held-
ur uppi ímynd velmegunar en hin
er raunveruleiki skugga, óhreinu
börnin hennar Evu.
Á haustdögum hafa færri fengið
Frostrósarmiða en vildu. Langar
biðraðir mynduðust. Fólk vílaði ekki
fyrir sér að standa í röð til að verða
sér úti um glæsilega söngveislu með
úrvals söngvurum þjóðarinnar.
Við heyrum að upppantað sé á
jólahlaðborðin. Sem betur fer geng-
ur lífið á Íslandi sinn vanagang.
Það hefur ekkert breyst, eða hvað?
Jú, það er annað fólk í öðrum röðum.
Biðraðir upp á marga tugi metra eru
hvarvetna þar sem sjálfboðaliðar
útdeila mat. Viku eftir viku teyg-
ir biðröðin sig lengra og lengra út
í kuldann. Undarlega stutt er síðan
þessi þjóð norður við heimskauts-
baug gortaði af því að vera komin
fram úr Norðurlöndunum á mæli-
kvarða velmegunar. Hugmynda-
fræðingar litu til Bandaríkjanna
til að finna nógu glæsilegan sam-
anburð.
Draumsýnin sem vonir stóðu til
að rættist í almennum glæsileik
varð ekki að veruleika. Nærtækara
væri að tala um martröð frekari
misskiptingar þar sem bláfátæk-
ir eru nú meðal okkar en einnig
ofsaríkir. Þannig erum við líklega
eftir allt saman eins og stórþjóðin í
vestri. En ekki einu sinni þar fáum
við að vera fremst meðal jafningja.
Bandaríkin eru komin lengra en við
í því að mæta fátæktinni með súpu-
eldhúsum og matarmiðum. Okkar
fólk stendur enn úti í kuldanum.
Jafnvel þótt tekist hafi að verja
kaupmátt þeirra sem verst standa
umfram hinna duga lægstu laun
og bætur engan veginn fyrir
nauðþurftum. Allt annað en laun
og bætur hækkar. Við höfum
glutrað niður því sem við vorum
hvað stoltust af sem þjóð, nokkuð
jöfnum hlut fólksins í landinu.
Á undanförnum áratugum var
hér tiltölulega lítil misskipting. Þá
horfðum við í forundran á andstæð-
urnar í Bretlandi og Bandaríkjun-
um og skildum ekkert í margföldum
launamun. Nú erum við engu skárri.
Auk þess höfum við orðið okkur til
skammar í alþjóðasamfélaginu.
Það líður að jólum. Það er alltaf
sárt að standa í biðröð eftir mat. Það
er jafnvel enn erfiðara um jólaleyt-
ið. Það er kalt og dimmt. Stingurinn
í brjóstinu meiri en á öðrum tíma
ársins yfir því að geta ekki séð um
sig og börnin sín eins og vert væri.
Það er átakanlegt að verða vitnin að
röðunum. Mótsögnin við friðar- og
kærleiksboðskap jólanna er hróp-
andi. Við eigum ekki og megum
ekki loka augunum fyrir vaxandi
misskiptingu. Hvernig viljum við
mæta framtíðinni? Er betra að vera
í tveim röðum en einni?
Anna Sigríður Pálsdóttir
Arnfríður Guðmundsdóttir
Baldur Kristjánsson
Hjalti Hugason
Pétur Pétursson
Sigrún Óskarsdóttir
Sigurður Árni Þórðarson
Sólveig Anna Bóasdóttir
Tvær raðir
Fyrir nokkrum árum kom sr. Hjörtur Magni Jóhannsson,
prestur í Fríkirkjunni í Reykjavík,
í heimsókn síðla sumars í Heydali.
Hann var þá sóknarprestur í Þjóð-
kirkjunni. Á meðan á heimsókn-
inni stóð bárust tíðindi um stórt
skriðufall sem lokaði þjóðvegin-
um í Kambaskriðum sem skilja að
Breiðdalsvík og Stöðvarfjörð. Við
fórum saman á vettvang til að skoða
aðstæður og blasti þá við hrika-
leg sjón þar sem blautur aurinn
úr snarbröttu fjallinu lá yfir veg-
inum á löngum kafla og hefti alla
för. Síðar komu dugmiklir verka-
menn frá Vegagerðinni með sín
tól og tæki og opnuðu veginn, sem
er lífæð fyrir samskipti fólksins í
nálægðum byggðum.
Ég ber mikla virðingu fyrir göf-
ugu og þróttmiklu starfi fríkirkn-
anna sem á rætur að rekja í hug-
sjón innan Þjóðkirkjunnar á síðasta
áratug 19. aldar og laut að skipulagi
kirkjunnar, en ekki að kenningum
eða játningum. Þess vegna varð allt-
af traust samstarf á milli fríkirkna
og Þjóðkirkjunnar, þær
nutu sambúðar í hvívetna
og gera enn m.a. með því
að Biskup Íslands vígir
presta til þjónustu við frí-
kirkjurnar, fylgja sömu
Handbók og helgisiðum,
styðjast við sömu sálma-
hefð og nýta ýmis hjálpar-
gögn til styrktar þjónust-
unni sem Þjóðkirkjan sér
um að gefa út. Samstarf-
ið hefur náð langt út yfir
þetta, verið heilt og traust til heilla
fyrir kristni og menningu.
En nú finnst mér eins og skriða
hafi fallið á veginn sem tengir Þjóð-
kirkjuna og Fríkirkjuna í Reykja-
vík. Skriðunni lýsir sr. Hjörtur
Magni í stóryrtri gagnrýni í garð
Þjóðkirkjunnar, finnur henni flest
til foráttu og dregur ekkert undan.
Ég virði málefnalegar skoðanir
hans um skipulag kirkjumála þó að
ég sé þeim ekki öllum sammála, en
á erfitt með að skilja tilfinninga-
ríku öfgarnar í málflutningi hans
sem gera lítið úr Þjóðkirkjunni,
öllu hinu fjölþætta starfi sem hún
stendur fyrir um land allt og hinum
fjölmörgu sem þar standa að verk-
um. Ekki styrkir slík óverðskuld-
uð ádeila kristni og menningu. Ef
ágreiningur er á milli kirkjudeild-
anna væri nær að setjast niður og
ræða þau mál, komast að niður-
stöðu svo friður megi
ríkja. Langtum fleira
sameinar en sundrar.
Það þekkir fríkirkju-
fólkið af reynslunni með
þjóðkirkjufólkinu árum
saman.
Nú þarf að einhenda
sér í að hreinsa skriðuna
af veginum sem er lífæð
í samskiptum Fríkirkj-
unnar í Reykjavík og
Þjóðkirkjunnar. Vegið
er að kristinni menningu um þess-
ar mundir í þjóðlífinu, lýðskrum og
innanát ágerist sem elur á sundr-
ungu og ósamlyndi. Trúfélögin fara
ekki varhluta af pólitískri ágengni
með stöðugri skerðingu Alþingis á
félagsgjöldunum sem nálgast 40%
á þremur árum ef yfirlýst skerðing-
aráform samkvæmt fjárlagafrum-
varpi ná fram að ganga. Það er ein-
stakt að Alþingi taki í ríkissjóð af
félagsgjöldum frjálsra félaga sem
trúfélögin eru að meðtalinni Þjóð-
kirkjunni.
Kristin trúfélög þurfa að standa
saman, varðveita og efla kristna
menningu í þjóðlífinu, stuðla að
einingu á meðal þjóðar og vekja
með fólki bjartsýni og von. Þar
verða Þjóðkirkjan og Fríkirkjan
í Reykjavík að vera saman hönd í
hönd á greiðfærum vegi og rækta
gróandi samstarf.
Skriðan
Þjóðkirkjan
Gunnlaugur
Stefánsson
sóknarprestur í
Heydölum
Ég vil þakka séra Erni Bárði Jónssyni sneiðarnar í Frétta-
blaðinu 18. nóvember sl. í grein
hans „Skoðanir úr skólum?“ Mér
varð á að skrifa grein þar sem
ég tók undir þá stefnu Mennta-
sviðs Reykjavíkur að forðast
beri aðstæður í skólum þar sem
börn eru tekin út úr hópnum eða
skylduð til að taka þátt í atburð-
um sem ekki samrým-
ast trúar- eða lífsskoð-
un þeirra. Ég ítrekaði
að sjálfsagt væri að
fræða börn um trúar-
brögð og þá sér í lagi
kristni hér á landi en
samt segir Örn Bárð-
ur í „svari“ sínu um
mig: „Þessi ákafi trú-
maður virðist vilja
koma allri umræðu
um trú og lífsskoðanir
út úr skólum borgar-
innar og væntanlega
landsins alls.“ Hugsið
ykkur.
En rangfærslurnar eru rétt að
byrja því sérann ætlar mér og
öðrum einmitt að vilja það sem við
berjumst gegn, að börn okkar séu
tekin út úr hópnum vegna trúar-
skoðana. Um þann strámann segir
presturinn í heilagri hneykslan:
„Í ljósi málflutnings trúmanna í
Vantrú og Siðmennt sem eiga börn
í skólum, spyr ég, hvort yfirvöld
þurfi ekki að sjá til þess að slíkt
fólk haldi börnum sínum ekki í
skoðana-gettói og meini þeim að
kynnast viðhorfum annarra?“
„Drómaduld, lokunarlosti og
haftahugnun Reynis og hans skoð-
anabræðra er mér ekki að skapi.“
Enn er trú klínt á trúlausa, efast
um uppeldishæfileika þeirra og
mér eignaðar annarlegar hvatir.
Sem foreldri, formanni Vantrúar
og sálfræðingi, sem hefur þar að
auki unnið í barnavernd, er mér
misboðið.
Ef skólinn gætir þess að fara
ekki út fyrir hlutverk sitt og
fræðir börn um trú í stað þess að
boða þeim, innræta eða láta þau
iðka trú er engin þörf á að taka
neinn út úr hópnum vegna trúar-
skoðana. Slíkt kallast mismunun
og er bannað með lögum. En Örn
Bárður sér ekkert athugavert við
trúboð í skólum (brot á aðalnáms-
krá) og mismunun vegna trúar-
skoðana (brot á lögum um leik-
og grunnskóla). Um það sagði
hann svo smekklega í Fréttablað-
inu 11. nóv. sl.: „Það hefur alltaf
haft kostnað í för með sér að til-
heyra minnihlutahópi. Þessi nálg-
un, „vesalings ég og börnin mín“,
virkar ekki sannfærandi. Þú verð-
ur bara að kyngja því að börn-
in þín uppgötvi að þau tilheyri
minnihlutahópi ef þú hefur valið
sjálfum þér og þeim lífskoðanir
minnihlutans.“
En það kveður við falskan tón
þegar prestur sver af sér að hafa
„talað um að Gídeon-menn fari
með bænir í skólum” þótt hann
viðurkenni að hafa „talað fyrir
því að þeir gefi börnum NT“. Ekki
tekur hann svo djúpt í árinni að
hann sé á móti bænalestrinum
en það liggur í orðanna
hljóðan. Er þá eitthvað
athugavert við bænalest-
ur Gídeon-manna? Er
börnum ekki hollt að sjá
hvernig menn, sem kenna
sig við fégráðugan fjölda-
morðingja og fjölkvæn-
ismann í Gamla Testa-
mentinu, tala við guðinn
sinn og taki þátt í því?
Blundar „drómaduld, lok-
unarlosti og haftahugn-
un“ í ranni sérans sjálfs
eða veit hann að trúboð á
ekkert erindi í skóla?
Í grein minni benti
ég á að enn eru börn skráð við
fæðingu í trúfélag móður þótt
slíkt brjóti gegn jafnréttislög-
um og sé í hæsta máta óeðlilegt.
Um það segir presturinn: „Varð-
andi skráningu barna í trúfélag
móður þá senda prestar mánað-
arlega skýrslur um skírð börn í
sínu prestakalli til Þjóðskrár.“ En
skírn er eitt og skráning annað.
Undarlegt að prestar skuli ekki
vita það.
Örn Bárður kallar það síðan
lyga- og áróðurstuggu að ríkið
haldi úti einu trúfélagi en á næstu
síðu blaðsins þennan dag kallaði
séra Hjörtur Magni Jóhannsson
Þjóðkirkjuna orðrétt „ómynduga
ríkisrekna trúmálastofnun“.
Eins og hæfir efninu lýkur Örn
Bárður grein sinni á leikskólaplan-
inu og segir: „Kirkjan mun ávallt
leitast við að standa á sannleikan-
um og hún mun alltaf lifa því hann
sem er „vegurinn, sannleikurinn
og lífið“ er með henni í verki.
Hann er sigurvegarinn og mun
að lokum sigra vélráð og vonsku
heimsins, vonleysi og vantrú.“
Kannski má ég teljast sæll fyrst
prestur vill stimpla mig trúaðan,
efast opinberlega um foreldra-
hæfni mína og lýgur upp á mig
vélráðum og vonsku í nafni þess
sem sagði: „Sælir eruð þér, þá
er menn smána yður, ofsækja og
ljúga á yður öllu illu mín vegna.“
Lygi í nafni sannleikans
Skóli og kirkja
Reynir
Harðarson
formaður Vantrúar
Sérann ætlar
mér og öðr-
um einmitt
að vilja það
sem við berj-
umst gegn
Ég ber mikla
virðingu fyrir
göfugu og
þróttmiklu
starfi frí-
kirknanna
Aðventan
Átta
guðfræðingar
skrifa