Fréttablaðið - 25.11.2010, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 25.11.2010, Blaðsíða 43
em kvenna 2010 ●FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2010 9 Þorbjörg Jóhanna Gunnarsdóttir heitir konan bak við tjöldin í kvennalandslið- inu. Hún er liðsstjóri og auk þess er hún eina konan á skrifstofu HSÍ. „Áhuginn á keppnisíþróttum byrjaði hjá mér í gegnum börnin en sjálf hef ég ekki stundað þær,“ segir Þorbjörg Gunnarsdóttir, sem kveðst eiga þrjú börn og öll íþróttum. „Þegar elsti strákurinn sem nú er kominn í meistarflokk í fótbolta fór að æfa þá byrjaði ég í foreldrastarfi og svo tók sá næsti við. Þá var ég stundum liðsstjóri í ferðum á Shell- mót og fleiri slík. Það vatt upp á sig þannig að nú er ég orðinn liðsstjóri kvennalands- liðsins í handbolta og hef verið frá því Júlíus Jónasson tók við þjálfarastarfinu 2006.“ Hún á þó ekki dóttur í liðinu. „Ég á eina stelpu í handbolta en hún er þrettán ára og ekki komin svona langt,“ segir hún brosandi. Þorbjörg kveðst hafa verið á skrifstofu HSÍ með annan fótinn síðan 2002. „Ég byrj- aði sem sjálfboðaliði og svo hef ég aðeins bætt í,“ segir hún og er í framhaldinu beðin að lýsa starfi sínu sem liðsstjóra. „Ég sé til þess að hópurinn fái það sem hann van- hagar um í keppnis- og æfingafatnaði, mál- tíðir séu í lagi og allur aðbúnaður á ferða- lögum og að æfingatímar standist. Þetta er heilmikið starf en voða skemmtilegt. Ég er bara hluti af hópnum. Við reynum að peppa hvert annað upp, styðja við bakið hvert á öðru og gera það sem gera þarf,“ segir hún. Viðurkennir þó að vinnutíminn sé ansi óreglulegur og segir það ekki síst bitna á fjölskyldunni. Menntun Þorbjargar í hjúkrunarfræði nýtist henni á ýmsan hátt sem liðsstjóra, að eigin sögn, þó hún hafi ekki unnið við hana síðan 1992. „Það er betra að vita hvernig líkaminn er uppbyggður þegar upp koma meiðsli í hópnum,“ útskýrir hún en kveðst ekki vilja kalla sig sálusorgara liðsins. „Auðvitað hefur alveg komið fyrir að ég hef tekið utan um stelpurnar og leyft þeim að pústa,“ segir hún en gerir ekkert úr deilum innan hópsins. „Vitanlega geta komið upp einhver ágreiningsmál eins og í öllum hópí- þróttum. En öll stefnum við einbeitt að sama marki.“ Þorbjörg hefur farið í fimm utanlands- ferðir á þessu ári með landsliðinu og fram undan er törn. Sér hún fyrir sér einhvern jólaundirbúning heima? „Ég er búin að baka smákökurnar en það er ljóst að ekki verður tekin nein jólahreingerning. Þetta starf mitt gengi ekki upp nema af því ég á góðan mann og frábær börn sem skilja hvað ég er að gera.“ Stefnum öll einbeitt að sama marki Liðsstjórinn Þorbjörg reynir að mæta á allar æfingar hjá landsliðinu og nú eru strangir dagar fram undan hjá stelpunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM www.kfc.is Þökkum stuðninginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.