Fréttablaðið - 25.11.2010, Síða 43

Fréttablaðið - 25.11.2010, Síða 43
em kvenna 2010 ●FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2010 9 Þorbjörg Jóhanna Gunnarsdóttir heitir konan bak við tjöldin í kvennalandslið- inu. Hún er liðsstjóri og auk þess er hún eina konan á skrifstofu HSÍ. „Áhuginn á keppnisíþróttum byrjaði hjá mér í gegnum börnin en sjálf hef ég ekki stundað þær,“ segir Þorbjörg Gunnarsdóttir, sem kveðst eiga þrjú börn og öll íþróttum. „Þegar elsti strákurinn sem nú er kominn í meistarflokk í fótbolta fór að æfa þá byrjaði ég í foreldrastarfi og svo tók sá næsti við. Þá var ég stundum liðsstjóri í ferðum á Shell- mót og fleiri slík. Það vatt upp á sig þannig að nú er ég orðinn liðsstjóri kvennalands- liðsins í handbolta og hef verið frá því Júlíus Jónasson tók við þjálfarastarfinu 2006.“ Hún á þó ekki dóttur í liðinu. „Ég á eina stelpu í handbolta en hún er þrettán ára og ekki komin svona langt,“ segir hún brosandi. Þorbjörg kveðst hafa verið á skrifstofu HSÍ með annan fótinn síðan 2002. „Ég byrj- aði sem sjálfboðaliði og svo hef ég aðeins bætt í,“ segir hún og er í framhaldinu beðin að lýsa starfi sínu sem liðsstjóra. „Ég sé til þess að hópurinn fái það sem hann van- hagar um í keppnis- og æfingafatnaði, mál- tíðir séu í lagi og allur aðbúnaður á ferða- lögum og að æfingatímar standist. Þetta er heilmikið starf en voða skemmtilegt. Ég er bara hluti af hópnum. Við reynum að peppa hvert annað upp, styðja við bakið hvert á öðru og gera það sem gera þarf,“ segir hún. Viðurkennir þó að vinnutíminn sé ansi óreglulegur og segir það ekki síst bitna á fjölskyldunni. Menntun Þorbjargar í hjúkrunarfræði nýtist henni á ýmsan hátt sem liðsstjóra, að eigin sögn, þó hún hafi ekki unnið við hana síðan 1992. „Það er betra að vita hvernig líkaminn er uppbyggður þegar upp koma meiðsli í hópnum,“ útskýrir hún en kveðst ekki vilja kalla sig sálusorgara liðsins. „Auðvitað hefur alveg komið fyrir að ég hef tekið utan um stelpurnar og leyft þeim að pústa,“ segir hún en gerir ekkert úr deilum innan hópsins. „Vitanlega geta komið upp einhver ágreiningsmál eins og í öllum hópí- þróttum. En öll stefnum við einbeitt að sama marki.“ Þorbjörg hefur farið í fimm utanlands- ferðir á þessu ári með landsliðinu og fram undan er törn. Sér hún fyrir sér einhvern jólaundirbúning heima? „Ég er búin að baka smákökurnar en það er ljóst að ekki verður tekin nein jólahreingerning. Þetta starf mitt gengi ekki upp nema af því ég á góðan mann og frábær börn sem skilja hvað ég er að gera.“ Stefnum öll einbeitt að sama marki Liðsstjórinn Þorbjörg reynir að mæta á allar æfingar hjá landsliðinu og nú eru strangir dagar fram undan hjá stelpunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM www.kfc.is Þökkum stuðninginn

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.