Fréttablaðið - 25.11.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 25.11.2010, Blaðsíða 10
10 25. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR HEILBRIGÐISMÁL Greiðslur sjúkra- dagpeninga úr sjúkrasjóði VR lækkuðu um tæplega 140 milljón- ir króna milli ára. Námu þær 365 milljónum fyrstu tíu mánuði ársins en 505 milljónum á sama tímabili í fyrra. Er munurinn 28 prósent. Kristinn Örn Jóhannesson, for- maður VR, segir mynstrið klass- ískt. Þekkt sé að ásókn í sjúkra- sjóði aukist í kjölfar kreppu og annarra áfalla á vinnumarkaði og því hafi ekki komið á óvart að greiðslurnar hafi stórhækkað á síðasta ári frá því sem var áður. Lækkunin nú sé til marks um að ástandið hafi batnað en framhald- ið sé vissulega óljóst vegna óvissu í efnahags- og atvinnumálum. Önnur saga er sögð á Akranesi. Í frétt frá Verkalýðsfélagi Akraness segir að greiðslur sjúkradagpen- inga hafi hækkað um 123 prósent á milli ára. Það sem af er árinu hefur sjúkrasjóður félagsins greitt út 23 milljónir króna í dagpeninga en á sama tíma í fyrra nam fjárhæðin tíu milljónum. „Ugglaust skýrir ástandið á vinnumarkaðnum þessa miklu aukningu og bendir margt til þess að heilsufar félagsmanna hafi í kjölfar kreppunnar versnað þónokkuð ef tekið er tillit til þess- arar miklu aukningar á greiðslum úr sjúkrasjóði félagsins,“ segir í fréttinni. - bþs Sjúkradagpeningagreiðslur VR hafa lækkað aftur eftir stórhækkun í kjölfar hruns: Lækka hjá VR en hækka á Akranesi VILHJÁLMUR BIRGISSON KRISTINN ÖRN JÓHANNESSON ...vegna þess að hann hefur einstaka hæfileika til að sjá hlutina í víðu samhengi.“ Helga Barðadóttir, stjórnsýslufræðingur ...til stjórnlagaþings. Einmitt maðurinn sem við þurfum þar." Björn Karlsson, brunamálastjóri „Ég styð Þorkel Helgason ... www.thorkellhelgason.is 1. val 2. val 2 8 5 3 0,20% 0,25% 3,45% S 24 E R Í EI G U B Y R S Samanburður debetreikninga* KALKÚNN SEM LIFIR Dagar þessa kalkúns eru ekki taldir þrátt fyrir þakk- argjörðardag í Bandríkjunum í dag, þegar kalkúnakjöt er haft á borðum. Bandaríkjaforseti náðar jafnan einn kalkún ár hvert. NORDICPHOTOS/AFP NÝJA-SJÁLAND, AP Engin von er nú talin til þess að 29 námuverka- menn, sem lokuðust inni við sprengingu í námugöngum á föstu- dag, finnist á lífi. Önnur sprenging varð í göngunum í gær. „Þetta er þjóðarharmleikur,“ sagði John Key, forsætisráðherra Nýja-Sjálands. Fánar verða dregn- ir í hálfa stöng í dag og þingfund- ir falla niður vegna atburðanna í Pike River-námunni, sem þjóðin hefur fylgst grannt með undan- farna daga. Báðar sprengingarnar voru mjög öflugar. Talið er að eldfimt eiturgas í göngunum hafi vald- ið sprengingunum, en sama gasið varð einnig til þess að björgunar- menn komust ekki inn í göngin til að bjarga þeim námuverkamönn- um sem hugsanlega voru á lífi eftir fyrri sprenginguna. Peter Whittal, framkvæmda- stjóri námunnar, segir aðstæðurn- ar í göngunum hafa verið þannig að seinni sprengingin hefði getað orðið hvenær sem var. Aðgerð- ir sem gripið var til í von um að bjarga mönnum út úr námunni hafi ekki orðið til þess að hrinda af stað sprengingu. „Þetta var náttúruleg atburða- rás. Þetta hefði getað gerst á öðrum degi eða þriðja degi,“ sagði hann. Aðstandendur námumannanna höfðu safnast saman á dagleg- an upplýsingafund og voru bjart- sýnir á aðgerðir til að bjarga þeim þegar fréttir bárust af seinni sprengingunni. Whittal fékk það hlutverk að segja fólkinu tíðindin en þegar hann byrjaði á að segja að björg- unarmenn hefðu verið í þann veginn að búa sig undir að fara inn í námuna brutust út mikil fagnaðarlæti. „Ég þurfti að bíða þangað til fólkið var búið að klappa til að segja þeim að seinni sprengingin hefði orðið,“ sagði hann. Sumir ættingjanna féllu þá saman en aðrir reiddust lögregl- unni. „Þetta er okkar versti dagur,“ sagði Tony Kokshoorn, bæjarstjóri í Greymouth, sem er skammt frá námunni. Slysið er eitt versta námuslys í sögu Nýja-Sjálands. Námuvinnsla hefur verið stunduð þar í 114 ár og hefur hún kostað 210 manns lífið allan þann tíma, að meðtöldum þeim sem nú fórust í Pike River- námunni. gudsteinn@frettabladid.is Námumenn allir taldir af Eftir að önnur sprenging varð í námugöngunum á Nýja-Sjálandi þykja engar líkur til þess að nokkur finnist á lífi. Þjóðarsorg er á Nýja-Sjálandi í dag. ÆTTINGJAR SYRGJA Við tíðindin af seinni sprengingunni féllu sumir aðstandenda námumannanna saman. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ALÞINGI Bolungarvíkurkaupstaður hefur óskað eftir að 81 milljón- ar króna skuld við Íbúðalánasjóð verði afskrifuð. Í byrjun síðasta árs felldi sjóður- inn niður 73 milljónir af 146 millj- óna króna skuld sveitarfélagsins. Afangurinn var frystur í eitt ár. Nú vill Bolungarvíkurkaupstað- ur að það sem eftir er verði líka afskrifað. Ekki hefur verið tekin afstaða til þess. Þetta kemur fram í svari félags- og tryggingamálaráðherra við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur Framsóknarflokki. Fyrirspurnin lýtur að skuldum sveitarfélaga hjá Íbúðalánasjóði vegna kaupa þeirra á félagslegu húsnæði. Fram kemur að sveitarfélögin skuldi sjóðnum 44 milljarða og að um sjö og hálf milljón sé í van- skilum. Vigdís spyr sérstaklega um afskriftir skulda sveitarfélaga. Í svarinu segir að skuldir sveitar- félaga við sjóðinn séu afskrifaðar eftir að eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaganna hefur óskað eftir því vegna erfiðrar fjárhagsstöðu viðkomandi sveitarfélags. Árið 2002 hafi verið afskrifaðar 84 milljónir hjá Vesturbyggð, árin 2003 og 2006 hafi samtals 38 millj- ónir hjá Ísafjarðarbæ verið afskrif- aðar og 2005 hafi verið afskrifað- ar 37 milljónir hjá Hríseyjarhreppi þegar hann sameinaðist Akureyri. - bþs ÍLS hefur afskrifað skuldir fjögurra sveitarfélaga: Bolvíkingar vilja fá skuld afskrifaða PÓLLAND, AP Stjórnlagadómstóll Pól- lands hefur komist að þeirri niður- stöðu að Lissabonsáttmáli Evrópu- sambandsins brjóti ekki í bága við stjórnarskrá Póllands. Nokkrir þingmenn úr íhalds- flokknum Lög og réttlæti, sem er næststærsti stjórnmálaflokkur landsins, vísuðu því til stjórnlaga- dómstóls hvort það teldist brot á fullveldi landsins að lög Evrópu- sambandsins gætu verið æðri landslögum. Þrátt fyrir áhyggjur íhaldsmanna á þingi er stuðning- ur við Evrópusambandið mikill í Póllandi. - gb Stjórnlagadómstóll Póllands: Fullveldi ekki rofið með ESB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.