Fréttablaðið - 25.11.2010, Blaðsíða 63
FIMMTUDAGUR 25. nóvember 2010 43
Leikarinn John Travolta og kona
hans Kelly Preston eignuðust heil-
brigðan strák í vikunni og hefur
hann fengið nafnið Benjamin.
Aðeins tvö ár eru frá því að
hjónin misstu sextán ára son sinn
Jett á meðan þau voru í fríi á Bah-
amaeyjum. Jett þjáðist af ein-
hverfu en flogaveikiskast orsakaði
dauða hans. Parið er í skýjunum
með nýjustu viðbótina í fjölskyld-
una en þau eiga einnig dótturina
Ellu sem er ellefu ára gömul.
John Travolta
faðir á ný
Í HAMINGJUKASTI John Travolta og Kelly
Preston eignuðust heilbrigðan son í
vikunni en tvö ár eru síðan þau misstu
sextán ára son sinn Jett. NORDICPHOTOS/GETTY
Tónlist ★★★
Bara plata
Ísgerður
Fín barnaplata
Bara plata er ellefu laga barna-
plata með Ísgerði Gunnarsdóttur.
Ísgerður semur textana, en lögin
eru ýmist samin af Gnúsa Yones
sem stjórnar upptökum, eða af
Ísgerði og Gnúsa saman. Það eru
mörg fín lög og textar á Bara plata
og útsetningarnar yfir það heila
vel heppnaðar. Ísgerður er enginn
nýliði hvað barnaefni varðar og
það heyrist á plötunni. Hún var
í hlutverki Snæfríðar í Stundinni
okkar 2006-2008.
Árið 2010 ætlar að verða fínt
ár fyrir barnaplötur. Bara plata er
ekki alveg jafn skemmtileg fyrir
foreldrana eins og Pollapönk eða
Diskóeyjan, en krakkarnir hafa
mjög gaman af henni. Lögin eru
misgóð, en Út að leika, Njósnafé-
lagið og Sumars bjartur bragur eru
frábær.
Trausti Júlíusson
Niðurstaða: Lífleg barnaplata.
Söngkonan Rihanna viðurkenndi í
viðtali við tímaritið Interview að
hún væri aðeins farin að hugsa um
barneignir og þegar sá tími kæmi
langaði hana aðeins í syni.
„Aldurinn skiptir mig engu. Ég
gæti hugsað mér að verða móðir
eftir ár, það gæti einnig verið eftir
tíu ár. Tíminn þarf bara að vera
réttur. Það er margt sem mig lang-
ar að gera áður en ég eignast börn
þannig að ég er enn að bíða eftir
rétta tímanum,“ sagði Rihanna,
sem vill aðeins eignast syni. „Ef
ég eignaðist dóttur þá yrði hún lík-
lega mjög uppátækjasöm og erfið.
Hún yrði lítill hnoðri af karma.“
Rihanna hefur verið í sambandi
með íþróttamanninum Matt Kemp
frá því í janúar og sást fyrst opin-
berlega til parsins þegar þau voru
saman í fríi í vor.
Vill aðeins stráka
ÁNÆGÐ Rihanna er hamingjusöm í
sambandi og er farin að velta fyrir sér
barneignum. NORDICPHOTOS/GETTY
Hinn léttgeggjaði Axl Rose, söngvari Guns
N‘ Roses, hefur kært tölvuleikjaframleið-
andann Activision, sem framleiðir hina
víðfrægu Guitar Hero leiki. Rose vill fá
tuttugu milljónir dala í skaðabætur frá
fyrirtækinu, en hann fullyrðir að hann
hafi verið gabbaður til að leyfa því að nota
smellinn Welcome to the Jungle í leiknum
Guitar Hero III.
Málið snýst að hluta til um notkun leiks-
ins á persónu sem var gerð eftir Slash,
gítarleikara Guns N‘ Roses. Rose seg-
ist aðeins hafa leyft Activision að nota
lagið ef leikurinn myndi ekki vísa á neinn
hátt í Slash eða hljómsveit hans, Velvet
Revolver.
Í kærunni kemur fram að Rose sakar
Activision um lygar og blekkingar til að
koma á fót einhvers konar samstarfi
milli leiksins og hljómsveitarinnar
Guns N‘ Roses og að samningar hafi
verið sviknir. Hann segir lagið Wel-
come to the Jungle hafa verið notað
sem vopn í þeirri baráttu. Þá segir
hann lagið Sweet Child O‘ Mine,
í flutning Guns N‘ Roses, hafa
verið notað í kynningu á Guitar
Hero III, en hann hafi aðeins
gefið leyfi til að lagið væri
notað í Guitar Hero II.
Axl Rose ræðst á Guitar Hero
FÚLL Axl Rose er ekki á leiðinni í
Guitar Hero-partí á næstunni – það
er víst. Hann vill ekki sjá að Slash
sé að trana sér fram í nafni Guns N‘
Roses.
Gjöfin inniheldur:
Advanced Night Repair – viðgerðardropa, 7ml
Resilience Lift Crème – styrkjandi andlitskrem, 7ml
Pure Color Lipstick – varalit, pink parfait, fulla stærð
Sumtuous Mascara – svartan maskara
Pleasures - ilmvatn
Fallega snyrtitösku
*Verðgildi gjafarinner er ca. 17.100.-
*meðan birgðir endast
Gjöfin þín
Ef þú verslar vörur frá Estée Lauder fyrir 5.900 krónur eða meira,
dagana 25. nóvember – 1. desember í Debenhams.