Fréttablaðið - 25.11.2010, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 25.11.2010, Blaðsíða 45
em kvenna 2010 ● FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2010 11 Sigríður Sigurðardóttir var fyrsta konan sem var útnefnd íþróttamaður ársins á Íslandi. Það var árið 1964 þegar Sigríður hafði verið í boltanum í fimm ár og spilað með Val og lands- liðinu. „Ég spilaði allan minn feril með Val,“ segir Sigríður. „Maður var ekkert að skipta um félag í þá daga. Ég var reyndar á fimmtánda ári þegar ég byrjaði, orðin ansi gömul, en mér gekk vel og var valin í landsliðið ári seinna. Spilaði síðan með landsliðinu alveg þangað til ég hætti árið 1970, eftir að hafa verið á fullu í handboltanum í ellefu ár.“ Sigríður spilaði á miðjunni og var ein aðalskytta liðsins enda hrúguðust mörkin inn þótt þau hafi ekki verið eins mörg og nú þykir eðlilegt. „Boltinn hefur náttúru- lega breyst mjög mikið síðan þá,“ segir hún. „Hraðinn hefur aukist og mörkin eru orðin miklu fleiri í hverjum leik. Ég segi nú stundum að þegar mörkin eru farin að nálg- ast fjörutíu í leik þá er þetta hætt að vera handbolti og orðið eitthvað allt annað. Nú fara menn ekkert af sinni fjöl allan leikinn. Í gamla daga spiluðum við þannig að við fórum á móti og reyndum að taka skotmanneskjurnar úr umferð. Svo var spilað á milli, mjög lítið um hraðaupphlaup.“ Eiginmaður Sigríðar, Guðjón Jónsson, var einnig í landsliðinu bæði í handbolta og fótbolta, en hann er gallharður Framari, hvern- ig fór það saman? „Það hefur heldur betur gengið upp,“ segir Sigríður og hlær. „Það verða fimmtíu ár á næsta ári síðan við giftum okkur.“ Dætur þeirra hjóna, Guðríður, Díana og Hafdís, voru allar áberandi í hand- boltanum um árabil en þær spiluðu allar fyrir Fram. Var það vegna áhrifa frá föðurnum? „Nei, hann réði nú engu um það,“ segir Sigríð- ur. „Við vorum ekkert að stilla þeim upp. Þetta var bara þægilegast. Þær byrjuðu reyndar í ÍR hérna í Breið- holtinu en svo stóð þannig á strætó- ferðum að það lá beinast við að fara á æfingar hjá Fram. Pabbi þeirra fór svo að þjálfa fyrir Fram, þannig að þetta hélst allt í hendur.“ Það þarf lítið að spyrja út í um- ræðuefnin á heimilinu, er það ekki bara bolti og aftur bolti? „Þetta hefur alltaf allt snúist um boltann,“ segir Sigríður. „Og ekki minnkaði það þegar ég fór að vinna hjá KSÍ síðustu sjö árin sem ég vann. Ég er komin á aldur og hætt að mestu en ég kíki nú aðeins niður eftir þegar stóru leikirnir eru, aðeins til að skipta mér af og passa upp á að þetta fari nú allt sómasamlega fram.“ Þetta snýst alltaf allt um boltann Sigríður Sigurðardóttir var valin íþróttamaður ársins árið 1964, fyrst kvenna á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Þökkum stuðninginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.