Fréttablaðið - 25.11.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 25.11.2010, Blaðsíða 8
8 25. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR SJÁVARÚTVEGUR Sex skoskir skip- stjórar, þar af tveir úr samtök- um skoskra uppsjávarveiði- manna, hafa viðurkennt fyrir hæstarétti í Edinborg að hafa veitt og landað ólöglega tugum þúsunda tonna af makríl og síld. Samtök uppsjávarveiðimanna hafa gengið fremst í flokki þeirra sem gagnrýna makríl- veiðar Íslendinga. Ólöglegu landanirnar áttu sér stað á Hjaltlandseyjum á árun- um 2002 til 2005. Alls reynd- ist um 200 brotatilvik að ræða. Aflaverðmætið nemur hátt í þremur milljörðum íslenskra króna eða fimmtán milljónum sterlingspunda. Fram kom við réttinn að brot- in voru þaulhugsað frá hendi útgerðarmanna og vinnsluaðila í landi. - shá Ólögleg veiði viðurkennd: Stórfelld rán- yrkja í Skotlandi Allar verslanir eru sneisafullar af jólavörum, næg bílastæði, góðir veitingastaðir og allir í jólaskapi. Sjáumst - Smáralind JÓLIN ERU KOMIN Í SMÁRALIND Í gjafahandbókinni finnur þú góðar gjafir handa öllum sem þú vilt gleðja um jólin. Skoða má gjafahandbókina á smaralind.is JÓLAGJAFA- HANDBÓK SMÁRALINDAR Einstaklega flott gjöf sem gaman er að gefa og þiggja um jólin. Hægt er að kaupa gjafakort á smaralind.is og fá það sent heim. GJAFAKORT SMÁRALINDAR SAMGÖNGUR Í Bretlandi bíða þús- undir manna enn eftir endurgreiðsl- um og bótum frá flugfélögum sem felldu niður ferðir í vor vegna ösk- unnar frá Eyjafjallajökli. Breska flugmálaeftirlitið hefur sent viðvaranir til flugfélaganna, enda ber þeim bæði að endurgreiða fargjöld og greiða sanngjarnar bætur vegna viðbótarkostnaðar. Breska dagblaðið Daily Mail segir að flugfélög hafi gert viðskipta- vinum eins erfitt fyrir og mögu- legt er. Til að mynda hafi þau ein- hliða og án heimildar sett hámark á greiðslur og margir fái einungis greitt fyrir brot af því fjárhags- tjóni sem þeir urðu fyrir. Einnig sé tölvupóstum ekki svarað, þannig að viðskiptavinir þurfi að hringja í dýr símanúmer til að útskýra mál sitt. Blaðið segir þetta stinga í augu, ekki síst þegar flugfélög á borð við Ryanair og EasyJet hafi nýlega skýrt frá umtalsverðum rekstr- arhagnaði. Þannig hafi hagnaður Ryanair aukist um 17 prósent og verið 452 milljónir punda, sem er tíföld sú fjárhæð sem fyrirtækið segir það hafa kostað sig að fella niður tíu þúsund flugferðir vegna öskunnar. Hagnaður EasyJet reynd- ist þegar upp var staðið 152 millj- ónir punda, þrátt fyrir 65 milljóna kostnað vegna gossins. - gb Bresk flugfélög draga á langinn bótagreiðslur vegna eldgossins í Eyjafjallajökli: Þúsundir bíða enn bótanna SKILA HAGNAÐI Þrátt fyrir tap vegna niðurfellingar flugs skila bresku flugfé- lögin góðum hagnaði. NORDICPHOTOS/AFP UPPLÝSINGATÆKNI Ísland væri eitt mesta ferðamannaland heims ef taldir væru með rafrænir ferða- langar eftir að gagnaver Opera Mini farsímavafrans var tekið í notkun í byrjun þessa mánaðar. Þessu er haldið fram í tilkynningu sem norska hugbúnaðarfyrirtækið Opera Software sendi nýverið frá sér þegar tekin var í notkun þjón- usta Thor Data Center á Íslandi. „Með því að smella á rofa ferð- ast yfir 20 milljónir notenda Opera Mini vafrans í Evrópu, Afríku og Asíu, um Ísland þegar þeir nota farsíma sína til þess að rápa um netið,“ segir í tilkynningu fyrir- tækisins. Opera Mini er sagður vinsælasti farsímavafri í heimi, en yfir 71 milljón manns er sögð nota hann í hverjum mánuði. Vafranum er hægt að hlaða niður af vef Opera án endurgjalds og mun hann gagn- ast yfir 3.000 mismunandi gerðum farsíma, allt frá einföldum símum til hátæknilegra. Slíkan fjölda notenda segja tals- menn Opera kalla á mjög öflugan bakendabúnað. „Risastór gagnaver kalla á mikið umfang vegna orku- notkunar og kælingar. Stöðugt framboð orku og kæling á Íslandi gera staðinn að kjörlendi fyrir gagnaver,“ segir í tilkynningu fyrirtækisins. „Flutningurinn hefur í för með sér margþættan ávinning,“ er haft eftir Jóni S. von Tetzchner, íslenskum stofnanda Opera Soft- ware. Hann bendir á umhverfis- ávinning vegna þess að orkan og kæliaðferðir séu „grænar“, hér á landi sé öll tækni til staðar og fjár- hagssvið Opera gleðjist yfir sparn- aði sem náðst hafi fram. - óká Í LAUGARDAL Rafrænir ferðalangar hafa viðkomu í íslenskum gagnaverum án þess að hafa hugmynd um það. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Fólk með símavafra frá Opera Software fer um gagnaver Thor Data Center: 20 milljónir notenda hafa viðkomu hér UTANRÍKISMÁL Félagið Ísland-Pal- estína efnir til samstöðufundar með palestínsku þjóðinni í Nor- ræna húsinu 29. nóvember. Fram koma Árni Þór Sigurðsson þing- maður, Sveinn Rúnar Hauksson læknir, Kristín Sveinsdóttir og Hjálmtýr Heiðdal. Að frumkvæði Sameinuðu þjóð- anna er alþjóðlegur samstöðu- dagur með palestínsku þjóðinni haldinn þennan dag ár hvert, en félagið Ísland-Palestína var stofnað á þessum degi árið 1987. - gb Efnt til fundar á mánudag: Samstaða með Palestínuþjóð 1. Hver er ríkisendurskoðandi? 2. Mynd af hverju málaði mynd- listarkonan Bjargey Ólafsdóttir á Langjökul í gær? 3. Hvað heitir bók Árna Mathiesen um bankahrunið? SVÖR 1. Sveinn Arason 2. Ísbirni 3. Árni Matt – Frá bankahruni til byltingar VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.