Fréttablaðið - 25.11.2010, Blaðsíða 60
40 25. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR
The Dark Knight Rises verður
síðasta myndin sem Christian
Bale mun klæðast skikkju Leð-
urblökumannsins í. Þetta kom
fram í samtali Bale við fjölmiðla
nýverið. Bale hefur leikið Batman
og Bruce Wayne í tveimur mynd-
um eftir Chris Nolan sem báðar
hafa slegið í gegn hjá áhorfend-
um um allan heim. Bale kom
hingað til Íslands þegar tökur á
fyrri myndinni, Batman Begins,
hófust en þær fór að mestu leyti
fram við Svínafellsjökul. Þeirri
mynd var ákaft fagnað enda hafði
Leðurblökumaðurinn þá legið í
dvala síðan að George Clooney og
Arnold Schwarzenegger frystu
þessa elskuðu myndasöguhetju.
Það var hins vegar Dark
Knight-myndin sem setti ný við-
mið í myndasögu-kvikmyndageir-
anum. Heath Ledger fór á kost-
um í hlutverki Jókersins, Katie
Holmes var skipt út fyrir Magg-
ie Gyllenhaal. Þriðja myndin er
nú í vinnslu og mun enski leikar-
inn Tom Hardy að öllum líkind-
um leika aðalþrjótinn. Michael
Caine verður á sínum stað sem
hinn hundtryggi og ráðagóði
þjónn Alfred og þeir Gary Old-
man og Morgan Freeman verða
einnig á sínum stað.
Christian Bale segir
bless við Batman
Í SÍÐASTA SINN Christian Bale býst
við því að næsta Batman-mynd, Dark
Knight Rises, verði hans síðasta.
Ástralskir og reyndar
nýsjálenskir kvikmynda-
gerðarmenn hafa undan-
farin ár tekið Ameríku með
trompi í mörgum skiln-
ingi þess orðs. Þeir eru í
fremstu röð en reyna um
leið að halda tryggð við
heimalandið.
Um helgina geta sannir aðdáend-
ur Russells Crowe skropp-
ið í bíó og séð dæmigerða
Crowe-mynd, The Next Three
Days. Að þessu sinni leikur
Crowe mann sem horfir upp á
eiginkonuna sína dæmda sak-
lausa í fangelsi fyrir hrottalegt
morð. Þegar henni er neitað um
reynslulausn í þrígang og hennar
bíður ekkert nema tuttugu ára tukt-
húsvist tekur Crowe til sinna ráða
og reynir að frelsa hana úr fang-
elsi. Leikstjóri er Paul Haggis en
með önnur hlutverk í myndinni fara
þau Elizabeth Banks, Liam Neeson
og rapparinn RZA.
Crowe er í hópi þeirra andfætl-
inga okkar frá Ástralíu og Nýja-
Sjálandi sem hafa farið í víking
til Hollywood og tekist nokkuð vel
upp. Hann hefur fengið Óskars-
verðlaun og verið úthlutað mörgum
af bitastæðustu hlutverkum kvik-
myndaborgarinnar. Um leið hefur
hann verið ákaflega duglegur að
koma sér í fréttir fyrir skapofsa og
símakast á hótelum, nánar tiltekið
í New York. Crowe, sem er fædd-
ur á Nýja-Sjálandi en alinn upp í
Ástralíu, er auðvitað ekki eini and-
fætlingurinn sem hefur átt í erfið-
leikum með að hemja skap sitt. Það
virðist vera lenska með ástralskar
stórstjörnur. Erroll Flynn fór til að
mynda vestur um haf og sló í gegn
sem Hrói höttur. Flynn var hins
vegar einnig skelfilegur drykkju-
maður, sprautaði vodka í appelsínur
og át þær eftir að honum var bann-
að að drekka á tökustað enda lést
Flynn aðeins fimmtugur að aldri.
Annað gott dæmi um óheilla-
krákuna sem eltir ástralska leikara
er auðvitað Mel Gibson. Leikarinn
ruddi vissulega brautina fyrir
ástralska leikara og varð einn sá
áhrifamesti í Hollywood. Harms-
aga Gibsons er hins vegar með
ólíkindum og kannski óþarfi að
rifja hana upp í mörgum orðum.
Honum tókst á ótrúlegan hátt að
rústa orðspor sitt með ákaflega
heimskulegum gjörðum utan hvíta
tjaldsins. Einn mesti missir ástr-
alskrar kvikmyndagerðar varð
síðan þegar Heath Ledger féll frá
langt fyrir aldur fram í lok janúar
2008, aðeins 28 ára. Ledger var á
góðri leið með að skáka Gibson og
Crowe með stórkostlegri frammi-
stöðu í Brokeback Mountain og
sem Jókerinn í Batman-myndinni
Dark Knight þegar hann dó. Ástr-
alskar leikkonur hafa hins vegar
að mestu leyti verið til friðs utan
tökustaða, ólíkt körlunum. Nicole
Kidman skaust upp á stjörnuhim-
ininn í Days of Thunder þar sem
hún kynntist Tom Cruise og giftist
honum. Eftir að þau skildu hefur
ferill hennar tekið mikið stökk upp
á við og hún verður að teljast ein
skærasta kvikmyndastjarna Ástr-
alíu fyrr og síðar.
Þótt þessi fjögur hafi haldið fána
Ástralíu á lofti í Ameríku þá hefur
fjöldi ástralskra leikara komið ár
sinni vel fyrir borð þar vestra. Cate
Blanchet er til að mynda í hópi virt-
ustu leikkvenna Hollywood um
þessar mundir og leikarar á borð
við Hugh Jackman, Eric Bana og
Geoffrey Rush þykja eftirsóknar-
verðir starfskraftar.
Og þótt ekki hafi farið mikið
fyrir Guy Pearce þá er ferill hans í
kvikmyndaborginni frábær.
freyrgigja@frettabladid.is
EFTIRSÓTTIR ANDFÆTLINGAR
> VEL GERT HARRY
Kvikmyndin Harry Potter og
dauðadjásnin setti nýtt miðasölu-
met í sögu kvikmyndanna um
töfrastrákinn um helgina þegar
hún halaði inn 125 milljónum
dollara. Fyrra metið átti Harry
Potter og eldbikarinn.
Kvikmyndin Agora eftir Óskars-
verðlaunahafann Alejandro
Amenábar fjallar um síðustu
daga Rómaveldis og hetjulega
baráttu heimspekingsins, stærð-
fræðingsins og konunnar Hypatiu
fyrir því að mikilvægri þekkingu
Forn-Grkkja sé bjargað frá glöt-
un. Agora gerist í hinni fornu borg
Alexandríu. Þar kennir Hypatia
við platónskan skóla borgarinnar
á miklum óróatímum þegar krist-
in trú er smám saman að ná undir-
tökunum og heiðingjar eiga undir
högg að sækja. Það er Rachel
Weisz sem leikur heimspekinginn
Hypatiu en einkalíf Weisz hefur
verið töluvert í kastljósinu eftir að
fjölmiðlar greindu frá því að hún
ætti hugsanlega í ástarsambandi
við Daniel Craig.
Erfiðlega hefur gengið hjá
aðstandendum Agoru að koma
myndinni í dreifingu þrátt fyrir
að hún hafi hlotið sjö verðlaun á
Goya-hátíðinni, spænsku kvik-
myndahátíðinni. Hún er engu
síður ein tekjuhæsta spænska
myndin frá upphafi en það virð-
ist ekki hafa kveikt í dreifingar-
aðilunum og því ratar hún frek-
ar seint hingað til Íslands enda
frumsýnd á síðasta ári.
Myndin hefur fengið mis-
jafna dóma hjá gagnrýnendum
og þá hafa sumir bókstafstrúar-
menn kvartað yfir því að Agora
dragi upp fremur dökka mynd af
kristnum mönnum. Sjálft Vatikan-
ið hefur þó lýst því yfir að það sjái
enga annmarka á henni en starfs-
menn þess komu meðal annars
að því að velja kristna texta sem
lesnir eru upp í myndinni. - fgg
Heimspekileg dramatík
WEISZ Leikur heimspekinginn Hypatiu
sem lendir mitt á milli í átökum krist-
inna og heiðinna í Rómaveldi.
NORDIC PHOTOS
Eftir mikið volk í ólgusjó Hollywood
er kvikmynd um Lone Ranger, grímu-
klædda kúrekann í villta vestrinu, og
hestinn hans Silver loksins að verða að
veruleika. Disney-fyrirtækið, í sam-
starfi við stórmyndakanónuna Jerry
Bruckheimer, ætlar að framleiða kvik-
mynd um þessa frægustu persónu
George W. Trendle sem varð feikilega
vinsæl í amerísku útvarpi og sjónvarpi.
Sjóræningjaleikstjórinn Gore Verbinski
hefur verið ráðinn í leikstjórastólinn og
Johnny Depp mun að öllum líkindum
leika ráðagóða indíánann Tonto.
Ekki er hins vegar vitað hver fær að
klæðast hinum íðilfagra bláa búningi,
setja á sig hvíta hattinn og svörtu grím-
una sem breyttu hinum dagsfarsprúða
John Reid í kúrekahetjuna. Það var
kvikmyndavefurinn thewrap.com sem
greindi fyrstur frá því að gera ætti kvik-
myndina undir merkjum Disney en það
hefur lengi staðið til. Columbia-kvik-
myndaverið tilkynnti árið 2002 að það
ætlaði að gera kvikmynd en fimm árum
seinna reyndu Weinstein-bræðurnir að
kaupa kvikmyndaréttinn enda hafði lítið
gerst. Það var síðan Bruckheimer sem
greip gæsina þegar hún gafst en hann
hefur yfirleitt haft gott nef fyrir góðum
gróða.
Verbinski er nú upptekinn við tökur
á fjórðu sjóræningjamyndinni með
Johnny Depp og er fastlega gert ráð
fyrir því að hann hefji undirbúning við
kúrekamyndina strax eftir hana. - fgg
Lone Ranger aftur af stað
LEIKUR TONTO Johnny Depp mun leika
Tonto í Lone Ranger en Gore Verbinski mun
að öllum líkindum leikstýra myndinni.
VINSÆL, BRJÁLUÐ OG
HÆFILEIKARÍK
Mel Gibson, Erroll Flynn, Russell Crowe og
Heath Ledger eiga það allir sameiginlegt
að vera frá Ástralíu og hafa átt í erfiðleik-
um með lífið utan hvíta tjaldsins. Þeir
eru hins vegar ekki einu andfætlingarnir
sem hafa náð slá í gegn í kvikmyndunum;
Nicole Kidman, Naomi Watts og Cate
Blanchett eru í hópi virtustu leikkvenna
Hollywood og þeir Hugh Jackman, Eric
Bana og Geoffrey Rush þykja eftirsóknar-
verðir starfskraftar í kvikmyndagerð.
bio@frettabladid.is
Jólatilboð til fyrirtækja
og fyrir einkasamkvæmi
frábær partýtilboð
Fimmtudaga og sunnudaga
Stór bjór 500 kr
Lítill bjór 300 kr
Egils Gull og Kareoke Sportbar kynna:
Frakkastígur 8
Símar 659 6049 og 770 3151