Fréttablaðið - 25.11.2010, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 25.11.2010, Blaðsíða 30
 25. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR30 timamot@frettabladid.is Í kvöld verður frumsýndur í Smára- skóla í Kópavogi forvarnasöngleikur- inn Lífið er leikur eftir Elvar Braga- son og Katrínu Magnúsdóttur. Þau hafa unnið sýninguna í samstarfi við fimmt- án krakka á aldrinum níu til fimmtán ára á sjálfsstyrkingarnámskeiðinu TST. „TST er barna- og unglingastarf Líf- sýnar,“ segir Elvar. „Við erum með sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir 6-16 ára krakka í samstarfi við námsráð- gjafa grunnskólanna í Kópavogi. Hóp- arnir okkar eru aldursskiptir og við tvinnum saman tómstundir, sjálfs- styrkingu og tónlist. Stefna TST er að efla sjálfstraust barna og ungmenna og byggja þannig upp sterka forvörn fyrir framtíðina.“ Elvar fór af stað með starfsemi Líf- sýnar fyrir fjórum árum norður á Húsavík, en þaðan er hann upprunn- inn. Hvernig kom það til? „Ég er sjálf- ur óvirkur alkóhólisti og búinn að vera edrú í átta ár,“ segir Elvar. „Fljótlega eftir að ég varð edrú fór ég að skrifa hugleiðingar á heimasíðuna. Í kjölfar- ið fór ég af stað með tónlistarnámskeið fyrir tólf til sextán ára unglinga.“ Starfsemin hefur vaxið mikið síðan og í höfuðstöðvum Lífsýnar á Digranes- veginum í Kópavogi er boðið upp á ráð- gjöf fyrir fólk á öllum aldri, sem á erf- itt með að fóta sig í lífinu hvort heldur er vegna fíknar eða annarra erfiðleika. Lífsýn er einnig komin í samstarf við grunnskólana í Kópavogi með námskeið eins og það sem gat af sér söngleikinn Lífið er leikur. En hvert er viðfangs- efni verksins? „Söngleikurinn fjallar um unglinga í grunnskóla í Kópavogi í dag, sem eru að uppgötva hver þau eru og hvernig þau vilja vera og líta út og svo framvegis,“ segir Elvar. „Það er erfitt að vera unglingur á Íslandi í dag. Það þarf að berjast fyrir viðurkenn- ingu frá jafnöldrum, kennurum og for- eldrum sem reynist oft vera þrautin þyngri og margt getur farið úrskeið- is. Söngleikurinn fjallar um forvarnir gegn vímugjöfum, einelti, ótta og öllu þessu sem mæðir á unglingunum. Með þessari sýningu viljum við vekja umtal og umfjöllun um forvarnir af ýmsu tagi og leggja áherslu á það að börn og unglingar fái að njóta þess að vera þau sjálf eins og þau eru.“ Krakkarnir á námskeiðinu lögðu sjálfir til sögur sem unnið var úr við gerð söngleiksins, en Elvar semur alla tónlist og söngtexta sjálfur. Nánar má fræðast um starfsemi Líf- sýnar á heimasíðunni www.lifsyn.is. fridrikab@frettabladid.is SJÁLFSSTYRKINGARNÁMSKEIÐ LÍFSÝNAR: LÝKUR MEÐ SÝNINGU SÖNGLEIKS Lífið er leikur í Kópavogi NÝR SÖNGLEIKUR Krakkarnir á námskeiðinu lögðu sjálfir til sögur sem unnið var úr við gerð söngleiksins, en Elvar semur alla tónlist og söngtexta sjálfur. Merkisatburðir 1491 Umsátrið um Granada, síðasta vígi Mára á Spáni, byrjar. 1867 Alfred Nobel fær einkaleyfi fyrir dínamíti. 1905 Karl Danaprins kemur til Noregs til að taka við konung- dómi sem Hákon VII. 1920 Fyrsta þakkargjörðarskrúðgangan farin í Fíladelfíu. 1940 Breska herstjórnin lýsir allt hafsvæðið milli Vestfjarða og Grænlands hættusvæði. Gjöful fiskimið eru því lokuð fyrir sjómönnum þar til hættusvæðið er minnkað 21. janúar 1941. 1961 Sundlaug Vesturbæjar í Reykjavík vígð. Hún er talin mjög fullkomin. 1963 John F. Kennedy, bandaríkjaforseti, jarðsettur í Arlington- kirkjugarðinum í Washington DC. 1976 Hljómsveitin The Band heldur lokatónleika sína í Winter- land Ballroom í San Fransisco. 1984 Julio M. Sanguinetti kosinn forseti Úrúgvæ. 2008 Bílsprengja verður þremur mönnum að bana og særir einn í Pétursborg í Rússlandi. ANTHONY BURGESS rithöfundur, sem þekktastur er fyrir Clockwork Orange, lést þennan dag árið 1993, 76 ára að aldri. „Hlæðu og heimurinn hlær með þér, hrjóttu og þú sefur einn.“ Leikrit Agöthu Christie, Músagildran, var frum- sýnt í New Ambassadors Theatre í London hinn 25. nóvember 1952. Þar var það sýnt óslitið þangað til í mars 1974, þegar sýningin var flutt í leikhúsið við hliðina, St Martin’s Theatre, þar sem hún gengur enn. Christie átti sjálf ekki von á þessari vel- gengni. Í sjálfsævisögu sinni segir hún frá sam- tali sem hún átti við Peter Saunders, framleið- anda sýningarinnar, sem sagðist gera ráð fyrir að sýna leikritið í fjórtán mánuði. „Það gengur aldrei svo lengi,“ svarar Christie. „Kannski átta mánuði í mesta lagi.“ Á frumsýningunni var Trotter liðþjálfi leikinn af Richard Attenborough og konu hans, Sheila Sim, lék Mollie Ralston. Núorðið er leikurum í sýningunni skipt út árlega, oftast í kringum afmæli sýningarinnar í nóvember. Heimild: Wikipedia ÞETTA GERÐIST 25. NÓVEMBER 1952 Músagildran frumsýnd í London Vegna jarðarfarar Eyjólfs Karlssonar verður fyrirtækið lokað frá kl.12:00 – 16:00 í dag fimmtudag 25. nóvember 2010. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Sverrir Aðalbjörnsson andaðist á Líknardeild Landakotsspítala sunnudaginn 21. nóvember. Útförin fer fram frá Neskirkju mánudaginn 29. nóvember kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Minningarsjóð Líknardeildar Landakots. Ragnheiður J. Sverrisdóttir Aðalbjörn J. Sverrisson Anna J. Karlsdóttir Ágúst B. Sverrisson Erla Kjartansdóttir Þorbjörg Steinarsdóttir Pétur Ágústsson Heidi Krogholt Normandy del Rosario John Paul del Rosario börn, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu Ásdísar Gíslínu Ólafsdóttur Miðtúni 7, Sandgerði. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki D-deildar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót. Arthúr Guðmannsson Ólafur Arthúrsson Eygló Antonsdóttir Guðrún Arthúrsdótttir Eggert Þór Andrésson Hallgrímur Arthúrsson Inga Jóna Ingimarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegi pabbi okkar, Carl J. Brand andaðist á Hrafnistu, Hafnarfirði laugardaginn 20. nóvember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Elísabet M. Brand Bergljót B. Brand Eiginmaður minn og faðir okkar Sigurður Sigurðsson Hamrahlíð 30, Vopnafirði, lést á heimili sínu 20. nóvember. Útför hans fer fram frá Vopnafjarðarkirkju mánudaginn 29. nóvember kl. 14. Friðdóra Tryggvadóttir Sigtryggur Sigurðsson Sigurður Sigurðsson Gerður Sigurðardóttir Jóhanna Sigurðardóttir og aðrir aðstandendur. „Þetta er hafsteinn,“ sagði Hafsteinn Karlsson glettn- islega í upphafi máls síns er hann afhenti nýlega Önnu S. Björnsdóttur Stein- inn, heiðursviðurkenningu félaga í Ritlistarhópi Kópa- vogs. „Það kom vel á vond- an,“ segir Anna glaðlega þegar Fréttablaðið náði tali af henni eftir athöfnina. „Ég hafði nefnilega gefið út bók fyrir sautján árum sem hét Skilurðu steinhjartað og það var mynd utan á henni af hangandi steini.“ Anna er að vonum ánægð með viðurkenninguna og hina glæsilegu athöfn sem lista- og menningarráð Kópavogs stóð á bak við. Þar fjallaði Sölvi Björn Sig- urðsson bókmenntafræðing- ur um skáldskap hennar og Þorvaldur Örn Árnason og Ragnheiður E. Jónsdóttir fluttu ljóð hennar við gítar- undirleik. Auk þess las Anna sjálf upp eigin verk. Hún er með nýja bók sem nefnist Draumar eru lengi að ræt- ast og kemur líka út á þýsku enda kveðst hún hafa heil- mikil tengsl við Þýskaland. „Ég er að fara á bókamess- una í Frankfurt 2011,“ segir hún brosandi. „Er búin að stefna að því í þrjú ár.“ - gun Hlaut Steininn í skáldaverðlaun VERÐLAUNAHAFINN „Þetta var yndisleg athöfn og ég fékk bæði verðlaun og blóm,“ segir Anna ánægð. MYND/LILLÝ GUÐBJÖRNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.