Fréttablaðið - 25.11.2010, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 25.11.2010, Blaðsíða 70
 25. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR50 sport@frettabladid.is 4 AKUREYRI OG HK mætast í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld í toppslag N1 deildar karla. Akureyri hefur unnið HK tvisvar í vetur en báðir þeir leikir fóru fram í Diganesi. Þrátt fyrir tvo sterka heimavelli þá hefur heimaliðið ekki unnið í fjórum síðustu innbyrðisviðureignum liðanna eða síðan Akureyringar unnu 27-26 sigur 25. nóvember í fyrra. HANDBOLTI Lokamót EM í desem- ber verður síðasta verkefni Júlí- usar Jónassonar með A-landslið kvenna. Samningur hans við HSÍ rennur út eftir mótið og hann mun í kjölfarið láta af störfum. Júlíus hefur nóg á sinni könnu og ásamt því að vera í dagvinnu eins og flestir þjálfar hann karla- lið Vals. Eitthvað varð því undan að láta. „Það gengur ekki til lengdar að sinna of mörgum störfum í einu og því var niðurstaðan sú í vor að ég myndi þjálfa landsliðið fram yfir EM og síðan hætta. Þetta hefur verið mjög skemmtilegur tími og ég geng afar stoltur frá verkinu,“ sagði Júlíus, sem segist hafa lært mikið á því að þjálfa stelpurnar. Ætlaði mér aldrei að þjálfa kven- fólk „Fyrir fjórum árum stóð alls ekki til að ég þjálfaði kvenfólk. Ég ætl- aði þá að taka mér frí frá þjálf- un en Einar Þorvarðarson, fram- kvæmdastjóri HSÍ, fékk mig í þetta starf. Þetta hefur verið ótrúlega skemmtilegur tími og það sannað- ist í þessu eins og öðru að maður á aldrei að segja aldrei. Þetta hefur verið lærdómsríkt,“ sagði Júlíus, sem hafði aldrei þjálfað konur áður en hann tók við landsliðinu. „Það er talsverður munur á því að þjálfa stelpur og stráka. Það reyndi svolítið á mig að stilla strengina í upphafi. Fyrstu vikuna stóð ég frammi fyrir vandamálum sem ég vissi nákvæmlega hvernig ætti að tækla með stráka en þurfti að hugsa mig vel um áður en ég ákvað hvaða leið ætti að fara með stelpurnar,“ sagði Júlíus og hló við er hann rifjaði upp fyrstu skrefin með stelpunum. „Þetta er búið að vera svakalega skemmtilegt og ég hef lært mikið á þessum tíma. Bæði sem þjálfari og ég hef einnig lært mikið um lífið og mannskepnuna. Ég er reynsl- unni ríkari á allan hátt.“ Undir stjórn Júlíusar hefur kvennalandsliðið náð lengra en áður í sögunni og mun skrifa nýjan kafla í íslenska handboltasögu í næstu mánuði er það tekur þátt á lokamóti EM í fyrsta skipti. „Það var frábær árangur að koma liðinu á EM en við ætlum ekki að láta það nægja. Þessar stelpur eru afar metnaðarfull- ar og hafa háleit markmið. Við ætlum ekki bara að fylgjast með á EM heldur taka þátt af fullum krafti. Markmiðið hjá okkur er að komast í milliriðil,“ sagði Júlíus. Fréttablaðinu í dag fylgir sér- blað um EM kvenna 2010 og íslenskan kvennahandknattleik. Þar er nánar rætt við Júlíus og marga aðra sem komið hafa að íslenskum kvennahandbolta í gegnum tíðina. henry@frettabladid.is Júlíus kveður stelpurnar eftir EM í Danmörku Júlíus Jónasson, þjálfari A-landsliðs kvenna í handbolta, mun segja skilið við stelpurnar eftir EM í desember. Hann hefur stýrt liðinu undanfarin fjögur ár og náð einstökum árangri með liðið, sem er á leið á stórmót í fyrsta skipti. HÆTTIR Á TOPPNUM Júlíus Jónasson hefur stýrt kvennalandsliðinu í fjögur ár með frábærum árangri. Hann kom liðinu fyrstur á lokamót EM. EM KVENNA 2010 Sérblað um EM kvenna og íslenskan kvennahandknatt- leik fylgir Fréttablaðinu í dag. SUND SH-ingurinn Hrafn Trausta- son stingur sér fyrstur í laugina í Eindhoven í dag þegar Evrópu- meistaramótið í 25 metra laug hefst. Hrafn syndir þá 100 metra bringusund en seinna í dag keppa þær Ragnheiður Ragnarsdóttir úr KR og Ingibjörg Kristín Jóns- dóttir úr SH í 100 metra skrið- sundi. Ragnheiður setti Íslandsmet og synti á sjötta besta tímanum í Evrópu á árinu þegar hún vann 100 metra skriðsund á ÍM í 25 metra laug á dögunum. Ragnheið- ur synti þá á 54,65 sekúndum en Ingibjörg varð í öðru sæti á 56,48 sekúndum. Bryndís Rún Hansen úr Óðni hefur síðan keppni á mót- inu á morgun, sem og Ragney Líf Stefánsdóttir frá Íþrótta- sambandi fatlaðra. - óój EM í 25 metra laug í dag: Hrafn stingur sér fyrstur HRAFN TRAUSTASON Fagnar hér góðum árangri á ÍM á dögunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KÖRFUBOLTI B.J. Aldridge var rek- inn frá KFÍ eftir tap á móti Fjölni á mánudagskvöldið en þessi 31 árs gamli Bandaríkjamaður var búinn að vera með liðið frá því í haust. Aldridge stýrði KFÍ-liðinu í átta leikjum í deildinni en það er sem stendur í níunda sæti. KFÍ tapaði sínum fimmta leik í röð þegar það lá á móti Fjölni í Grafarvogi á mánudagskvöldið en liðið hefur fengið á sig yfir 100 stig að meðaltali í leik í þessum fyrstu átta leikjum. Þetta er í fyrsta sinn sem KFÍ breytir um þjálfara á miðju tíma- bili í úrvalsdeild karla. Neil Shiran Þórisson, formaður körfuknattleiksdeildar Ísafjarð- ar, tekur við þjálfun liðsins af B.J. Aldridge og aðstoðarþjálfari verður Guðjón Þorsteinsson. - óój B.J. Aldridge rekinn frá KFÍ: Formaðurinn tekur við liðinu Opið laugardag frá kl. 11-16 og virka daga 10-18 • Sími 588 8477 • www.betrabak.is Chiro Collection heilsurúm 25% jóla- afsláttur TempraKON dúnsængur 100% hvítur gæsadúnn 20% afsláttur kr. 29.900,- Heilsuinniskór Inniskór sem laga sig að fætin um og dreifa þyngd jafnt undir allt fótasvæðið. Sendum frítt út á land - betrabak.is He ils ui nn is kó r s em lag ar sig að fætinum - einstök þæ gindi Parið kr. 3.900,- 2 pör kr. 6.980,- 3 pör kr. 9.990,- EM kvenn a 2010 FIMMTUDA GUR 25. NÓ VEMBER 20 10 FÓTBOLTI Knattspyrnuheimurinn logaði í gær vegna Real Madrid. José Mourinho, þjálfari liðsins, var þá sakaður um að hafa fyrirskipað tveimur leikmönnum sínum – Xabi Alonso og Sergio Ramos – að fá rauð spjöld í lok leiksins gegn Ajax. Báðir voru á gulu spjaldi og annað spjald í lokaleik riðilsins gegn Auxerre hefði þýtt að leik- mennirnir væru í banni í sextán liða úrslitum keppninnar. Real er búið að vinna sinn riðil og leik- urinn gegn Auxerre skiptir því engu máli. Báðir leikmennirnir fengu sitt annað gula spjald í leiknum fyrir að tefja gróflega. Reyndar töfðu þeir svo svakalega að átakanlegt var á að horfa. Þeir felldu síðan engin tár er þeir gengu til bún- ingsklefa. Spænska blaðið Marca birti í gær myndir sem blaðið segir sanna að Mourinho hafi lagt á ráðin með rauðu spjöldin. Hann sést þá hvísla að Jerzy Dudek varamarkverði, sem síðan hvíslar að Iker Casillas markverði. Hann virðist síðan koma einhverjum skilaboðum á framfæri er hann hvíslar að Ramos. Mourinho skaut sér undan spurningum um málið eftir leik- inn. Vildi ekkert ræða málið. Sagði það eitt skipta máli að liðið hefði unnið leikinn. Margir eru fokillir út í Mourin- ho og Real Madrid vegna málsins og einhverjir vilja setja félagið í bann vegna þess. Aðrir hrósa snilligáfu Mourin- hos fyrir uppátækið og benda á að leikmennirnir hafi ekki fengið viljandi spjald fyrir ruddaskap. - hbg Real sakað um óheiðarleika: Fengu þeir vilj- andi rautt? HLEGIÐ Cristiano Ronaldo hlær er dóm- arinn lyftir spjaldi í leiknum umtalaða. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.