Fréttablaðið - 25.11.2010, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 25.11.2010, Blaðsíða 72
52 25. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR HANDBOLTI Áttundu umferð N1- deildar karla lýkur í kvöld með þremur leikjum. Hæst ber topp- slag Akureyrar og HK en þessi tvö lið hafa verið gríðarlega öflug í haust. Akureyringar eru enn taplausir á leiktíðinni og eru á toppnum með fjórtán stig. HK kemur svo fast á hæla þeirra en eini tapleikur liðs- ins í deildinni til þessa var einmitt gegn Akureyri þegar liðin mætt- ust strax í fyrstu umferð mótsins. Akureyri vann þá yfirburðasigur, 41-29. Liðin mættust svo reyndar aftur í 32 liða úrslitum bikarkeppninn- ar en þá unnu Akureyringar eins marks sigur. Fyrir utan þessar viðureignir hefur HK ekki tapað leik í vetur. „Það hefur í raun ekki mikið breyst síðan í þessum fyrsta leik,“ sagði Erlingur Richardsson, þjálfari HK. „Við fórum vel yfir þennan leik saman og það var ekki mikið sem við þurftum að breyta. Við fórum bara vel yfir okkar mál, sem varð til þess að menn kveiktu einfaldlega á perunni og þjöppuðu sér saman. Sjálfstraust leikmanna hefur síðan aukist með hverjum leiknum og það hefur hjálpað til líka.“ Ólafur Bjarki Ragnarsson er markahæsti leikmaður N1-deild- arinnar og hefur dregið vagninn í sóknarleik HK-inga. „Hann hefur staðið sig mjög vel,“ sagði Erling- ur en HK endurheimti Ólaf úr atvinnumennsku frá Þýskalandi í sumar. „Hann var góður áður en hann fór út fyrir tveimur árum og því hefur það ekki komið okkur á óvart hversu góður hann hefur verið. Ólafur Bjarki leggur sig þar að auki alltaf 100 prósent fram og spilar mikið fyrir liðið.“ HK var í Rússlandi um helgina að spila í Evrópukeppni bikarhafa. „Rússarnir höfðu orð á því að þeir skildu ekki af hverju hann væri ekki að spila í Þýskalandi. Það er heldur ekki ólíklegt að einhver lið spyrjist fyrir um hann en hvort hann fer strax aftur út eftir tíma- bilið verður að koma í ljós,“ sagði Erlingur. HK á fleiri góða leikmenn sem hafa staðið sig vel en Erlingur segir að mikil áhersla hafi verið lögð á sterka liðsheild. „Það er eitt af því sem við unnum mikið í í haust enda teljum við mikilvægt að leikmennirnir leggi sig alla fram fyrir klúbbinn í öllu sem við kemur handboltanum, innan vall- ar sem utan.“ Eittvað er um meiðsli í leik- mannahópi HK. Sigurjón Frið- björn Björnsson er frá vegna ökklameiðsla og þeir Vilhelm Gauti Bergsveinsson og Atli Ævar Ingólfsson eru báðir tæpir fyrir leikinn. Það kemur í ljós í dag hvort þeir geta spilað. - esá Erlingur Richardsson hefur náð góðum árangri með HK sem mætir toppliði Akureyrar í N1-deild karla: HK-ingar leggja ríka áherslu á liðsheildina MARKAHÆSTUR Ólafur Bjarki Ragnars- son hefur reynst HK-ingum dýrmætur í haust. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI N1-deild karla Haukar - Valur 23-22 (10-12) Mörk Hauka (Skot): Þórður Rafn Guðmundsson 6/2 (11/3), Björgvin Þór Hólmgeirsson 4 (10), Freyr Brynjarsson 4 (7), Einar Örn Jónsson 3 (3), Stefán Rafn Sigurmannsson 2 (5), Tjörvi Þor- geirsson 2 ( 7/1), Heimir Óli Heimisson 1 2(1), Jónatan Ingi Jónsson 1 (1). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 22 (44/4, 50%) Hraðaupphlaupsmörk: 6 (Freyr 2, Einar Örn 2, Tjörvi, Stefán) Fiskuð víti: 4 (Jóhann Ingi 2, Einar Örn, Björgvin) Mörk Vals (Skot): Valdimar Þórsson 7 (13), Ernir Hrafn Arnarson 6/4 (8/4), Alexandr Jedic 2 (4), Ásbjörn Stefánsson 2 (5), Einar Örn Guðmunds- son 1 (1), Orri Freyr Gíslason 1 (2), Fannar Örn Þorbjörnsson 1 (2), Sturla Ásgeirsson 1 (5), Anton Rúnarsson 1 (5), Jón Björgvin Pétursson (3). Varin skot: Ingvar Guðmundsson 12 (35/2, 34%) Hraðaupphlaupsmörk: 4 (Sturla, Valdimar, Fannar, Anton) Fiskuð víti: 4 (Valdimar 3, Orri). Iceland Express d. kvenna Njarðvík - Snæfell 62-82 Meistaradeild Evrópu A-RIÐILL Tottenham - Werder Bremen 3-0 1-0 Younes Kaboul (6.), 2-0 Luka Modric (45.), 0-3 Peter Crouch (79.) Inter - Twente 1-0 1-0 Esteban Cambiasso (54.) STAÐAN Tottenham 5 3 1 1 15-8 10 Inter 5 3 1 1 12-8 10 Twente 5 1 2 2 6-8 5 Bremen 5 0 2 3 3-12 2 B-RIÐILL Schalke 04 - Olympique Lyon 3-0 1-0 Jefferson Farfan (12.), 2-0 Klaas-Jan Huntela- ar (20.), 3-0 Klaas-Jan Huntelaar (89.) Hapoel Tel Aviv - Benfica 3-0 1-0 Eran Zehavi (24.), 2-0 Douglas Nunes (73.), 3-0 Eran Zehavi (90.) STAÐAN Schalke 5 3 1 1 8-2 10 Lyon 5 3 0 2 9-8 9 Benfica 5 2 0 3 6-10 6 Hapoel Tel-Aviv 5 1 1 3 5-8 4 C-RIÐILL Glasgow Rangers - Manchester United 0-1 0-1 Wayne Rooney, vít (87.). Valencia - Bursaspor 6-1 1-0 Juan Mata, víti (17.), 2-0 Roberto Soldado (20.), 3-0 Aritz Aduriz (25.), 4-0 Joaquin (37.), 5- 0 Roberto Soldado (55.), 5-1 Pablo Batalla (68.), 6-1 Damian Dominguez (77.) STAÐAN Man. United 5 4 1 0 6-0 13 Valencia 5 3 1 1 14-3 10 Rangers 5 1 2 2 2-5 5 Bursapor 5 0 0 5 1-15 0 D-RIÐILL Rubin Kazan - FC Kaupmannahöfn 1-0 1-0 Christian Noboa, víti (45.). Panathinaikos - Barcelona 0-3 0-1 Pedro (27.), 0-2 Lionel Messi (61.), 0-3 Pedro (69.) STAÐAN Barcelona 5 3 2 0 12-3 11 FCK 5 2 1 2 4-4 7 Rubin Kazan 5 1 3 1 2-2 6 Panathinaikos 5 0 2 3 1-10 2 Þýska úrvalsdeildin Kiel - Magdeburg 24-22 Aron Pálmarsson skoraði 2 mörk fyrir Kiel. Alfreð Gíslason er þjálfari Kiel. DHC Rheinland - Göppingen 21-27 Árni Þór Sigtryggsson skoraði 4 mörk fyrir Rheinland. Füchse Berlin - Balingen 32-28 Alexander Petersson skoraði 6 mörk fyrir Berlin. Dagur Sigurðsson er þjálfari Füchse. Hamburg - Rhein-Neckar Löwen 32-31 Ólafur Stefánsson skoraði 2 mörk fyrir Löwen. Guðmundur Guðmundsson er þjálfari Löwen. Danska úrvalsdeildin FHK Elite - Álaborg 26-26 Ingimundur Ingimundarson lék með Álaborg en tókst ekki að skora. Sænska úrvalsdeildin Drott - Malmö 22-23 Gunnar Steinn Jónsson skoraði 5/2 mörk fyrir Drott. Guif - Hammarby 38-21 Haukur Andésson skoraði 1 mark fyrir GUIF. Kristján Andrésson er þjálfari liðsins. ÚRSLIT HANDBOLTI Einar Örn Jónsson var hetja Haukanna í dramatísk- um 23-22 sigri á Val á Ásvöllum í gær. Haukarnir höfðu misst niður fjögurra marka forskot á síðustu tíu mínútunum þegar Valdimar Þórsson jafnaði metin í 22-22 átta sekúndum fyrir leikslok. Haukar áttu hins vegar lokaorðið því þeir brunuðu í sókn og Einar Örn skor- aði sigurmarkið með glæsilegum snúningi rétt áður en lokaflautið gall. „Einar er lunkinn við það að skora eina markið sitt á síðustu sekúndu og hann heldur því bara áfram. Þegar menn eru orðnir 48 ára eins og hann þá er ágætt að geyma orkuna þar til á síðustu sekúndu,“ sagði Birkir Ívar Guð- mundsson, markvörður Hauka, í léttum tón í leikslok en Birkir Ívar átti stórleik í markinu og varði 22 skot eða helming þeirra skota sem á hann komu. „Þetta var smá heppni í þessu hjá okkur og ég held að jafntefli hefði ekki verið neitt gríðarlega ósanngjörn úrslit,“ sagði Birkir en Haukarnir höfðu tapað tveimur leikjum í röð fyrir þennan leik. Valsmenn voru tveimur mörk- um yfir í hálfleik, 12-10, og komust þremur mörkum yfir í upphafi síð- ari hálfleiks en Haukarnir skoruðu þá sex mörk í röð og tóku frum- kvæðið sem þeir héldu út leikinn. Valsmenn gáfust þó ekki upp og voru mjög nálægt því að ná í stig. „Við gáfum þeim alltof mikið forskot um miðjan seinni hálfleik sem var erfitt að vinna til baka. Við vorum samt nálægt því að vinna það til baka,“ sagði Valsmað- urinn Fannar Þorbjörnsson. „Það var dauðafæri á að vinna þá hérna í dag því þeir voru á milli tveggja Evrópuleikja og undir miklu álagi. þess vegna er þetta ennþá sárara því við áttum virki- lega að vinna þá hérna í dag,“ sagði Fannar. - óój Íslandsmeistarar Hauka unnu dramatískan sigur á botnliði Vals í N1-deild karla að Ásvöllum í gærkvöldi: Einar tryggði Haukum sigur á lokasekúndunni HETJAN Einar Örn tryggði Haukum sigur á sínu gamla félagi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Man. Utd, Tottenham, Inter, Valencia, Barcelona og Schalke eru öll komin áfram í sex- tán liða úrslit Meistaradeildar Evr- ópu í gær. Spurs vann sannfærandi sigur en Man. Utd marði sigur á Rangers. Tottenham og Inter voru efst og jöfn í sínum riðli með 7 stig og þau gátu því komist áfram með sigri í sínum leikjum. Það hefur verið gríðarlegt fjör í leikjum Spurs í Meistaradeildinni en Spurs tók á móti Werder Bremen sem hafði fengið á sig tíu mörk í síðustu tveim leikjum. Spurs var ekki lengi að finna gírinn og eftir aðeins fimm mín- útna leik kom Kaboul liðinu yfir með skallamarki eftir sendingu frá Aaron Lennon. Leikurinn róað- ist talsvert í kjölfarið og það var ekki fyrr en í uppbótartíma fyrri hálfleiks sem Luka Modric náði að skora annað mark fyrir Totten- ham. 2-0 í hálfleik og Spurs á leið í sextán liða úrslit. Bale klúðraði víti í síðari hálfleik en það kom ekki að sök því Crouch kláraði leikinn eftir undirbúning Lennons. Man. Utd var efst í sínum riðli og átti fimm stig á Rang- ers fyrir leikinn í gær. Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, kom nokkuð á óvart með því að setja Wayne Rooney í byrjunarliðið en þetta var hans fyrsti leikur í byrjunar- liði Man. Utd í háa herrans tíð. United stillti upp sóknarsinnuðu liði á meðan þeir Nemanja Vidic og Rio Ferdinand voru hvíldir. United réði ferðinni í fyrri hálf- leik en tókst ekki að skora. Unit- ed gekk illa að skapa sér færi og þegar korter lifði leiks komu Hern- andez og Obertan inn af bekkn- um til þess að hressa upp á leik United. Fimm mínútum fyrir leikslok var dæmt víti á Rangers er spark- að var í Fabio innan teigs. Roon- ey fékk þá ábyrgð að taka vítið. Það var mikið undir hjá honum og liðinu í þessu víti. Rooney sýndi stáltaugar og skoraði af fádæma öryggi. Hann fagnaði líka mark- inu innilega. Fyrsta skrefið í átt að því markmiði sínu að ná stuðn- ingsmönnum félagsins aftur á sitt band. FCK gat tryggt sig endanlega inn í sextán liða úrslitin með jafn- tefli gegn Rubin Kazan í Rússlandi. Sölvi Geir Ottesen lék ekki með liðinu þar sem hann var heima með unnustu sinni sem á von á barni. Danska liðið fór illa að ráði sínu og tapaði leikn- um, 0-1. FCK er samt enn í öðru sæti riðilsins og fer klárlega áfram með sigri í lokaleik sínum í riðlinum. Barcelona komst áfram með öruggum sigri á Pan- athinaikos. henry@frettabladid.is Rooney sneri aftur með stæl Wayne Rooney var í byrjunarliði Man. Utd í gær í fyrsta skipti í háa herrans tíð. Hann var hetja liðsins í leiknum gegn Rangers og skaut liðinu áfram. Tottenham, Inter og Barcelona eru líka komin áfram. KOMNIR ÁFRAM Modric fagnar fyrir Spurs. NORDIC PHOTOS/AFP LÉTTIR Eftir mikið mótlæti síðustu vikur gat Rooney leyft sér að fagna í gær. NORDIC PHOTOS/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.