Fréttablaðið - 10.02.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 10.02.2011, Blaðsíða 8
8 10. febrúar 2011 FIMMTUDAGUR Fyrirhuguð hagræðing í skólastarfi Reykjavíkur- borgar hefur valdið nokkr- um úlfaþyt þar sem óljósar hugmyndir um sameiningu eða samrekstur stofnana hafa mætt töluverðri and- stöðu meðal starfsfólks, stjórnenda og foreldra. Borgarráð skipaði starfshóp í lok síðasta árs sem átti að „skoða og greina þau tækifæri sem kunna að vera til staðar til endurskipulagn- ingar og/eða sameiningar leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila í borginni“ og eru margir ugg- andi um niðurstöður. Gagnrýnis- raddirnar hafa aðallega beinst að upplýsingagjöf í hugmyndavinnu- ferlinu og áhyggjum af því hvort fagleg sjónarmið séu látin víkja fyrir kröfum um sparnað. Forsvarsmenn meirihlutans í borgarstjórn hafa lagt áherslu á að enn hafi ekkert verið ákveðið. Enn sé verið að safna hugmynd- um og greina áður en lengra verð- ur haldið. Málið var til umræðu í mennta- ráði í gær þar sem fram komnar hugmyndir voru meðal annars lagðar fyrir ráðið, en þær hafa ekki verið gefnar út opinberlega. Hvers er að kvíða? Áhyggjuefnin í þessu máli eru margvísleg. Þau eru allt frá áhyggj- um af því hvort verið sé að sverfa of nærri þjónustu við börn og fag- legur ávinningur verði takmarkað- ur, upp í tilfinningaleg rök þar sem fólk hefur áhyggjur af afdrifum „sinna skóla“ og sérstöðu þeirra. Fjölmörg einstök foreldrafélög leikskóla og grunnskóla borgarinn- ar hafa ályktað gegn niðurskurði í skólamálum og stjórnendur í skól- unum telja að breytingarnar geti jafnvel orðið skaðlegar fyrir starf skólanna. Upplýsingaflæði gagnrýnt Fulltrúi Vinstri grænna í mennta- ráði, Líf Magneudóttir, gagn- rýndi verkferli málsins í viðtali við Fréttablaðið í gær. Hún sagði menntaráð ekki hafa fengið að fylgjast nægilega vel með samein- ingarhugmyndunum. Oddný Sturludóttir, for maður menntaráðs og starfshópsins umrædda, sagði hins vegar að umfjöllun menntaráðs um málið í gær hafi verið „á eðlilegum tíma“ þar sem hópurinn hafi verið skip- aður af borgarráði. Líf segist hafa verið litlu nær eftir fundinn í menntaráði í gær. „Það má segja að þar hafi vaknað fleiri spurningar en svör.“ Hún lagði fram bókun þar sem vinnubrögð meirihlutans eru sögð hroðvirknisleg og einkennast af „virðingarleysi við fagstéttir, for- eldra og börnin í borginni“. Þar segir einnig að enn liggi ekki fyrir svör um fjárhagslegan eða faglegan ávinning af aðgerðunum. Er svo skorað á meirihlutann að endurskoða forgangs röðun sína. „Það er augljóst að meirihlutinn er bara að hugsa um krónur og aura í stað þess að forgangsraða í þágu barnanna,“ segir Líf. Foreldrar ósáttir Edda Björk Þórðardóttir er for- maður Barnanna okkar, samtaka foreldrafélaga leikskóla í Reykja- vík, og hún segir samtök sín hafa miklar áhyggjur af framvindunni, ekki síst þar sem upplýsingagjöf um hugmyndir til sameininga hafi verið af skornum skammti. Sam- tökin taki undir áhyggjur fagaðila vegna fyrirhugaðra breytinga. „Það sem við heyrum frá fag- aðilum er að þessar sameiningar muni ekki skila faglegum ávinn- ingi. Við í stjórninni deilum þeim áhyggjum og höfum líka áhyggjur af framtíð leikskólanna.“ Fulltrúar SAMFOKs, samtök for- eldra grunnskólabarna í Reykjavík, lögðu fram bókun á fundi mennta- ráðs í gær þar sem þau leggja áherslu á að áður en ákvarðanir verða teknar um sameiningar eða samrekstur, verði fagleg og fjár- hagsleg áhrif metin. „Ekki er ásættanlegt að faglegu starfi, líðan starfsmanna og barna sé stefnt í voða að ástæðulausu. Hagræðingin þarf að vera augljós og án fórnarkostnaðar við faglegt starf,“ segir í bókuninni. Stjórnendur uggandi Ingibjörg Kristleifsdóttir, formaður Félags stjórnenda leikskóla, gagn- rýnir, í samtali við Fréttablaðið, að ferlið hafi verið í óvissu of lengi. Sameiningar séu, þess utan, ekki eina leiðin sem fær er til að auka samvinnu. „Það er fullt til af skemmti- legum möguleikum á samvinnu í skóla stiginu. Það er hægt að efla samvinnu milli skólastiga á allan mögulegan hátt án þess að fækka stjórnendum. Stjórnendur standa skólastafi ekki fyrir þrifum, heldur eru þeir máttarstólpar.“ Ingibjörg segir stjórnendur ótt- ast að fækkun í þeirra hópi muni veikja innra starf skólanna. Þá geti það orðið til þess að letja mennt- aða leikskólakennara til að sækja í vinnu á leikskólum. „Fækkun stjórnendastaða verð- ur til þess að möguleikar á fram- gangi í starfi minnka og það gerir starf hjá Reykjavíkurborg ekki fýsilegra. Svo er lægð í náminu á menntavísindasviði og okkur finnst þetta ekki vera til að hvetja ungt fólk til náms.“ Fulltrúi félags skólastjórnenda í Reykjavík á fundi menntaráðs lagði fram bókun þar sem lýst var yfir óánægju skólastjórnenda í borginni um framgang málsins, upplýsinga- gjöf og samráð við foreldra og starfsfólk. Þar segir meðal annars: „Veru- lega hefur skort á að forsendur, bæði faglegar og fjárhagslegar liggi fyrir þannig að unnt sé fyrir viðkomandi aðila að taka afstöðu til hugmyndanna á faglegum for- sendum.“ Að mati skólastjórnenda hefur framsetning málsins skapað óvissu og ólgu í kringum skólastarfið. Að lokum lagði fulltrúi félags- ins fram tillögu um að framkomn- ar hugmyndir um sameiningar og samrekstur í skólum borgarinnar komi ekki til framkvæmda í ár. Oddný Sturludóttir segir hins vegar ekkert launungamál að tak- markið með þessari vinnu hafi verið að ná fram hagræðingu, en líka að standa vörð um skóla og frí- stundastarf til framtíðar. „Það eru tækifæri í meira sam- starfi skóla og sameiningum sem og samþættingu skóla og frístunda- starfs.“ Oddný bætir því við að gagnrýni á hugmyndirnar hafi ekki komið henni mjög á óvart. „Okkur þykir vænt um skólana okkar og frístundastarfið og þegar við erum að ræða svona breyting- ar á opinn hátt við marga borgar- búa er ekkert eðlilegra en að nokk- ur óvissa skapist.“ Í framhaldi af fundinum í gær verður staða mála kynnt fyrir borgar ráði í dag, en eftir það tekur við nánari greiningarvinna. „Þar munum við greina betur þær hugmyndir sem við teljum þess eðlis að við náum fjárhags- legum ávinningi til þess að geta varið skóla- og frístundastarfið með kjafti og klóm.“ Áætlað er að starfshópurinn ljúki störfum fyrir lok febrúar.Tilkynning um breyttan opnunartíma hjá Póst- og fjarskiptastofnun Frá 15. febrúar n.k. verða afgreiðsla og sími stofnunarinnar opin alla virka daga frá kl. 10:00 til 14:00. Sjá upplýsingar á vef stofnunarinnar www.pfs.is Óttast um fagleg sjónarmið í skólum Ólafur Kári Ragnarsson og Hanna María Geirdal eru í nemendaráði Réttarholtsskóla og segjast hafa áhyggjur af breytingum varðandi sinn skóla. Þau hafa til dæmis heyrt því fleygt að Réttarholtssskóli, sem er unglingaskóli, verði sameinaður Fossvogsskóla og Breiðagerðisskóla þar sem eru yngri bekkir. „Við erum búin að spá svolítið í þessi mál og erum ekki sátt. Við erum í unglingaskóla og það hefur alltaf verið stórt skref fyrir krakkana í hinum skólunum að koma hingað og það gæti eyðilagst með því að samein- ast. Við höfum jafnvel heyrt af fólki sem hlakkaði meira til að koma upp í Réttó en síðar þegar það fór upp í framhaldsskóla.“ Þau Ólafur Kári og Hanna María segjast helst kjósa óbreytt ástand, enda sé góður andi í skólanum þeirra. „Það er virkilega góð stemning hér. Allir eru góðir vinir og lítið um einelti. Svo eru kennararnir eiginlega eins og vinir manns. Það væri rosalega leiðinlegt ef það myndi tapast.“ Þau segjast ætla að fylgjast vel með framhaldinu og vona það besta. Hvað segja krakkarnir? KJÓSA ÓBREYTT ÁSTAND Þau Hanna María og Ólafur Kári segjast vona að Réttarholtsskóli breytist ekki, enda sé góður andi í skólanum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Í SKÓLANUM, Í SKÓLANUM Afar skiptar skoðanir eru um hagræðingu í skólakerfi Reykjavíkurborgar. Hagsmunaaðilar eins og skólastjórnendur og foreldrar hafa gagnrýnt verk- ferlið og viðrað áhyggjur um að fagleg sjónarmið séu látin víkja fyrir sparnaðarkröfu. Meirihlutinn hefur hins vegar sagt að engar ákvaðanir hafi verið teknar, vinnan sé enn á hugmyndastigi og hagsmunir barnanna gangi fyrir öllu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Þorgils Jónsson thorgils@frettabladid.is ■ Í Reykjavík eru 46 grunnskólar og frístundaheimili við hvern þeirra. ■ 95 leikskólar eru í borginni, en í einu tilfelli eru leikskóli og grunnskóli samreknir. ■ Í grunn- og leikskólum borgar- innar eru nær 21.000 börn og um 3.000 eru á frístunda- heimilum. Skólarnir í tölum: FRÉTTASKÝRING: Deilt um hagræðingaraðgerðir í skólum Reykjavíkurborgar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.