Fréttablaðið - 10.02.2011, Page 24
„Þeir eru nákvæmlega eins að öllu
leyti en ég er nokkuð viss um að
þetta er ekki mín útgáfa. Þessir
virðast stærri en í sömu hlutföll-
um,“ segir Friðgerður Guðmunds-
dóttir vöruhönnuður.
Súpermódel og Hollywood-
stjörnur voru ljósmyndaðar á tísku-
vikunni í Sao Paulo á dögunum
fyrir framan hvítan vegg úr pappa.
Sláandi líkindi eru með veggnum
og pappaveggnum Stuðlum, loka-
verkefni Friðgerðar við LHÍ árið
2008. Stuðlar Friðgerðar eru fram-
leiddir af Prentsmiðjunni Odda.
Verslunin Epal í Skeifunni annast
smásölu á Stuðlum og seldi meðal
annars breska viðburðafyrirtækinu
Timebased Stuðla. Þar kannast fólk
þó ekki við að hafa sent Stuðla til
Brasilíu. „Við komum ekki nálægt
tískuvikunni í Sao Paulo,“ segir
Rachel Hudson, viðburðastjóri
Timebased. Hún segir fyrirtækið
einungis hafa notað Stuðla á við-
burði í London, Schuh AW09 press
day og ASOS SS10 press day. „Þar
komu þeir mjög vel út,“ segir hún.
Hönnun Friðgerðar gæti því
hafa verið stolið en ekki náðist í
aðstandendur tískuvikunnar í Sao
Paulo í gær. Stuðlar hafa verið
sýndir víða, meðal annars í Dan-
mörku og á heimssýningunni í
Singapore í vetur. Eins hefur Frið-
gerður fengið umfjöllun í tímarit-
um og Stuðlar voru meðal annars
valdir sem eitt af þremur bestu
nemendaverkefnunum á Norður-
löndunum árið 2008 af Sænska
hönnunartímaritinu Forum Aid.
Aðspurð segir Friðgerður erfitt
að sporna við stuldi á hönnun.
Dýrt sé að verða sér úti um einka-
leyfi eða hönnunarvernd á vöru og
enn dýrara að lögsækja þann sem
stelur. Hún tekur fréttunum létt.
„Kannski er bara heiður að ein-
hverjum finnst hönnunin nógu góð
til að stela henni,“ segir hún hlæj-
andi. „Auðvitað hefði samt verið
skemmtilegra ef þeir hefðu keypt
af okkur.“ heida@frettabladid.is
Íslenskri hönnun stolið
Tískuvikunni í Sao Paulo í Brasilíu lauk nú fyrir nokkrum dögum. Þar mátti sjá bregða fyrir íslenskri
hönnun sem höfundurinn kannast þó ekki við að hafa selt til Brasilíu.
Sláandi líkindi eru með veggnum á tískuvikunni í Sao Paulo (til hægri) og Stuðlum Friðgerðar Guðmundsdóttur, en þeir voru
meðal annars valdir eitt af þremur bestu nemendaverkefnunum á Norðurlöndum af hönnunartímaritinu Forum Aid árið 2008.
MYNDIR/SPESSI (TIL VINSTRI) OG NORDICPHOTOS/GETTY (TIL HÆGRI)
Friðgerður Guðmundsdóttir vöruhönn-
uður segir erfitt að sporna við stuldi á
hönnun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Óhætt er að segja að öllu hafi verið tjaldað til á
tískuvikunni í Kólumbíu. Fjöldi tískuhönnuða frá Srí
Lanka, Indlandi og Bangladess tók þátt í tískuvikunni,
sem er í raun þriggja daga viðburður, en markmiðið
er að koma innlendum hönnuðum á framfæri.
telpurS onuK r
Staðurinn - Ræktin
Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is
RopeYoga
Frjáls
aðgangur að
opna kerfinu
og tækjasalHeildrænt hug- og heilsuræktarkerfi. Sérstök áhersla lögð á miðjuna
– kvið og bak. Hentar öllum aldurshópum og líkamsgerðum. Þú finnur
strax árangur eftir fyrstu æfinguna án þess að reyna of mikið á þig.
Lokuð 6 vikna námskeið 2x í viku í 60 mínútur:
Þriðjudaga og fimmtudaga kl 6:15, 10:30 og 12:00 / Mánudaga og miðvikudaga kl 16:30
Frjáls aðgangur að opna kerfinu og tækjasal. Verð kr. 13.900.
Barnagæsla - Leikland JSB
Velkomin í okkar hóp!
Ný námskeið að hefjast, innritun
í síma 581 3730
E
F
L
IR
a
lm
a
n
n
a
te
n
g
s
l
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
s
k
h
ö
n
n
u
n
FERMING Í FLASH
Ótrúlegt úrval
af fermingar-
kjólum í öllum
regnbogans
litum
Fleiri myndir
á Facebook,
vertu vinur
Við erum á
Aðeins fjögur verð
í búðinni af útsöluvörum
990 • 1990
2990 • 3990
Alvöru klassískur
Hollywood-glamúr er
á uppleið. Kvikmynda-
stjörnusnið, perlur og
pelsar eru það sem
koma skal, jafnvel sjálf
Kate Moss er ekki
í galla-
buxum
um
þessar
mundir.
vogue.com