Fréttablaðið - 10.02.2011, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 10.02.2011, Blaðsíða 24
„Þeir eru nákvæmlega eins að öllu leyti en ég er nokkuð viss um að þetta er ekki mín útgáfa. Þessir virðast stærri en í sömu hlutföll- um,“ segir Friðgerður Guðmunds- dóttir vöruhönnuður. Súpermódel og Hollywood- stjörnur voru ljósmyndaðar á tísku- vikunni í Sao Paulo á dögunum fyrir framan hvítan vegg úr pappa. Sláandi líkindi eru með veggnum og pappaveggnum Stuðlum, loka- verkefni Friðgerðar við LHÍ árið 2008. Stuðlar Friðgerðar eru fram- leiddir af Prentsmiðjunni Odda. Verslunin Epal í Skeifunni annast smásölu á Stuðlum og seldi meðal annars breska viðburðafyrirtækinu Timebased Stuðla. Þar kannast fólk þó ekki við að hafa sent Stuðla til Brasilíu. „Við komum ekki nálægt tískuvikunni í Sao Paulo,“ segir Rachel Hudson, viðburðastjóri Timebased. Hún segir fyrirtækið einungis hafa notað Stuðla á við- burði í London, Schuh AW09 press day og ASOS SS10 press day. „Þar komu þeir mjög vel út,“ segir hún. Hönnun Friðgerðar gæti því hafa verið stolið en ekki náðist í aðstandendur tískuvikunnar í Sao Paulo í gær. Stuðlar hafa verið sýndir víða, meðal annars í Dan- mörku og á heimssýningunni í Singapore í vetur. Eins hefur Frið- gerður fengið umfjöllun í tímarit- um og Stuðlar voru meðal annars valdir sem eitt af þremur bestu nemendaverkefnunum á Norður- löndunum árið 2008 af Sænska hönnunartímaritinu Forum Aid. Aðspurð segir Friðgerður erfitt að sporna við stuldi á hönnun. Dýrt sé að verða sér úti um einka- leyfi eða hönnunarvernd á vöru og enn dýrara að lögsækja þann sem stelur. Hún tekur fréttunum létt. „Kannski er bara heiður að ein- hverjum finnst hönnunin nógu góð til að stela henni,“ segir hún hlæj- andi. „Auðvitað hefði samt verið skemmtilegra ef þeir hefðu keypt af okkur.“ heida@frettabladid.is Íslenskri hönnun stolið Tískuvikunni í Sao Paulo í Brasilíu lauk nú fyrir nokkrum dögum. Þar mátti sjá bregða fyrir íslenskri hönnun sem höfundurinn kannast þó ekki við að hafa selt til Brasilíu. Sláandi líkindi eru með veggnum á tískuvikunni í Sao Paulo (til hægri) og Stuðlum Friðgerðar Guðmundsdóttur, en þeir voru meðal annars valdir eitt af þremur bestu nemendaverkefnunum á Norðurlöndum af hönnunartímaritinu Forum Aid árið 2008. MYNDIR/SPESSI (TIL VINSTRI) OG NORDICPHOTOS/GETTY (TIL HÆGRI) Friðgerður Guðmundsdóttir vöruhönn- uður segir erfitt að sporna við stuldi á hönnun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Óhætt er að segja að öllu hafi verið tjaldað til á tískuvikunni í Kólumbíu. Fjöldi tískuhönnuða frá Srí Lanka, Indlandi og Bangladess tók þátt í tískuvikunni, sem er í raun þriggja daga viðburður, en markmiðið er að koma innlendum hönnuðum á framfæri. telpurS onuK r Staðurinn - Ræktin Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is RopeYoga Frjáls aðgangur að opna kerfinu og tækjasalHeildrænt hug- og heilsuræktarkerfi. Sérstök áhersla lögð á miðjuna – kvið og bak. Hentar öllum aldurshópum og líkamsgerðum. Þú finnur strax árangur eftir fyrstu æfinguna án þess að reyna of mikið á þig. Lokuð 6 vikna námskeið 2x í viku í 60 mínútur: Þriðjudaga og fimmtudaga kl 6:15, 10:30 og 12:00 / Mánudaga og miðvikudaga kl 16:30 Frjáls aðgangur að opna kerfinu og tækjasal. Verð kr. 13.900. Barnagæsla - Leikland JSB Velkomin í okkar hóp! Ný námskeið að hefjast, innritun í síma 581 3730 E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n FERMING Í FLASH Ótrúlegt úrval af fermingar- kjólum í öllum regnbogans litum Fleiri myndir á Facebook, vertu vinur Við erum á Aðeins fjögur verð í búðinni af útsöluvörum 990 • 1990 2990 • 3990 Alvöru klassískur Hollywood-glamúr er á uppleið. Kvikmynda- stjörnusnið, perlur og pelsar eru það sem koma skal, jafnvel sjálf Kate Moss er ekki í galla- buxum um þessar mundir. vogue.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.