Fréttablaðið - 10.02.2011, Síða 36
10. febrúar 2011 FIMMTUDAGUR24
timamot@frettabladid.is
Arnór Einar Einarsson, 14 ára gam-
all nemandi grunnskóla Raufarhafnar
hlaut í byrjun mánaðarins 1. verðlaun
í hugmyndasamkeppni sem Lands-
byggðarvinir í Reykjavík og nágrenni
standa að en keppnin er hluti af verk-
efninu Heimabyggðin mín, nýsköpun,
heilbrigði og forvarnir.
Þrjár hugmyndir sem þóttu gefa
fyrir heit um betri, skemmtilegri og
lífvænlegri heimabyggð voru verð-
launaðar en tilgangur verkefnisins
er meðal annars að mynda brú milli
ungs fólks í höfuðborginni og á lands-
byggðinni. Arnór Einar leggur til í
verðlauna hugmynd sinni að líkan af
bryggjunni og höfninni á Raufarhöfn
sé útbúið, eins og umhorfs var þar á
síldar árunum. 2. verðlaun féllu í skaut
nemendum í Auðarskóla fyrir margs
konar hugmyndir, meðal annars heilsu-
miðstöð, og 3. verðlaun hlaut Þorbjörg
Anna Sigurðardóttir í Borgarskóla í
Grafarvogi, fyrir hugmyndir um skíða-
hús í hlíðum Úlfarsfells.
„Við fjölskyldan ferðumst mikið og
þegar ég var sjö ára fórum við saman
til Danmerkur þar sem við skoðuðum
meðal annars Lególand þar sem alls
kyns byggingar, þorp og borgir eru
útbúin úr legókubbum. Ég sá þá strax
fyrir mér að skemmtilegt gæti verið að
útbúa líkan af Raufarhöfn. Svo þegar
ég fór að vinna verkefnið núna fyrir
Landsbyggðarvini datt mér þetta strax
aftur í hug,“ segir Arnór Einar.
Yfir tvö hundruð ritgerðir voru
skrifaðar fyrir keppnina þar sem
fram komu tillögur um betri heima-
byggð nemenda. Í dómnefnd sátu Þór-
ólfur Þórlindsson prófessor, Þorgrímur
Þráinsson rithöfundur, og Svala Jóns-
dóttir hjúkrunarfræðingur.
„Við vorum búin að vera að læra um
síldarárin, þar sem Raufarhöfn var
eitt af stærstu síldarplássunum, og
mér fannst vanta einhverja kynningu á
þessum tíma. Hér hefur til dæmis ekki
verið neitt safn eða slíkt og það væri
gaman að færa þennan tíma til okkar,“
segir Arnór Einar en hugmynd hans
þótti vel útfærð og skýr, sem skapað
gæti störf og aukið ferðamannastraum
til Raufarhafnar. Arnór Einar bætir
við að honum finnist þessi tími spenn-
andi, líflegur og fjörugur, enda ball um
hverja helgi.
„Ég tók viðtal við mann sem vann
hér í síldinni og spilaði á harmóníku
og mér finnst eins og fólk hafi verið
hamingjusamt á þessum tíma og sátt.
Jú, ég væri alveg til í að hafa prófað að
lifa þennan tíma.“
Arnóri Einari líkar vel að búa á
Raufar höfn, hann er borinn og barn-
fæddur þar en auk skólans sinnir hann
hestamennsku og fótbolta og hefur
komið sér á verðlaunapall á hesta-
mótum. juliam@frettabladid.is
ARNÓR EINAR EINARSSON: HLAUT 1. VERÐLAUN Í HUGMYNDASAMKEPPNI
Raufarhöfn á síldarárunum
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi
Snorri Árnason
lést á Hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði þann
1. febrúar. Útför hans fer fram frá Akraneskirkju
þann 11. febrúar kl. 14.00.
Guðrún Snorradóttir
Þuríður Snorradóttir Steinar Gunnbjörnsson
Erla Hrönn Snorradóttir Jóhann Steinsson
Árni Ómar Snorrason Sigurlaug Ingvarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar ástkæra
Ingveldur Albertsdóttir
Bachmann
Bólstaðarhlíð 58 Reykjavík,
lést 7. febrúar. Útförin fer fram frá Háteigskirkju
miðvikudaginn 16. febrúar kl. 13.
Rúnar Bachmann Guðrún B. Hauksdóttir
Petrina Bachmann Sigríður Bachmann
og fjölskylda
Þórunn Stefanía
Samúelsdóttir
frá Bíldudal, til heimilis að Arahólum
4, Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir fimmtudaginn 3. febrúar.
Útförin fer fram frá Áskirkju föstudaginn 11. febrúar
kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á
minningarsjóð Eirar.
Árni Konráðsson Anna Aradóttir
Alda Konráðsdóttir Ólafur Ólafsson
Stefán Konráðsson Margrét Unnur Kjartansdóttir
og aðrir aðstandendur.
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengda-
móðir, amma og langamma,
Margrét Kolbrún
Friðfinnsdóttir
Hlíðarbyggð 5, Garðabæ,
lést á Landspítalanum Fossvogi föstudaginn 4. febrúar.
Sigurður Ingibergsson
Ingibergur Sigurðsson Marcela Munoz
Friðfinnur Ragnar Sigurðsson Margrét Guðvarðardóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi
Jón Guðmundur
Guðmundsson
trésmiður
frá Sunnuhvoli, Stokkseyri, nú
Merkurheimum í Flóahreppi,
verður jarðsunginn frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn
12. febrúar kl. 10.30.
Hólmfríður Tómasdóttir
Tómas Jónsson Inger Lise Myklebust
Guðríður Jónsdóttir Bergþór Kárason
Bergþóra Jónsdóttir Böðvar B. Magnússon
Erna Jónsdóttir Andri Ólafsson
barnabörn og barnabarnabarn.
VANN VERKEFNIÐ Í SAMFÉLAGSFRÆÐI Arnór Einar Einarsson ásamt umsjónarkennara sínum, Bryndísi Evu Ásmundsdóttur, við verðlauna-
afhendinguna í Háskólanum í Reykjavík.
ARTHUR MILLER, leikritaskáld og rithöfundur (1915-2005), lést þennan dag.
„Leikhúsið er svo spennandi vegna þess að það er svo ósjálfrátt.
Og líkist lífinu að því leyti.“
Merkisatburðir
1931 Nýja-Delí verður höfuðborg Indlands.
1943 Orlofslög eru samþykkt á Alþingi. Þau tryggja einn frídag
fyrir hvern unninn mánuð.
1944 Þrjár þýskar flugvélar varpa sprengjum að olíuskipinu El
Grillo sem liggur á Seyðisfirði og sökkva því.
1962 Togarinn Elliði frá Siglufirði sekkur undan Öndverðarnesi.
Júpíter bjargar 26 manns af áhöfninni en tveir farast.
1992 Mike Tyson er ákærður fyrir nauðgun.
1996 IMB-ofurtölvan Deep Blue sigrar Garrí Kasparov í skák.
2006 Vetrarólympíuleikarnir 2006 hefjast í Tórínó á Ítalíu.
Á þessum degi árið 1984 gerði Jóhann Hjartar-
son skákmeistari jafntefli við bandaríska
stór meistarann Lev Alburt á skákmóti Búnaðar-
bankans en Jóhann vann mótið. Þannig tryggði
Jóhann sér alþjóðlegan meistaratitil og tryggði
sér fyrsta áfanga að stórmeistaratitli. Jóhann var
fyrsti Íslendingurinn sem náði slíkum árangri
frá því að Guðmundur Sigurjónsson vann
Reykjavíkur skákmótið 1970.
Alburt bauð jafnteflið, sem kom flatt upp á
Jóhann. „Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið
þegar Lev Alburt bauð mér jafntefli. Ég þurfti
ekki að hugsa mig tvisvar um — greip um hönd
Alburts og þáði jafnteflið,“ sagði Jóhann í samtali
við Morgunblaðið sama kvöld. Hann sagði stríðs-
guðina hafa verið sér hliðholla í mótinu, hann
hefði verið í góðu líkamlegu og andlegu formi
og náð að einbeita sér vel. „Ég tefldi, hugsaði
um skák og dreymdi skák á meðan á mótinu
stóð. Ekkert annað komst að — einbeitingin var
alger,“ sagði hann jafnframt. Jóhann bætti því við
að góðir skákmenn þyrftu fyrst og fremst að búa
yfir innsæi og stöðumati og hafa tilfinningu fyrir
besta leiknum.
ÞETTA GERÐIST: 10. FEBRÚAR 1984
Náði stórmeistaraáfanga
AFMÆLI
LAURA
DERN
leikkona er
43 ára.
JÓHANN
BACHMANN
ÓLAFSSON
trommari er
35 ára.