Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.02.2011, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 10.02.2011, Qupperneq 42
30 10. febrúar 2011 FIMMTUDAGUR30 menning@frettabladid.is SAFNANÓTT Í HÖFUÐBORGINNI Safnanótt verður haldin á höfuðborgarsvæðinu á föstudagskvöld frá klukkan 19 til 24. Safnanótt er hluti af Vetrarhátíð í Reykjavík. Yfir 30 söfn á höfuðborgarsvæðinu verða með opið hús og bjóða upp á fjölbreytta dagskrá sem gestir á öllum aldri fá notið fram til miðnættis. Dagskrá Safnanætur heldur einnig áfram laugardaginn 12. febrúar. Nánari upplýsingar má finna á safnanott.is. Heimildarmyndin Stríðs- börn verður sýnd í Bíó Paradís í kvöld, að viðstöddum höfundinum Bryan Single. Myndin fjall- ar um örlög barna í Úganda sem hneppt hafa verið í ánauð sem stríðshermenn og leið þeirra til bata. Stríðsbörn, eða Children of War, eftir kvikmyndagerðarmanninn Bryan Single, fjallar um börn sem hafa verið frelsuð úr ánauð hins svonefnda Andspyrnuhers drott- ins í Úganda. Herinn er talinn hafa neytt um 35 þúsund börn til fylgis við sig. Sum barnanna hafa verið neydd til að myrða foreldra sína eða drepa önnur börn og verið misnotuð kynferðislega. Í myndinni er fylgst með því hvernig starfsmenn á Rachele- endurhæfingarmiðstöðinni í Norður-Úganda hjálpa börnunum að horfast í augu við fortíð sína. Single komst á snoðir um heimil- ið árið 2006 og sá fljótt að þar var efniviður í heimildarmynd. „Ég vildi ekki gera enn eina myndina um stríðshörmungar í Afríku,“ segir hann. „Það sem vakti fyrst og fremst áhuga minn var bataferli þessara krakka. Endurhæfingin gengur mikið út á skapandi tjáningu, til dæmis dans, teikningu, söng, rökræður og hlutverkaleiki. Að segja sann- leikann er líka lykilatriði og að fá börnin til að segja sögu sína, læra af því og setja í samhengi.“ Single segir að langflestir fyrr- verandi barnahermenn sem eru of ungir til að standa á eigin fótum eigi í einhver hús að venda. Það sé þeim þó ekki alltaf auðvelt að snúa aftur á heimaslóðir, þar sem þeir hafi jafnvel verið neyddir til að drýgja misindisverk. „Ráðgjafarnir reyna að búa þau undir það sem bíður þeirra heima; það er lykilatriði að draga ekki upp einhverja upphafna mynd af því. Þeir gera sér grein fyrir hvaða þrautir bíða þeirra, meðal annars félagslegi smánar- bletturinn sem fylgir fyrrverandi barnahermönnum. Sum börnin eru hrædd við að fara heim því þau eru hrædd við móttökurnar og sum eru sakbitin yfir því sem þau hafa gert.“ Single segir of snemmt að segja til um hvernig börnunum eigi eftir að reiða af til lengri tíma. Kann- anir sýni að mörgum fyrrverandi barnahermönnum takist að koma ár sinni vel fyrir borð og aðlagist samfélaginu vel. „Sárin sem 22 ára ófriður veldur í samfélaginu rista djúpt. Það eru aðeins fimm ára síðan íbúar í Norður-Úganda hættu að búa við stöðugan ótta. Fyrstu viðbrögð- in eru að sameinast, fyrirgefa og reyna að komast sem lengst frá stríðinu. Það er hins vegar spurn- ing hversu varanlegt það ástand er. Ég held að afdrif fyrrver- andi barnahermanna velti fyrst og fremst á stuðnings kerfinu. Fái þeir ást, umhyggju og síðast en ekki síst menntun eru ágætar líkur á að þessi börn eigi eftir að verða dásamlegar og heilbrigðar manneskjur þegar þau vaxa úr grasi. Við sjáum hvað setur.“ Stríðsbörn er sýnd í Bíófunda- röð sem Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna ásamt UNIC- EF og Félagi Sameinuðu þjóðanna standa fyrir. Að lokinni sýningu segja Bryan Single og Flóki Guð- mundsson, fjáröflunarfulltrúi Barnahjálpar SÞ á Íslandi, frá reynslu sinni frá stríðshrjáðum svæðum í norðurhluta Úganda. Sýningin hefst klukkan 20. bergsteinn@frettabladid.is Stríðsbörn í Bíó Paradís STRÍÐSBÖRN Þrjú börn eru í forgrunni heimildarmyndarinnar, þar á meðal stúlka sem var gefin æðstapresti Andspyrnuhers drottins ellefu ára gömul og sætti misnotkun í fimm ár. Tríóið Delizie Italiane fagnar útgáfutónleikum síns þriðja geisla- disks með tónleikum í Salnum í kvöld klukkan 20. Tríóið skipa gítarleikararnir Leone Tinganelli og Jón Elvar Hafsteinsson og kontrabassa- leikarinn Jón Rafns. Á tónleikunum munu hljóma íslensk lög með ítölskum texta þar sem ástin og lífið er helsta yrkis- efnið. Meðal laga á efnisskránni eru Bláu augun þín, Nína, Bragga- blús og fleiri. Sérstakir gestir á tónleikunum verða söngvararnir Ragnar Bjarna- son og Gissur Páll Gissurarson ásamt Sigurði Flosasyni á saxófón, Kjartani Valdemarssyni á harmón- íku, Einari Vali Scheving á slagverk og söng konunni Kristínu Ingu Jóns- dóttur. Dægurflugur á ítölsku 1 3 5 7 9 2 4 6 8 10 Candida sveppasýking Guðrún G. Bergmann Svar við bréfi Helgu Bergsveinn Birgisson Blóðhófnir Gerður Kristný Halastjarnan - kilja Tove Jansson Máttur viljans Guðni Gunnarsson Prjónaklúbburinn - kilja Kate Jacobs METSÖLULISTI EYMUNDSSON SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT 02.02.11 - 08.02.11 Utangarðsbörn - kilja Kristina Ohlsson Fátækt fólk - kilja Tryggvi Emilsson Skólaljóð Ýmsir - Halldór Pétursson Detox - 14 leiðir til að hreinsa... Helen Foster

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.