Fréttablaðið - 10.02.2011, Síða 46
34 10. febrúar 2011 FIMMTUDAGUR
folk@frettabladid.is
Tónlistarhópurinn Rvk Sound-
system stendur fyrir mánaðar-
legum reggíkvöldum í Nýlendu-
vöruverslun Hemma & Valda
annan laugardag hvers mánaðar.
Hópurinn samanstendur af
þaulvönum plötusnúðum og tón-
listarmönnum, þeim DJ Kára, DJ
Elvari, Gnúsa Yones og Charlie
D. Tilgangur þessara kvölda er
að efla áhuga Íslendinga á reggí-
tónlist og auka fjölbreytnina í
íslensku skemmtanalífi. „Við byrj-
uðum með þetta í sumar og erum
að hefja þetta aftur núna. Þetta er
búið að ganga furðuvel, betur en
maður hefði búist við,“ segir DJ
Elvar. „Mætingin hefur verið fín
og það eru greinilega fleiri sem
hafa gaman af þessari tónlist en
maður bjóst við.“
Næsta reggíkvöld verður hald-
ið á laugardaginn. Sjóðheitir reggí-
tónar verða spilaðir og hugsanlega
fá óútgefin íslensk reggílög líka að
hljóma. Aðgangseyrir er enginn.
Sigurvegarinn í bandarísku
hæfileikaþáttunum X Factor fær
fimm milljónir dollara í sinn hlut,
eða tæpar 600 milljónir króna, á
fimm ára tímabili. Framleiðand-
inn Fox heldur því fram að þetta
sé hæsta verðlaunafé í gervallri
sjónvarpssögunni.
„Þetta er gríðarleg áhætta
en einnig mjög ögrandi. Allir
sem taka þátt verða réttilega
undir miklum þrýstingi. Ég er
sannfærður um að ég eigi eftir
að finna stjörnu,“ sagði Simon
Cowell, maðurinn á bak við
þættina, sem hefja göngu sína
næsta haust. „Ef sigurvegarinn
selur ekki eina einustu plötu
heldur hann samt peningunum.
Þrýstingurinn er mikill vegna
þess að ef röng manneskja vinnur
er ég í miklum vanda.“
Cowell, sem yfirgaf
American Idol á síð-
asta ári, leiðir dóm-
nefnd þáttanna. Ekki
hefur verið tilkynnt
hverjir verða honum
til halds og trausts.
Orðrómur er uppi um
að söngkonan Cheryl
Cole verði þar á meðal.
Einnig hafa nöfn
Nicole Scherz-
inger úr Pussy-
cat Dolls og
fyrrverandi
Idol-dómar-
ans Paulu
Abdul verið
nefnd. „Við
höfum talað
við hana og
hún veit að
ég er mikill aðdáandi hennar,“
sagði Cowell um Abdul.
Cowell byrjaði með X Factor í
Bretlandi árið 2004 og þar hafa
þættirnir notið mikilla vin-
sælda. Á meðal sigurvegara þar
er söngkonan Leona Lewis. Hér
á landi sigraði Jógvan Hansen í
X Factor-keppninni árið 2007,
eftir baráttu við Hara-
systur í úrslitunum.
600 milljónir fyrir sigurinn
CHARLIE D Charlie D og félagar í Rvk
Soundsystem spila reggí annan laugar-
dag hvers mánaðar.
SIMON COWELL
Maðurinn á bak við
X Factor er sann-
færður um að hann
geti fundið stjörnu í
Bandaríkjunum.
Leikhús listamanna var endur-
vakið í Þjóðleikhúskjallaranum
á þriðjudagskvöld. Ármann
Reynisson fór á kostum sem
kynnir.
„Þetta heppnaðist mjög vel og fór
fram úr okkar björtustu vonum. Það
var fullt út úr dyrum og áhorfendur
virtust njóta þessa nýja listforms.
Þetta er komið til að vera,“ segir lista-
maðurinn Símon Birgisson.
Árið 2004 var stofnað til Leikhúss
listamanna, kvöldskemmtana í Klink
og bank. Þessi kvöld voru endurvakin
nú á þriðjudagskvöld í Þjóðleikhús-
kjallaranum. Hugmyndin að baki
þessara kvöldskemmtana er í ætt við
svokölluð „Soirées”, skemmtanir sem
frægar voru í París í eina tíð. „Þetta
er ekki hefðbundin leiksýning. Þetta
eru afslöppuð kvöld þar sem listamenn
koma saman og fremja gjörninga eða
flytja atriði,“ segir Símon.
Meðal þeirra sem fram komu voru
Ragnar Kjartansson, Snorri Ásmunds-
son, Ragnar Ísleifur Bragason, Ásdís
Sif Gunnarsdóttir, Ingibjörg Magna-
dóttir, áðurnefndur Símon Birgisson
og Saga Sigurðardóttir. Kynnir var
Ármann Reynisson en hann gegndi því
hlutverki einmitt árið 2004.
„Ármann fór algerlega á kostum. Ég
held að það sé óhætt að segja að hann
hafi átt sviðið enda er hann jú einn
fremsti gjörningalistamaður þjóðar-
innar,“ segir Símon.
hdm@frettabladid.is
Leikhús listamanna komið
til að vera í menningarlífinu
KOMIÐ TIL AÐ VERA Snorri Ásmundsson, Ragnar Ísleifur Bragason og Símon Birgisson komu fram á Leikhúsi listamanna.
FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Kynnirinn Ármann Reynisson þótti
fara á kostum.
Sigríður Dóra Jóhannsdóttir og Helga
Björg Gylfadóttir.
Jón Kr. Ólafsson stórsöngvari og Hilmar
Örn Agnarsson organisti.
Eva Rún Snorradóttir og Eva Björk Kaaber.
Spila sjóðheitt reggí
60.000 eldheitir aðdáendur Justins Bieber hafa tryggt sér miða á sérstakar forsýningar myndarinnar Never Say Never í Bandaríkjunum. Myndin fjallar um söngvarann og fleiri miðar eru ekki í boði að svo stöddu. Aðdáendurnir
þurftu að borga rúmlega 3.000 krónur fyrir miðann.