Fréttablaðið - 10.02.2011, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 10.02.2011, Blaðsíða 50
 10. febrúar 2011 FIMMTUDAGUR38 sport@frettabladid.is STÓRLEIKUR kvöldsins í Iceland Express deild karla fer fram í Grindavík þar sem heima- menn taka á móti toppliði Snæfells. Þetta eru tvö efstu lið deildarinnar og því verður einhver hasar í Röstinni í kvöld. Alls verða þrír leikir í körfunni og í handboltanum fara fram fjórir leikir hjá körlunum. Stórleikur kvöldsins þar er viðureign FH og Vals í Krikanum. Vináttulandsleikir: Íran-Rússland 1-0 Andorra-Moldavía 1-2 San Marínó-Liechtenstein 0-1 Armenía-Georgía 1-2 Hvíta-Rússland-Kasakstan 1-1 Grikkland-Kanada 1-0 Lettland-Bólívía 2-1 Aserbaídsjan-Ungverjaland 0-2 Makedónía-Kamerún 0-1 Lúxembúrg--Slóvakía 2-1 Malta-Sviss 0-0 Eistland-Búlgaría 2-2 Albanía-Slóvenía 1-2 Belgía-Finnland 1-1 Ísrael-Serbía 0-2 Tyrkland-Suður-Kórea 0-0 Króatía-Tékkland 4-2 1-0 Eduardo (8.), 2-0 Nikola Kalinicic (12.), 2-1 Tomas Sivok (20.), 2-2 Tomas Rosicky (45.), 3-2 Nikola Kalinicic (61.), 4-2 Ivo Ilicevic (74.). Danmörk-England 1-2 1-0 Daniel Agger (8.), 1-1 Darren Bent (10.), 1-2 Ashley Young (67.) Holland-Austurríki 3-1 1-0 Wesley Sneijder (28.), 2-0 Ibrahim Afellay (48.), 3-0 Dirk Kuyt, víti (71.), 3-1 Marko Arnau- tovic, víti (85.) Pólland-Noregur 1-0 1-0 Robert Lewandowski (19.) Þýskaland-Ítalía 1-1 1-0 Miroslav Klose (15.), 1-1 Giuseppe Rossi (81.) Argentína-Portúgal 2-1 1-0 Angel Di Maria (14.), 1-1 Cristiano Ronaldo (20.), 2-1 Lionel Messi, víti (89.). Frakkland-Brasilía 1-0 1-0 Karim Benzema (53.) Rautt spjald: Hernanes, Brasilía (40.). ÚRSLIT FÓTBOLTI Einn efnilegasti knatt- spyrnumaður landsins, Ingólf- ur Sigurðsson, er samningslaus eftir að hann sleit samningi við hollenska félagið Heerenveen og er kominn aftur heim til Íslands. Þetta er í annað sinn sem Ingólf- ur hættir hjá Heerenveen en hann verður 18 ára um helgina. Ingólfur er uppalinn hjá Val en var í herbúðum KR áður en hann fór aftur utan til Hollands en hlut- irnir gengu ekki upp þar. „Þessi niðurstaða hefur átt sér smá aðdraganda. Það voru ákveðn- ir hlutir sem gengu ekki eftir og því var það sameiginleg ákvörðun hjá mér og félaginu að slíta samn- ingnum. Það var fyrir bestu,“ segir Ingólfur, sem vildi ekki fara út í nein smáatriði en tók þó fram að þetta hefði allt verið gert í mesta bróðerni. Honum er nú frjálst að semja við hvaða lið sem er, bæði hér heima og erlendis. Hann segist ekki hafa gert upp hug sinn með fram- tíðina. „Ég veit ekkert hvað gerist í framhaldinu. Það er haugur af liðum hér heima búinn að hringja í mig eftir að þetta spurðist út. Svo hef ég verið í sambandi við lið erlendis þannig að það verður úr einhverju að velja næstu dag- ana. Það er hið besta mál,“ segir Ingólfur en hann segir ekki koma til greina að semja við hvaða lið sem er úti. „Ég fer ekki í 3. deildina í Nor- egi. Það er samt möguleiki að fara út rétt eins og að vera heima. Þetta kemur í ljós en ég er opinn fyrir öllu,“ segir Ingólfur, sem hefur verið orðaður við Val. „Ég veit ekkert um það mál. Þeir vilja fá mig og ég get staðfest það. Ég veit ekki meira,“ segir Ingólf- ur, sem ætlar að fara yfir stöðuna á næstu dögum. - hbg Ingólfur Sigurðsson laus allra mála hjá Heerenveen: Er opinn fyrir öllu INGÓLFUR SIGURÐSSON Hefur úr mörgu að velja. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Það fór framhjá fáum knattspyrnuáhugamönnum í Þýskalandi þegar íslenska 21 árs landsliðið fékk fjögur stig á móti Þjóðverjum í undankeppni EM og skildi þýska liðið eftir í riðlinum á leið sinni inn í úrslitakeppni EM. Þjálfari íslenska liðsins, Eyjólfur Sverrisson, þekkir vel til í þýska boltanum eftir að hafa spilað þar með Stuttgart (1989-1994) og Herthu Berlin (1995-2003) og nú gæti hann verið á leiðinni aftur í þýska boltann. Þýskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að Eyjólfur væri orðinn aðstoðarþjálfari Wolfs- burg en hann sjálfur sagðist í við- tali við Fréttablaðið að hann væri ekki búinn að skrifa undir neitt. „Það er ekkert klárt í þessu. Ég er hjá Wolfsburg og við erum bara að ræða málin. Þetta mun hugsan- lega klárast á morgun [í dag],“ segir Eyjólfur. „Þetta er spennandi starf því þetta er flottur klúbbur. Ég veit ekki hvar þetta mál er statt því við eigum eftir að ræða betur saman,“ segir Eyjólfur, sem þekk- ir vel til Dieters Höness, fram- kvæmdastjóra Wolfsburg. Höness vann hjá Stuttgart þegar Eyjólfur spilaði þar og svo aftur hjá Herthu Berlin þegar Eyjólfur kom þangað eftir Tyrklandsævintýrið. „Ég þekki Dieter Höness vel. Hann hafði samband við mig og bað mig að koma og ræða við sig. Hann bað mig um að hjálpa sér og þar erum við bara staddir núna,“ segir Eyjólfur. Pierre Littbarski tók við Wolfs- burg-liðinu í vikunni eftir að Steve McClaren var rekinn en Littbarski var áður aðstoðarþjálfari McClar- ens. „Ég þekki lítið til Littbarski,“ segir Eyjólfur en Littbarski var að klára feril sinn sem leikmaður þegar Eyjólfur kom út til Þýska- lands. Littbarski spilaði á sínum tíma 73 landsleiki fyrir Þjóðverja og varð heimsmeistari árið 1990. Hann þjálfaði áður lið FC Vaduz í Liechtenstein. Eyjólfur er samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins ekki að leita eftir því að verða aðalþjálfari eða að ráða sig í langan tíma. Hann hefur aðeins hugsað sér að vera í svona starfi fram á vorið. Fram undan er úrslitakeppnin hjá 21 árs landsliðinu og þar ætlar Eyjólfur að halda áfram sínu góða starfi. „Ég mun halda áfram með 21 árs landsliðið og þetta á ekki að vera neitt mál gagnvart KSÍ. Ég er búinn að ræða þetta við KSÍ og þetta ætti bara að vera góður undir- búningur fyrir verkefni sumarsins ef af verður,“ segir Eyjólfur en Wolfsburg er víst ekki eina þýska félagið sem sýnir honum áhuga. Eyjólfur staðfesti það í gær en vildi ekki greina nánar frá því. Fréttablaðið náði í Eyjólf í gær inni á milli funda en þrátt fyrir að hann segði ekkert vera klárt viður- kenndi Eyjólfur að það kitlaði hann að taka við starfi aðstoðarþjálfara hjá svona stóru félagi. „Það væri gaman að því að kom- ast að hjá svona stórum klúbbi,“ sagði Eyjólfur að lokum áður en hann dreif sig á annan fund með Höness. ooj@frettabladid.is Dieter bað mig um að hjálpa sér Árangur Eyjólfs Sverrissonar með íslenska 21 árs landsliðið hefur vakið mikla athygli, sérstaklega í Þýska- landi. Eyjólfur er nú í viðræðum við Wolfsburg um að gerast aðstoðarþjálfari Pierre Littbarski. VERÐANDI YFIRMENN Dieter Höness og Pierre Littbarski. MYND/GETTY IMAGES/BONGARTS FRÁBÆR ÁRANGUR MEÐ 21 ÁRS LIÐIÐ Eyjólfur Sverrisson er eftirsóttur í Þýskalandi eftir að 21 árs landsliðið hans fór illa með þýska jafnaldra sína. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.