Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.02.2011, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 10.02.2011, Qupperneq 54
42 10. febrúar 2011 FIMMTUDAGURLÖGIN VIÐ VINNUNA „Íslendingum er að fjölga og nafn- giftum fjölgar líka,“ segir Ólafur Daði Helgason, faðir Theodórs Elvisar sem fæddist í desember á síðasta ári. Mannanafnanefnd samþykkti nýlega seinna nafn Theodórs eftir talsvert mas og þras að sögn föðurins. Theodór Elvis var skírður 29. janúar og Ólafur Daði segir við- brögð fjölskyldunnar við nafn- inu hafa verið góð. „Við héldum þessu leyndu. Viðbrögðin í kirkj- unni voru ekki einu sinni blendin. Það fannst þetta öllum flott,“ segir hann. „Það var reyndar einn í fjöl- skyldunni sem var ekki alveg að skilja þetta. Það var afi minn, dr. Ólafur Halldórsson íslenskufræð- ingur. Hann er 93 ára og finnst að fólk eigi að heita einu nafni.“ Viðbrögðin í netheimum hafa verið blendin, en fréttir af nafn- inu bárust á mánudag. Ólaf- ur segir notendur hins alræmda Barnalands hafa farið yfir strikið þegar þeir töldu drenginn gjalda fyrir aðdáun foreldranna á Elvis Presley. „Það er auðvitað sniðugt fólk á Barnalandi sem finnst þetta alveg út í hött,“ segir hann. „Hver einasta heilbrigða manneskja sér að þetta er ekki út í hött. Þetta er fallegt nafn. Við erum engin Elvis-frík. Það er ekki Elvis-altari hérna fyrir aftan. Ég er með mynd af Mick Jagger uppi á vegg, ekki Elvis. Þetta snýst ekki um það.“ Ólafur segist eiga plötur kóngs- ins og kannski einn eða tvo boli en ítrekar að nafnið sjálft sé málið. „Þetta er töff nafn og kannski aðeins til að heiðra rokkið og rólið í leiðinni,“ segir hann. Þrátt fyrir að Ólafur og Olga Möller, unnusta hans, hafi unnið brautryðjendastarf með nafngift- inni vonar hann að verðandi for- eldrar ofnoti nafnið ekki. „Það finnst engum klisjur fyndnar eða skemmtilegar,“ segir hann. „Von- andi verður það í hófi til að virða vinnu okkar til að fá nafnið í gegn.“ - afb Langafi Elvisar skilur ekkert í nafngiftinni ELVIS MÆTTUR Á SVÆÐIÐ Theodór Elvis kampakátur ásamt foreldrum sínum, Ólafi og Olgu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Þetta er sjúklega flott. Alveg geðveikt. Erpur verður hérna að eilífu,“ segir Þorgeir Gunnarsson, eldheitur aðdáandi Erps Eyvindar- sonar og hljómsveitar hans, XXX Rottweiler. Þorgeir lét húðflúra andlit rapp- arans Erps Eyvindarsonar, Blaz Roca, á innanverðan framhandlegg sinn í gær. Þetta er þriðja húðflúr Þorgeirs, en hann hefur komið fram ásamt Erpi undanfarnar vikur og steig fyrst á svið með honum í Sjall- anum á Akureyri í desember á síð- asta ári. En hvað rekur menn í að fá sér húðflúr með mynd af uppá- haldsrapparanum sínum? „Ég er bara aðdáandi. Erpur er góður vinur minn.“ Myndirðu segja að þú værir aðdáandi númer eitt? „Ég veit það ekki. Ég er ekki týpan sem fer að grenja þegar ég sé hann. Ég er búinn að hlusta á hann síðan ég fékk fyrstu plötuna með honum og er að fara á svið með honum á föstudaginn. Við tökum nokkur lög saman.“ Heldurðu að þú eigir einhvern tíma eftir að sjá eftir að hafa fengið þér húðflúrið? „Nei.“ Alveg harður á því? „Já.“ Erpur Eyvindarson, fyrirmynd húðflúrsins, er ánægður með fram- tak Þorgeirs. „Þetta er ljónhart – þvílíkur fagmaður,“ segir hann. „Það verður þvílíkt gott þegar hann er að taka lagið með mér og rífur sig úr að ofan; massaður og flúrað- ur með tattúið. Ég er líka alveg ljónharður á þessari mynd.“ Þetta er í fyrsta skipti sem aðdá- andi Erps lætur húðflúra andlit hans á sig, en alþekkt er að erlend- ar stórstjörnur endi sem varanlegar skreytingar á líkömum fólks. „Það verða fleiri. Þetta er bara byrjun- in. Þú verður kominn með svona á rassinn fljótlega.“ Þorgeir kemur fram ásamt XXX Rottweiler á Sódómu á föstudaginn og mun húðflúrið eflaust fá að njóta sín. atlifannið@frettabladid.is ÞORGEIR GUNNARSSON: ERPUR VERÐUR HÉRNA AÐ EILÍFU Aðdáandi Erps lætur flúra andlit hans á handlegginn ERPUR AÐ EILÍFU Þorgeir er handviss um að hann eigi aldrei eftir að sjá eftir því að fá sér mynd af Erpi á framhandlegginn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Össur Hafþórsson, annar eigenda húðflúrstofunnar Reykja- vík Ink, segir að húðflúr Þorgeirs sé langt því frá að vera það furðulegasta sem hefur verið teiknað á stofunni hans. „Furðulegasta tattúið var mynd af leiðbeiningunum um hvar maður á að þvo sér þegar maður fer í sund,“ segir hann. „Hann fékk útlínurnar af kallinum og rauðu blettina sem sýna hvar maður á að þvo sér. Hann lenti í útistöðum við íslenskan baðvörð og honum fannst þetta svo eftir- minnilegt. Og þetta var ekki lítið tattú!“ LANGT ÞVÍ FRÁ AÐ VERA FURÐULEGASTA FLÚRIÐ „Mér finnst rosa gott að hlusta á Emilíönu Torrini, Queen og Elton John. Það eru líka alltaf góð lög frá Madonnu og að sjálfsögðu hlusta ég líka á Pál Óskar.“ Unnur Pálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Fusion. „Þetta er í rauninni stærra en að spila á Wembley, þannig séð,“ segir tónlistarmaðurinn Birgir Hilm- arsson. Lag hans hljómaði í nýrri auglýsingu farsíma fyrirtækisins Motorola sem var sýnd í hálf- leik Super Bowl fótboltaleiksins í Bandaríkjunum um síðustu helgi. Talið er að um 105 milljónir áhorf- enda hafi séð auglýsinguna. Birgir, sem er einnig liðsmaður hljómsveitarinnar Ampop, fékk verkefnið í gegnum umboðsmann sinn sem starfar hjá tónlistar- fyrirtæki í New York. „Ég held að fjöldinn allur af tónskáldum hafi verið að keppast um þetta. Ég datt í lukkupottinn í þetta skiptið,“ segir Birgir, sem hefur verið búsettur í London undanfarin ár. „Þetta var rosa rússíbanareið. Ég gerði upphaf lega tvö verk fyrir þessa auglýsingu en ákvað þá að velja aðra pælingu sem er mínimal- ískt píanóverk. Ég lagði rosapúður í það en þá fékk ég allt í einu sím- tal um að Motorola vildi það ekki,“ segir Birgir. Þá ákvað hann að nota útgáfu sem hann átti af lagi sem kom út á plötunni Cinematic Songs sem kom út á netinu í fyrra og það hitti í mark hjá Motorola. Birgir hefur fengið mikla athygli á Youtube fyrir lagið sitt og komst það í 10. sæti í Bretlandi yfir þau vinsælustu á síðunni í gær. Hann á þó enn eftir að fá borgað frá Motorola. „Það eru enn samninga- viðræður í gangi. Ég er með mína umboðsmenn í því.“ Hægt er að horfa á auglýsinguna á síðunni Biggihilmars.com. - fb Samdi lag fyrir 100 milljónir BIRGIR HILMARSSON Tónlistarmaðurinn á lag í nýrri auglýsingu Motorola sem var birt í hálfleik Super Bowl. Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 Siginn fi skur Súr Hvalur2000Kr./kg.Kr./kg. Humar Skötuselur 1990 kr.kg roðlaus/beinlaus Fös 18.2. Kl. 19:00 U Lau 19.2. Kl. 19:00 Ö Mið 2.3. Kl. 19:00 Ö Mið 9.3. Kl. 19:00 Ö Lau 12.3. Kl. 19:00 Fim 17.3. Kl. 19:00 Ö Íslandsklukkan (Stóra sviðið) Gerpla (Stóra sviðið) Ö Sun 6.3. Kl. 13:30 Sun 6.3. Kl. 15:00 Sun 13.3. Kl. 13:30 Sun 13.3. Kl. 15:00 Sun 20.3. Kl. 13:30 Sun 20.3. Kl. 15:00 Sun 27.3. Kl. 13:30 Sun 27.3. Kl. 15:00 Sindri silfurfiskur (Kúlan) Lér konungur (Stóra sviðið) Sun 13.2. Kl. 14:00 Sun 13.2. Kl. 17:00 Sun 20.2. Kl. 14:00 Sun 20.2. Kl. 17:00 Sun 27.2. Kl. 14:00 Sun 27.2. Kl. 17:00 Sun 6.3. Kl. 14:00 Sun 6.3. Kl. 17:00 Sun 13.3. Kl. 14:00 Sun 13.3. Kl. 17:00 Sun 20.3. Kl. 14:00 Sun 20.3. Kl. 17:00 Ballið á Bessastöðum (Stóra sviðið) Ö Ö Ö Ö Fim 10.2. Kl. 20:00 Aukasýning Fös 11.2. Kl. 20:00 Lau 12.2. Kl. 20:00 Fim 17.2. Kl. 20:00 Fös 25.2. Kl. 20:00 Ö Brák (Kúlan) Fös 11.2. Kl. 20:00 Lau 12.2. Kl. 20:00 Sun 13.2. Kl. 20:00 Fim 17.2. Kl. 20:00 Sun 20.2. Kl. 20:00 Sun 27.2. Kl. 20:00 Ö Ö Ö Ö U U Ö Ö Ö Ö U Ö U Ö Ö Ö Ö U Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010 Kvikmyndaverðlaun tímaritsins Myndir mánaðarins og síðunnar Kvikmyndir.is verða haldin í Sambíóunum Egilshöll í fyrsta sinn á morgun. „Það þarf að hafa einhver verðlaun þar sem fólk fær að segja sína skoðun. Eddu- verðlaunin eru frábær en það eru fagverðlaun. Það er allt öðruvísi sýn sem kemur þar fram,“ segir Erlingur Grétar Einarsson, sem verður kynnir kvöldsins ásamt Tómasi Valgeirssyni. „Stefnan er að halda þetta árlega. Allir sem koma nálægt þessu eru rosa hrifnir af þessu konsepti.“ Fjölbreyttur hópur tók þátt í forvali verðlaunanna, bæði kvik- myndaáhugamenn og fólk úr bransanum. Eftir það völdu les- endur Kvikmynda.is sigurvegara úr fimm tilnefningum í hverjum flokki og eru flokkarnir sextán talsins, þar af fjórir íslenskir. Erlingur Grétar hefur lengi fylgst með erlendum kvikmynda- hátíðum og hlakkar til að feta í fótspor kynna á borð við Ricky Gervais og Billy Crystal. „Það er aðalmálið að þetta verði ekki þurrt. Það er dagskipunin að hafa þetta ferskt og skemmtilegt.“ Hönnuðir verðlaunagripsins, sem hefur verið kallaður K-ið, eru þeir Þóroddur Bjarnason og Stefán Einarsson. - fb Ný kvikmyndaverðlaun MEÐ VERÐLAUNAGRIPINN Erlingur Grétar með verðlaunagripinn sem verður afhentur á föstudagskvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.