Fréttablaðið - 16.02.2011, Qupperneq 4
4 16. febrúar 2011 MIÐVIKUDAGUR
Ranglega var sagt í frétt í blaðinu í
gær að Lilja Mósesdóttir alþingismað-
ur væri í Hreyfingunni. Hún er í Vinstri
hreyfingunni – grænu framboði. Beð-
ist er velvirðingar á mistökunum.
LEIÐRÉTTING
VITINN Nágranni næst vitanum er
ósáttur við umferð óviðkomandi um
garð sinn.
SKIPULAGSMÁL Ekki er rétt sem
sagt var í Fréttablaðinu í gær að
útbúa eigi nýja leið að vinsælum
en umdeildum vita ofan við
Hverfisgötu í Hafnarfirði.
Þvert á móti var fallið frá
þeirri lausn við gerð nýs deili-
skipulags fyrir reitinn sem ligg-
ur að vitanum, að sögn Sigríðar
Bjarkar Jónsdóttur, formanns
skipulagsráðs Hafnar fjarðar.
Sigríður segir bæinn hafa rétt
til að fara um lóðina á Hverfisgötu
41 til að komast að vitanum vegna
viðhalds og slíks. Hins vegar sé of
dýrt miðað við núverandi aðstæð-
ur að útbúa gönguleið þar um
fyrir almenning. Flestir íbúar í
nágrenni vitans telji að auki að
ekki eigi að gera aðgang að honum
greiðari en hann sé í dag. - gar
Misskilningur um Hafnarfjörð:
Ekki á að gera
nýja leið að vita
Skal flutt af flugvellinum
53 fermetra farþegaskýli og flugaf-
greiðsla við Breiðdalsflugvöll á Breið-
dalsvík er til sölu. Óska Ríkiskaup
tilboða í það. Skýlið er úr áli og tré og
var reist 1982. Hægt er að setja það
saman og koma fyrir á vörubílspalli.
FLUGSTÖÐ TIL SÖLU
ÍTALÍA, AP Réttarhöld yfir Silvio
Berlusconi, forsætisráðherra
Ítalíu, hefjast 6. apríl. Þau
gætu orðið honum að falli, þótt
honum hafi til
þessa tekist að
snúa sér út úr
öllum vand-
ræðum vegna
hneykslismála
og spillingar-
ásakana.
Hann var
ákærður í gær
fyrir að hafa
borgað fyrir kynlíf með sautján
ára stúlku frá Marokkó. Einnig
var hann ákærður fyrir að hafa
misnotað stöðu sína til þess
að koma í veg fyrir að þetta
spyrðist út.
Berlusconi hefur sagt þessar
ásakanir tilhæfulausar og
kallað réttarhöldin skrípaleik.
- gb
Réttað yfir forsætisráðherra:
Berlusconi þarf
að svara til saka
SILVIO BERLUSCONI
ALÞINGI Vigdís Hauksdóttir, Fram-
sóknarflokki, ætlar að fallast á
opinbera afsökunarbeiðni Marðar
Árnasonar, formanns umhverfis-
nefndar Alþingis, og sitja áfram í
nefndinni.
Hún gekk af nefndarfundi í gær-
morgun og sagði sig síðan úr nefnd-
inni með opinberri yfirlýsingu:
„Augljóst er að formaður nefnd-
arinnar beitir mjög mismunandi
vinnubrögðum eftir því hvort stjórn-
arþingmenn eða stjórnarandstöðu-
þingmenn eiga í hlut,“ segir þar.
Að sögn viðstaddra gekk það
fram af fleiri nefndarmönnum
að Mörður greip hvað eftir annað
frammí fyrir henni með alls kyns
athugasemdum þegar hún hafði
orðið á fundi nefndarinnar.
Við upphaf þingfundar í gær
kvaddi Mörður sér síðan hljóðs og
sagðist hafa sent Vigdísi tölvupóst
þar sem hann bæði hana afsök-
unar á „harðneskjulegri fundar-
stjórn“. Mörður bað Vigdísi að end-
urskoða þá ákvörðun að segja sig
úr nefndinni.
Vigdís sagði Fréttablaðinu að
eftir að hafa rætt málið í þing-
flokki framsóknarmanna hefði
hún komist að þeirri niðurstöðu að
sitja áfram í nefndinni undir for-
mennsku Marðar; sú þjónaði hags-
munum Framsóknarflokksins.
- pg
Nefndarformaður umhverfisnefndar biðst opinberlega afsökunar á fundarstjórn:
Vigdís féllst á afsökunarbeiðni Marðar
VIGDÍS
HAUKSDÓTTIR
MÖRÐUR
ÁRNASON
HAGSTOFAN Aðeins tvisvar sinnum
hafa fleiri Íslendingar fæðst en
í fyrra. Árið 2010 fæddust 4.907
börn á Íslandi, 2.523 drengir og
2.384 stúlkur, eða 1.058 drengir á
móti hverjum 1.000 stúlkum.
Einungis tvisvar áður hafa fleiri
lifandi fædd börn komið í heiminn
á einu ári. Árið 2009 fæddust 5.026
börn og 4.916 árið 1960.
Meðalaldur mæðra hefur hækk-
að. Frá byrjun sjöunda áratugarins
og fram yfir 1980 var meðalaldur
frumbyrja undir 22 árum en er nú
26,6 ár að meðaltali. - sh
4.907 börn fæddust í fyrra:
Aðeins tvisvar
hafa fleiri fæðst
GENGIÐ 15.02.2011
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
215,1426
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
117,23 117,79
188,09 189,01
158,6 159,48
21,267 21,391
20,16 20,278
18,105 18,211
1,403 1,4112
182,24 183,32
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is
RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is
®
SKÓLAMÁL Borgaryfirvöld hafa
ákveðið að auka fjárheimildir til
grunnskólastarfs í borginni um
200 milljónir króna frá því sem
gert var ráð fyrir í fjárhagsáætl-
un borgarinnar fyrir yfirstand-
andi ár. Til greina kemur að full-
nýta útsvarsheimildir til að mæta
auknum kostnaði.
Oddný Sturludóttir, formaður
menntaráðs, segir að með þessu
sé tryggt að ekki þurfi að skerða
kennslu eða innra starf grunn-
skóla.
„Við skoðuðum stöðuna og sáum
að uppsafnaður vandi síðustu
tveggja ára á menntasviði var að
birtast,“ segir Oddný.
„Skólarnir eiga erfitt með að hag-
ræða í innra starfinu, þriðja árið í
röð. Því ákváðum við að bregðast
nú við og draga til baka að nær
öllu leyti fyrirhugaða skerðingu
kennslumagns, og bæta í varðandi
gæslu og forföll. Í raun erum við því
að bæta í, miðað við fjárhagsáætlun
fyrir síðasta ár.“
Oddný segir þetta þó ekki hafa
áhrif á vinnu starfshóps um sam-
einingar innan skólakerfis borgar-
innar, því að ástandið undirstriki
enn frekar nauðsyn breytinga.
„Nú er lag að þora að fara út í þær
kjarkmiklu breytingar sem rætt
hefur verið um, til að hægt verði
að standa vörð um skólastarfið
sjálft.“
Aðspurð segir Oddný að til greina
komi að hækka útsvarið upp í leyfi-
legt hámark til að standa straum af
kostnaðinum.
„Að mínu mati er það réttlátasta
leiðin til að verja skólastarfið að
dreifa byrðum á sem sanngjarn-
astan hátt.“
Guðrún Valdimarsdóttir, formað-
ur SAMFOKS, samtaka foreldra
grunnskólabarna í Reykjavík, segir
í samtali við Fréttablaðið að þessi
viðbót dugi ekki til.
„Þó að við fögnum þeim litlu
skrefum sem tekin eru í að leiðrétta
þessa ákvörðun, að ráðast á réttindi
barna, þá er það svo að ef borgin
hefði ekki varið kennsluna væri um
gróft lögbrot að ræða.“
Guðrún segist ekki sjá hvernig
200 milljónir komi til með að vinna
upp þá 250 milljóna kennsluskerð-
ingu sem fyrirhuguð hafi verið.
„Þau eru enn 50 milljónir í mínus
fyrir utan það sem þarf til að verja
gæsluna. Svo er enn, þrátt fyrir
allt, verið að tala um 800 milljóna
heildarniðurskurð til menntasviðs,
sem er of mikið.“
Guðrún bætir því við að skólamál
skuli ekki notuð sem afsökun fyrir
hækkun útsvars, enda eigi borgin fé
í sjóðum. Borgin verði að forgangs-
raða í þágu barna og unglinga.
thorgils@frettabladid.is
Aukin framlög til að
verja kennslustundir
Borgaryfirvöld íhuga að hækka útsvar til að fjármagna 200 milljóna hækkun
framlags til grunnskóla. Segjast verja kennslumagn. Foreldrar enn ósáttir við nið-
urskurð. Borgin eigi fé í sjóðum sínum og þurfi að forgangsraða fyrir skólabörn.
Samtök foreldra hafa boðað til
samstöðugöngu frá Skólavörðu-
holti niður að Ráðhúsinu fyrir
opinn fund sem menntaráð hefur
boðað til á morgun. Gangan fer af
stað klukkan 16.30.
Skólagangan:
STJÓRNSÝSLA Ríkisendurskoðun
leggur til að fagráð Rannsókna-
sjóðs verði að hluta skipað erlend-
um sérfræðingum. Í nýju áliti
Ríkisendurskoðunar er sagt að
með því megi tryggja betur óhlut-
drægni við úthlutun styrkja.
Ríkisendurskoðun bendir á að
vegna smæðar íslensks vísinda-
samfélags og tengsla milli vís-
indamanna sé erfitt að tryggja
óhlutdrægni við úthlutun.
Rannsóknasjóður starfar á
vegum Rannsóknamiðstöðvar
Íslands (RANNÍS) og veitir styrki
til vísindarannsókna. Í fyrra
námu opinber framlög til sjóðsins
815 milljónum króna. - óká
Tryggja á óhlutdrægni betur:
Skipa á fagráð
útlendingum
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
15°
9°
3°
0°
9°
10°
-1°
-1°
19°
9°
15°
9°
23°
-6°
10°
12°
-4°
Á MORGUN
3-8 m/s.
FÖSTUDAGUR
10-18 m/s syðst
annars 5-10.
2
2
2
2
2
1
1
0
5
4 5
4
7
13
6
6
3
7
3
10
9
4
2
-1
2
-1
01
-2
3
2
ÚRKOMA EYSTRA
Í vikunni verður
úrkoma eystra
en nokkuð bjart í
öðrum landshlut-
um. Vindur verður
áfram yfi rleitt frem-
ur hægur, sérstak-
lega á morgun, en
á föstudag verður
allhvasst úti fyrir
suðurströndinni.
Hiti verður áfram
nokkuð svipað-
ur eða í kringum
frostmark.
Elísabet
Margeirsdóttir
veður-
fréttamaður
MÓTMÆLI Leikskólakennarar mótmæltu fyrirhuguðum sameiningaráformum í Ráð-
húsi Reykjavíkur í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN