Fréttablaðið - 16.02.2011, Síða 6

Fréttablaðið - 16.02.2011, Síða 6
6 16. febrúar 2011 MIÐVIKUDAGUR LÖGGÆSLA „Lögregla hér þarf að hafa sömu fyrirbyggjandi rannsókn- arheimildir og starfsbræður hennar í nágrannalöndunum.“ Þetta segir Siv Friðleifsdóttir, fyrsti flutningsmaður þings- ályktunar tillögu um fyrirbyggj- andi rannsóknarheimildir lögreglu. Auk Sivjar standa átta þingmenn úr þremur flokkum að tillögunni. „Á síðustu árum hef ég fylgst með málefnum lögreglu, bæði fyrir hönd framsóknarmanna og í þinginu almennt,“ útskýrir Siv. „Jafnframt hef ég fylgst með því sem verið er að gera í stjórnkerfinu varð- andi skipulagða glæpastarfsemi. Það er alveg ljóst að lengi hefur verið rætt um að það skorti aukn- ar heimildir til handa lögreglu til að fara í þess- ar fyrirbyggj- andi rannsóknir. Þessar heimild- ir hafa lögreglulið hinna Norður- landaríkjanna og víðast hvar í Evr- ópu. Við Íslendingar höfum alltaf viljað trúa því að svona skipulagða glæpastarfsemi reki ekki á okkar fjörur því við séum vernduð hér úti í norðurhafi.“ Siv segir, að þrátt fyrir þetta hafi sést hér á landi dæmi, sem hafi farið fjölgandi, um skipulagða glæpastarfsemi. Hún kveðst eink- um leggja þar áherslu á mansal, sem menn hefðu ekki átt von á að kæmi upp hér þótt reyndin hefði orðið önnur, svo og skipulagðan inn- flutning á fíkniefnum. „Almenn skipulögð glæpastarf- semi virðir engin landamæri,“ segir Siv enn fremur. „Við erum í miklu samstarfi við nágrannalöndin og þurfum að geta tekið vel á málum þegar brotamenn fara á milli landa.“ Siv undirstrikar að lokum að skýrt eftirlit þurfi að fylgja beitingu rann- sóknarheimildanna. - jss Níu þingmenn standa að þingsályktunartillögu um fyrirbyggjandi rannsóknarheimildir lögreglu: Telja lögreglu þurfa auknar rannsóknarheimildir LÖGREGLAN Þarf auknar rannsóknar- heimildir, segja níu þingmenn. SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR SAMFÉLAGSMÁL Helga Guðrún Guð- jónsdóttir, formaður Ungmenna- félags Íslands (UMFÍ), segir að Stefán Thordersen, formaður Ung- mennafélags Njarðvíkur (UMFN), eigi að segja af sér formennsku. Héraðsdómur Reykjaness komst að þeirri niðurstöðu í síðustu viku að Stefán hefði áreitt samstarfs- konu sína kynferðislega í vinnu- tengdri sumarbústaðarferð með því að bera sig fyrir framan hana í heitum potti og reyna að ryðjast nakinn inn í svefnherbergi henn- ar. Stefán gegnir formennsku í stjórn UMFN. Helga Guðrún segir að ef sam- bærilegt mál kæmi upp innan UMFÍ væri það litið afar alvarleg- um augum og viðkomandi yrði að öllum líkindum látinn segja upp störfum sínum fyrir félagið. „Það eru allir saklausir uns sekt er sönnuð, en í þessu tilviki er búið að dæma manninn sekan,“ segir Helga Guðrún. Blátt áfram, samtök sem efla forvarnir gegn kynferð- islegu ofbeldi á börnum á Íslandi, voru fyrst sett á fót fyrir alvöru innan UMFÍ. Félag- ið hélt þá utan um framkvæmd stofnunar Blátt áfram, réð starfs- mann og hafði einnig umsjón með fjárframlögum. Helga Guðrún telur að í ljósi þess að Stefán hafi verið dæmd- ur sekur í kynferðisbrotamáli sé óviðeigandi að hann gegni starfi sínu áfram innan UMFN. Helga Guðrún hefur sjálf reynt að ná sambandi við Stefán eftir að dómurinn féll, en hann hefur ekki látið ná í sig. Stefán starfar sem yfirmaður öryggissviðs á Keflavíkurflug- velli. Þar er hann í leyfi frá störf- um þar til stjórn Isavia hefur komist að niðurstöðu um fram- haldið. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að enn sé verið að skoða málið. Spurð hvort hún viti hvenær niðurstaða fáist svarar hún: „Finnst þér líklegt að ég fari að tjá mig um það?“ Þegar konan sem Stefán áreitti lét fyrst vita af því innan fyrir- tækisins var málið ekki skilgreint sem kynferðisleg áreitni. Stefán var þó áminntur af yfirmönnum. Hvorki náðist í Stefán, Þór- unni Friðriksdóttur varaformann UMFN, né Brynju Vigdísi Þor- steinsdóttur framkvæmdastjóra í gær. sunna@frettabladid.is Formaður UMFN ætti að segja af sér Formaður UMFÍ segir formann Ungmennafélags Njarðvíkur skyldugan til að segja af sér eftir að dómur taldi sannað að hann hefði áreitt konu kynferðis- lega. Maðurinn er í leyfi frá starfi sínu hjá Isavia þar til annað verður ákveðið. KEFLAVÍKURFLUGVÖLLUR Stefán Thordersen gegndi stöðu öryggisfulltrúa á Keflavíkurflugvelli þegar hann áreitti samstarfskonu kynferðislega. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HELGA GUÐRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR MINNI HRUKKUR Í KRINGUM AUGUN? Frískar og endurnærir á áhrifa - ríkan hátt, dregur úr þreytu- merkjum og hrukkum í kringum augun. Inniheldur Q10 leyndar- málið sem finnst náttúru lega í húðinni og vinnur gegn hrukkum. NIVEA Q10 ANTI-WRINKLE AUGNROLLER NÝTT! HEILBRIGÐISMÁL Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna (SKB) hefur ákveðið að styrkja faglegt starf innan Barnaspítala Hrings- ins. SKB á 20 ára afmæli á þessu ári. Farið verður í gæðaþróun á þjónustu við krabbameinssjúk börn innan spítalans með það að markmiði að bæta þverfag- lega verkferla, allt frá greiningu krabbameins til eftirmeðferðar. - sv SKB styrkir Barnaspítalann: Þjónustan við börnin bætt HEILBRIGÐISMÁL Fjórum iðnaðar- mönnum hefur verið sagt upp störfum hjá Heilsustofnun Nátt- úrulækningafélags Íslands í Hveragerði. Hafa þeir sinnt viðhaldi á fast- eignum félagsins en því verður gefið frí í eitt ár, eins og Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri HNLFÍ, kemst að orði í samtali við Sunnlenska. Telur hann að með uppsögn- unum og frestun viðhalds spari félagið á milli 20 og 25 milljónir króna. Uppsagnarfrestur mannanna; tveggja smiða, rafvirkja og mál- ara, er þrír til fimm mánuðir, að sögn Sunnlenska. - bþs NLFÍ frestar viðhaldi í eitt ár: Iðnaðarmönn- um sagt upp UMHVERFISMÁL Búsvæði tjarna- klukku á Hálsum við Djúpavog hefur verið friðlýst. Tjarna- klukka er ein fárra tegunda vatnabjallna sem finnast á Íslandi og hefur hvergi orðið vart á landinu nema á Hálsum ofan við Djúpavog. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra undirritaði friðlýsinguna nýverið með sam- þykki sveitarstjórnar Djúpavogs- hrepps og eigenda jarðarinnar Strýtu við Berufjörð. Með friðlýs- ingunni varð Djúpavogshreppur fyrstur íslenskra sveitarfélaga til að samþykkja friðlýsingu svæðis til verndar smádýralífi. - th Smádýralíf verndað: Búsvæði tjarna- klukku friðlýst BRETLAND Vilhjálmur Bretaprins hefur beðið litla bróður sinn Harry um að verða svaramað- ur í hinu konunglega brúðkaupi sem stendur fyrir dyrum þegar hann kvænist Kate Middleton. Hin verð- andi drottning hefur leikið sama leikinn og bað hún systur sína Pippu um að verða brúðarmær. Þetta var tilkynnt í fyrradag, á Valentín- usardaginn, en brúðkaupið fer fram 29. apríl næstkomandi. Vilhjálmur fetar þar með í fótspor föður síns sem fékk litla bróður sinn, Andrés, til þess að vera svaramaður þegar Karl giftist Díönu prinsessu árið 1981. - mmg Styttist í brúðkaup Vilhjálms: Harry verður svaramaðurinn VILHJÁLMUR PRINS Hefur þú, eða einhver sem þú þekkir, farið í fegrunaraðgerð? Já 48,6% Nei 51,4% SPURNING DAGSINS Í DAG Ert þú mótfallin(n) frekari virkjunum í Þjórsá? Segðu skoðun þína á visir.is KJÖRKASSINN TJARNAKLUKKA Svandís Svavarsdóttir hefur friðlýst búsvæði tjarnaklukku á Hálsum við Djúpavog. MYND/ERLING ÓLAFSSON

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.