Fréttablaðið - 16.02.2011, Side 10

Fréttablaðið - 16.02.2011, Side 10
10 16. febrúar 2011 MIÐVIKUDAGUR DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært þrjá karlmenn fyrir vörslu á barnaklámi. Þeir eru allir ákærð- ir fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Fyrsti maðurinn er ákærður fyrir að hafa um nokkurt skeið fram til miðvikudagsins 16. júní 2010, haft í sinni vörslu tvö mynd- bönd á hörðum diski í turntölvu á heimili sínu, sem sýna börn á kyn- ferðislegan eða klámfenginn hátt. Annar þremenninganna er ákærður fyrir að hafa fram til fimmtudagsins 7. október 2010, haft í sinni vörslu á Lenovo-far- tölvu, eitt myndband og fimm ljós- myndir sem sýna börn á kynferð- islegan eða klámfenginn hátt, en myndefnið fannst af tæknimönn- um þjónustufyrirtækis eftir að ákærði fór með ofangreinda tölvu í viðgerð. Þriðji maðurinn er ákærður fyrir að hafa um nokkurt skeið fram til miðvikudagsins 1. september 2010, haft í sinni vörslu á utanáliggjandi hörðum diski á heimili sínu, tvö myndbönd sem sýna börn á kyn- ferðislegan eða klámfenginn hátt. Þess er krafist að tölvubúnað- ur ásamt myndefni verði gerður upptækur. - jss Barnaklám fannst í tölvu sem var í viðgerð: Ákærðir fyrir barnaklám ENGIN TENGSL Þrír hafa verið ákærðir fyrir barnaklám. Málin eru ótengd. AUÐLINDIR Efnt verður til mál- þings um þjóðareign á auðlind- um í Harvardsal 2, Hótel Sögu, á morgun. Málþingið verður í kjöl- far aðalfundar Landssamtaka landeigenda á Íslandi sem hefst klukkan 14. Á málþinginu, sem hefst klukk- an 15.30, ræðir Sigurður Líndal prófessor hvað hugtakið þjóðar- eign merki. „Þjóðareign og hvað svo?“ spyr Sigurður Tómas Magn- ússon prófessor í sínu erindi. Sigurður Jónsson hæstaréttar- lögmaður fjallar að lokum um meðferð á þjóðareign. - jss Landssamtök landeigenda: Þjóðareign á auðlindunum ALÞINGI Siv Friðleifsdóttir Fram- sóknarflokki og þingmenn ann- arra flokka hvetja til þess að norræna hollustumerkið Skráar- gatið verði tekið upp og notað um innlenda matvöru. Skráargatið er hollustumerki sem Svíar bjuggu til og tóku upp árið 1989. Markmið þess er að auðvelda fólki að velja holl matvæli án mikillar fyrirhafn- ar. Danir og Norðmenn hafa síðan tekið það upp og Finnar eru að íhuga málið. Til að fá Skráargatið þarf matvara að uppfylla kröfur um magn tiltekinna hráefna. Neytendasamtökin, Lýðheilsu- stöð, Manneldisráð, talsmaður neytenda og umboðsmaður barna hafa hvatt stjórnvöld til að taka merkið upp. - bþs Vilja auðvelda val á hollustu: Skráargatið verði tekið upp 1. mars frá 79.900 Tenerife Heimsferðir bjóða einstakt tilboð til Tenerife þann 1. mars í viku.Veðurfarið er einstaklega milt og notalegt sem og allt umhverfið. Verð kr. 79.900 Netverð á mann. Flugsæti báðar leiðir með sköttum Frá kr. 109.900 Alborada *** með allt innifalið Netverð á mann m.v. 2 fullorðna í íbúð með einu svefnherbergi í viku. Sértilboð 1. mars Frá kr. 129.900 Hotel Adonis Isla Bonita **** með allt innifalið Netverð á mann m.v. 2 fullorðna í herbergi í viku. Aukagjald fyrir einbýli kr. 19.080. Sértilboð 1. mars. EVRÓPUMÁL Fimm samtök Evrópusinna hleyptu nýju samstarfsverkefni af stokkunum í gær, undir yfir- skriftinni Já Ísland. Markmiðið er að vera „samnefn- ari fyrir málefnalega umfjöllun og upplýsingamiðlun um aðild Íslands að ESB,“ eins og segir á vef verk- efnisins, og „stuðla að því að almenningur geti tekið upplýsta og yfirvegaða ákvörðun þegar að kjördegi kemur“. Evrópusamtökin, Evrópuvakt Samfylkingarinnar, Sjálfstæðir Evrópumenn, Sterkara Ísland og Ungir Evrópusinnar standa að baki verkefninu. Jón Steindór Valdimarsson, formaður Sterkara Íslands, sagði að góð stemning hefði verið á fundinum og mikill hugur í fólki. Hann kvíðir ekki framhaldinu þó að kannanir sýni að meirihluti sé andvígur ESB-aðild. „Við trúum því að það þurfi að ræða málin og fara yfir staðreyndirnar til að fólk geti tekið meðvitaða ákvörðun. Ég er sannfærður um að fleiri munu segja já en nei, en hver gerir auðvitað upp sinn hug í kjörklefanum.“ - þj Fimm samtök Evópusinna sameinast í Já-hreyfingunni: Vilja ræða staðreyndir um ESB EVRÓPUSINNAR Verkefninu Já Ísland var hleypt af stokkunum í Þjóðmenningarhúsinu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ALÞINGI Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra segist hafa fundið fyrir meiri stuðningi við sín störf frá almenningi í kjölfar dóms Hæstaréttar um skipulags- mál í Flóahreppi en nokkru sinni áður frá því í REI-málinu í borg- arstjórn Reykjavíkur í lok árs 2007. Þetta kom fram hjá ráðherran- um við utandagskrárumræður á Alþingi í gær þar sem hún lá undir ámæli frá þingmönnum Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks sem kölluðu eftir að hún axlaði pólit- íska ábyrgð í kjölfar dómsins. Ragnheiður Elín Árnadóttir, Sjálfstæðisflokki, sagði að dómur Hæstaréttar staðfesti að Svandís hefði með einbeittum brotavilja komið í veg fyrir atvinnuuppbygg- ingu á Suðurlandi. Hún vitnaði til orða Svandísar í fjölmiðlum eftir dóminn um að hún væri í pólitík og hefði hagsmuni umhverfis og náttúru til hliðsjónar þegar hún tæki ákvarðanir: „Fylgir það ekki pólitískum ákvörðunum að bera á þeim pólitíska ábyrgð?“ spurði Ragnheiður Elín og vildi vita hvernig sú ábyrgð yrði öxluð og hvort og þá hvenær ætlunin væri að ráðherrann staðfesti skipulag Flóahrepps. Svandís kvaðst axla pólitíska ábyrgð á öllum þeim verkum sem sér væru falin og vísaði til þess að hún sæti í skjóli þingmeiri- hluta ríkisstjórnarinnar. Hún sagðist mundu staðfesta skipulag Flóahrepps nú að gengnum dómi Hæstaréttar og hitta sveitarstjórn- armenn í sveitarfélaginu „í dag eða á morgun“ til þess að ræða það. Sigurður Kári Kristjánsson, Sjálfstæðisflokki, sagði við- brögð Svandísar ekkert annað en hneyksli, þar vottaði hvorki fyrir iðrun né afsökun. Höskuldur Þórhallsson, Fram- sóknarflokki, og fleiri þingmenn nefndu að málið snerist ekki um umhverfismál því engin umhverf- isrök hefðu verið nefnd í rökstuðn- ingi þeirrar ákvörðunar sem nú hefur verið dæmd ólögmæt. Málið snerist um að ráðherrann hefði ekki farið að lögum landsins. Mörður Árnason, Samfylkingu, og Atli Gíslason, VG, sögðu að eðlilegt hefði verið að ráðherr- ann léti reyna á túlkun laganna varðandi Urriðafosshluta aðal- skipulags Flóahrepps. Atli sagði að nú hefði Hæstiréttur skorið úr. Réttarástandið væri óþolandi og kallaði á breytt lög varðandi möguleika framkvæmdaraðila að greiða sveitarfélögum fyrir skipu- lagsvinnu. peturg@frettabladid.is Svandís stað- festir skipulag- ið eftir dóm Hart var sótt að umhverfisráðherra á Alþingi í gær en Svandís Svavarsdóttir segist finna stuðning frá almenningi eftir dóm Hæstaréttar um skipulagsmál í Flóahreppi. Hneyksli, segir Sigurður Kári Kristjánsson. SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR Stjórnarandstæðingar sóttu hart að umhverfisráðherra eftir dóm Hæstaréttar en forveri Svandísar í embætti, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Sam- fylkingu, kom henni til varnar og sagði að grundvallarvandinn væri sá að langflest sveitarfélög í landinu væru of lítil og veikburða til þess að sinna skipulagsmálum, grundvelli umhverfisverndar í landinu. AFTURENDI Útlitið á þessari veru er harla torkennilegt, að minnsta kosti frá þessu sjónarhorni sem af einhverjum ástæðum vakti athygli ljósmyndara á hundasýningu í New York í vikunni. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.