Fréttablaðið - 16.02.2011, Side 15

Fréttablaðið - 16.02.2011, Side 15
MIÐVIKUDAGUR 16. febrúar 2011 15 Þorskastríðin eru mikilvægur þáttur í sameiginlegu minni Íslendinga. Þau eru sögð lýsandi dæmi um þann dug sem þjóðin geti sýnt þegar að henni er sótt, og sönnun þess að Íslendingar geti skipt sköpum á alþjóðavettvangi. Sitthvað er til í þessu en þó er sagan flóknari þegar vel er að gáð. Samstaðan er ýkt, lítið gert úr því að semja þurfti til sigurs og mis- skilningi um frumkvæði Íslend- inga í hafréttarmálum hampað. Til verður goðsögn af einhuga hetjum og hin raunsanna mynd hverfur í skuggann. Í síðustu átökum um Icesave hefur þetta sést vel. Í nýlegri ræðu í Valhöll minntist Bjarni Benedikts- son, formaður Sjálfstæðisflokksins, þess að forveri hans í því embætti, Ólafur Thors, hefði verið fremstur í flokki þeirra ráðamanna sem sömdu við Breta um lok fyrsta þorska- stríðsins árið 1961. Þremur árum fyrr hafði vinstri stjórn Hermanns Jónassonar fært fiskveiðilögsög- una út í 12 sjómílur og Bretar sent herskip til verndar togurum sínum. „Samningar eru svik,“ sögðu stjórn- arandstæðingar í Framsóknar- flokki og Alþýðubandalagi og kröfð- ust þess að Íslendingar berðust til þrautar undir vígorðunum frægu sem Magnús Kjartansson lét falla við mikinn fögnuð í byrjun átak- anna: „Við semjum ekki við Breta, við sigrum þá.“ Reyndar gætti einn- ig gremju meðal sjálfstæðismanna; einn þingmaður skellti hurð víst svo hart eftir þingflokksfund um málið að rúður brotnuðu. En „hroðaleg- ustu svikin sem auðið er að fremja ... eru einmitt þau að svíkjast um að semja“, sagði Ólafur Thors og hafði sitt fram. Auðvitað eru sögulegum saman- burði af þessu tagi takmörk sett. Hitt er þó ljóst að seinni þorska- stríðunum tveimur lauk einnig með samningum og komu foringj- ar Sjálfstæðisflokksins þá líka við sögu. Árið 1972 færði vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar lögsöguna út í 50 mílur og aftur blossaði upp þorskastríð. Ári síðar fannst flest- um sjálfstæðismönnum sjálfsagt að þeir styddu þá lausn 50 mílna deilunnar sem Ólafur Jóhannes- son mælti með eftir viðræður við breska valdhafa. Alþýðubanda- lagsmenn í ríkisstjórn vildu alls ekki semja frekar en fyrri daginn og fordæmdu „makkið“. En Ólafur hafði sitt fram og naut fulltingis forystumanna Sjálfstæðisflokks- ins þótt sitt sýndist hverjum í „grasrótinni“. Árið 1975 var enn fært út, í þetta sinn í 200 mílur, og enn skarst í odda á miðunum. Geir Hall- grímsson var orðinn formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætis- ráðherra í stjórn með framsókn- armönnum. „Semjum til sigurs eða berjumst til sigurs,“ sagði Geir og kaus greinilega fyrri kost- inn. Glöggt sást það í ársbyrjun 1976 þegar hann hélt til viðræðna í London og vildi að stjórnarflokk- arnir féllust á samningsdrög sem þá urðu til. En Ólafur Jóhannesson og aðrir framsóknarmenn sökuðu Geir um að hafa látið allt of mikið undan. Stjórnin riðaði til falls, óein- ingin var alger. Geir varð að gefa eftir heima fyrir, þorskastríðið geisaði áfram og komst í algleym- ing. Um sumarið sáu Bretar þó loks- ins að sér enda löngu orðið ljóst að ríki heims höfðu náð sátt um 200 mílna lögsögu. Þótt uppgjöfin væri nær öll Breta megin lauk þessu síð- asta þorskastríði einnig með samn- ingum sem Alþýðubandalagið for- dæmdi að venju. En fáir tóku undir í þetta sinn. Staðreyndin er sú að öllum þorskastríðunum lyktaði með sam- komulagi við Breta. Staðreyndin er líka sú að í öllum þorskastríðunum gætti mikils ágreinings innanlands. Vissulega náðist sátt á Alþingi þess á milli og almenningur fordæmdi einum rómi aðfarir breskra her- skipa á miðunum. En goðsögnin um einhuga þjóð stenst samt ekki. Stjórnmálamenn tókust stöðugt á, liðsmönnum Landhelgisgæslunnar fannst ráðherrar stundum eintómar liðleskjur, til voru ráðherrar sem kvörtuðu yfir því að skipherrar varðskipanna vildu alltaf „leika þjóðhetjur“, embættismenn rif- ust sín á milli og þar fram eftir götunum. Loks má leiða hugann að því hvernig þorskastríðin unnust. Ekki má vanmeta dugnað varð- skipsmanna en átökin voru háð bæði á sjó og landi. Hernaðar- mikilvægi Íslands í kalda stríð- inu bætti vígstöðuna til muna og þróun hafréttar ekki síður. Stund- um voru Íslendingar þá framarlega í flokki en oftar voru þeir þó spor- göngumenn. Þannig urðu tímamót árið 1945 þegar Bandaríkin eign- uðu sér auðævi á landgrunni sínu og tóku sér rétt til að stjórna fisk- veiðum ofan þess. Ýmis ríki í Mið- og Suður-Ameríku gengu á lagið og kröfðust 200 mílna lögsögu, á sama tíma og Íslendingar voru að berjast fyrir að færa eigin land- helgi úr þremur mílum í fjórar og mörgum árum áður en 200 mílna lögsögu var lýst yfir hér við land. Saga þorskastríðanna er merk saga smáþjóðar í hörðum heimi, allt of merk til að hún sé gerð að væminni goðsögn um einhug og frumkvæði sem ekki var. Goðsagnir þorskastríðanna Sagnfræði Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og rithöfundur En goðsögnin um einhuga þjóð stenst samt ekki. AF NETINU Aukin verðmætasköpun Verkalýðshreyfingin getur hvatt til aukinnar verðmætaframleiðslu víða í þjóðfélaginu – þannig verður meira til skiptanna – og lífskjör geta batnað aftur hér á landi. En í dag er staðan sú – eins og flestir vita – að atvinnulífið hefur ekkert að bjóða – að meðaltali. Sem dæmi mætti nefna það – að verkalýðshreyfingin gæti t.s. kynnt sér betur delluna sem hefur viðgengist í veiðiráðgjöf hérlendis undanfarin ár – og hvatt t.d. til að gerð verði áreiðanleikakönnun um stofnstærð botn- lægra fiskistofna hérlendis – eins og gert var í Barentshafi 2005 og þá kom í ljós að þorskstofninn þar var 70% vanmetinn!! [...] Aukning aflaheimilda virðist einfaldasta og öruggasta leiðin til að stefna að bættum lífskjörum hérlendis á sem skemmstum tíma. kristinnp.blog.is/ Kristinn Pétursson Skotið fyrst, skoðað svo Skólabörn í Reykjavík unnu mikilvægan sigur þegar Bezti flokkurinn og bakhjarl hans í borgarstjórn ákváðu að gefa eftir og hætta við boðaðan niðurskurð í kennslu í grunnskólunum. Fram kom hjá formanni menntaráðs að þegar Bezti og bakhjarl hans í borgarstjórn fóru að skoða málið þá hafði þeim brugðið yfir því að á undan- förnum misserum hafi þegar verið skorið niður í kennslunni. Því miður er þetta einkennandi fyrir Bezta og bakhjarl hans í borgarstjórn. Fyrst er skotið – svo er skoðað! blog.eyjan.is/hallurm Hallur Magnússon Dagur menntunar í ferðaþjónustu Samtök ferðaþjónustunnar halda fund 18. febrúar 2011 kl. 08:30- 12:00 á Hilton Reykjavík Nordica og er markmið fundarins að ræða mikilvægi fræðslu og símenntunar starfsfólks í ferðaþjónustu. Dagskrá Kl. 08:30 Setning fundarins Árni Gunnarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar Kl. 08:40 BEST – Consultancy, Development, Strategies & Training Empowering staff: increased satisfaction and profitability Helmut Kronika – framkvæmdastjóri Kl. 09:25 Það læra menn sem fyrir þeim er haft! Um leiðir til að hjálpa fólki í ferðaþjónustu til að þróast í starfi Hróbjartur Árnason, lektor við Menntavísindasvið HÍ Kl. 10:00 Fræðslustarf SAF – stiklað á stóru María Guðmundsdóttir, upplýsinga- og fræðslufulltrúi SAF Kl. 10:15 Kaffi Kl. 10:45 Fagráð ferðaþjónustunnar Hver eru næstu skref? Guðmunda Kristinsdóttir, Fræðslumiðstöð atvinnulífsins Kl. 11:00 Starfsþjálfun í fyrirtækjum SAF Guðni Hrafn Grétarsson, Veitingahúsið Perlan Sigurður Björgvin Helguson, nemi Kl. 11:10 Meistaranámið í MK Hvernig gengur tilraunakennslan? Baldur Sæmundsson, áfangastjóri Kl. 11:20 Gerum betur.is Sköpum ánægju í ferðaþjónustu: Íslensk þjónustumyndbönd Margrét Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Kl. 11:30 Endurmenntun HÍ og Háskólinn á Hólum Hvað er í boði fyrir ferðaþjónustuna? Kristín Jónsdóttir Njarðvík, endurmenntunarstjóri Háskóla Íslands og Kjartan Bollason, lektor Kl. 11:40 Afhending starfsmenntaviðurkenningar SAF Katrín Júlíusdóttir, ferðamálaráðherra Fundarstjóri er Áslaug Alfreðsdóttir, Hótel Ísafjörður Í kaffihléi munu helstu starfsmenntasjóðir og fræðsluaðilar í ferðaþjónustu vera með kynningu á starfsemi sinni. Ekkert þátttökugjald, þátttaka tilkynnist í síma 511-8000 eða með tölvupósti info@saf.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.