Fréttablaðið - 16.02.2011, Síða 16
16 16. febrúar 2011 MIÐVIKUDAGUR
Fram undan eru tímamóta-ákvarðanir um orkustefnu,
um eign og nýtingu orkuauðlind-
anna og eignarhald á orkufyrir-
tækjum landsins. En hver á að
taka þessar ákvarðanir?
Stóra spurningin er um eign
á orkufyrirtækjum; um einka-
rétt einkafyrirtækja eða opin-
berra á nýtingu og dreifingu
orkuauðlinda. En þá spurningu
þarf að mínu mati að setja fram
á nýjan leik til að umræðan hafi
einhverja merkingu á okkar
tímum. Við þurfum í sameiningu
að skilgreina hvað er þjóðar- eða
almannaeign og leita leiða til að
þróa nýtt form eignarhalds með
tilliti til nýrrar tækni, nýrrar
orkustefnu og öflugra lýðræðis.
Mér hefur fundist sem deil-
an um eignarhald á orkufyrir-
tækjunum staðnæmist
gjarnan við tvo gamla
kaldastríðs-valkosti
sem í dag eru aðeins
sýndarkostir. Einka-
væðing í orkugeira
er til dæmis rökstudd
þannig að hún sé þó
altént skárri en hinn
kosturinn. En sem
betur fer eru okkur að
opnast nýjar leiðir.
Raun ber vitni
Krafa samtímans er
um vaxandi siðferð-
is- og samfélagslega
ábyrgð einkarekinna
fyrirtækja. En hversu
ábyrgir sem rekstrar-
aðilarnir vilja vera,
virðist einkahlutafé-
lagið því miður ekki vera vett-
vangur ábyrgðar. Í öllu falli
hefur einstaklingum, ríkjum og
ríkjasamböndum reynst erfitt
að sækja hlutafélög til ábyrgð-
ar og skaðabótaskyldu eða hafa
áhrif á stefnu þeirra. Þótt virtir
jarðfræðingar segi að orkuauð-
lindina verði að nýta mjög skyn-
samlega svo hún haldi áfram að
endurnýja sig, þá getum við því
miður ekki treyst því að nýting-
arstefna einkahlutafélagsins
muni lúta rökum.
Í skýrslunni Global experi-
ence with electricity liberalis-
ation er skýrt frá afleiðingum
einkavæðingar í raforkuiðnaði
um allan heim: Einkavæðingin
hefur hvergi leitt til raunveru-
legrar samkeppni á raforku-
markaði; rafmagnsverð til neyt-
enda hefur alls staðar hækkað
og þjónusta versnað; nýsköpun
og tækniþróun hefur ekki skilað
sér inn í orkugeirann; fjármagn
hefur færst úr geiranum; ógagn-
sæi í viðskiptaumhverfi hefur
aukist og lagarammar og eftir-
litsstofnanir ekki náð að vernda
neytendur.
Niðurstaða skýrslunnar er að
þróun og uppbygging orkufyrir-
tækja, sérstaklega á sviði endur-
nýjanlegrar orku, sé langtíma-
verkefni sem krefjist annars
vegar framsýni og nýsköpunar,
hins vegar stöðugleika. Reynsla
síðustu tíu til tuttugu ára hafi
sýnt að einkavæðing meginorku-
fyrirtækja sé ekki áreiðanlegur
kostur vilji almenningur njóta
góðs af nýtingunni (sjá orku-
audlindir.is).
Reynsla okkar af opinberu
eignarhaldi á orkufyrirtækjum
er ekki mikið betri en af einka-
rekstri. Á sínum tíma var þó
uppbygging orkufyrirtækj-
anna samfélagslegt langtíma-
verkefni sem gaf stöðugleika og
góðan árangur. Hvers vegna var
ákveðið að byrja að selja þegar
menn vissu að uppbyggingin
lofaði góðu?
Í orkuiðnaði tekur þróunar-
starf langan tíma og er kostn-
aðarsamt en gróðinn getur líka
orðið mjög mikill. Þriðja stærsta
orkufyrirtæki landsins, HS
Orka, sem var lengst af byggt
upp af hugsjón og heiðarleika
hefur alla burði til að skila mikl-
um arði til frambúðar ef farið
er fram af skynsemi. Það er því
óskiljanlegt að selja fyrirtækið
á svo glæpsamlega góðu verði
fyrir kaupandann, því salan
skilar okkur sama og engu inn í
hringrás hagkerfisins. Eva Joly
benti á að nauðsynlega þyrfti að
rannsaka söluferlið sem bæri
merki spillingar og lögbrots.
Eins þarf að bæta lögin og skrá
orkuauðlindir í stjórnarskrá.
Orkustefna hér á landi hefur
hingað til ekki verið
mótuð fyrir opnum
tjöldum né almenni-
lega til umræðu, m.a.
vegna leyndar- og
forræðishyggju til
hægri og vinstri. Hér
á landi hefur ríkt svo-
kölluð stóriðjustefna,
en réttmæti hennar
hefur ekki verið hægt
að ræða ofan í kjöl-
inn vegna vöntunar á
upplýsingum. En raun
ber vitni, skýrslan
um Kárahnjúka er til
dæmis um óafturkræf
og neikvæð hagræn,
umhverfis- og samfé-
lagsleg ruðningsáhrif
stóriðjustefnunnar.
Rödd þjóðar og réttlæti
Það liggja fyrir drög að fyrstu
opinberu orkustefnu Íslands.
Þau marka tímamót og lofa
góðu en eru líka gagnrýniverð.
Nú þurfum við að opna umræð-
una í fyrsta sinn alveg upp á gátt
og ræða um stefnuna frá öllum
sjónarhornum; skapa vettvang
þar sem rödd þjóðarinnar heyr-
ist. Því það er þörf á rödd og
sýn allra í viðleitni til að skapa
nýja framtíðarsýn. Við þurfum
að leggja mismunandi reynslu
okkar, ímyndunarafl og visku í
púkk og skapa okkur splunku-
nýja valkosti. Um allan heim er
leitað logandi ljósi að nýju formi
almenningsrekstrar. Gætum við
kannski orðið leiðandi í þeirri
leit?
Endurnýjuð hugsun í orkunýt-
ingu jarðarinnar helst í hendur
við nýja lýðræðissýn. Og við
ættum að fá að kjósa á þess-
um örlagaríku tímamótum. Við
getum til dæmis kosið að end-
urheimta orkufyrirtækin frá
sveitarstjórnum, ríki, einka-
fyrirtækjum og hluthöfum, frá
spillingu, forræðis- og leyndar-
hyggju. Ég hef þá trú að orku-
nýting geti vel verið á ábyrgð og
í þágu almennings í framtíðinni.
Við getum valið að byggja upp
framsækinn og ábyrgan orku-
iðnað þar sem nýstárlegur opin-
ber rekstur í samvinnu við fjöl-
breyttan erlendan og innlendan
einkarekstur, sprotafyrirtæki
og þekkingarstofnanir, stuðlar
að nýsköpun og framsækinni
atvinnuþróun í sjálfbæru, arð-
bæru, vistvænu og lýðræðislegu
ferli sem endurnýjar orku okkar
og réttlæti.
AF NETINU
Auðræði og hnignun
lýðræðis
Um daginn skrifaði ég pistil um
efnahagslífið í heiminum eins og
það hefur verið síðustu áratugina.
Ég sagði að menn væru farnir
að komast að því að þetta hefði
ekki verið jafnmikið framfaraskeið
og var haldið fram, þvert á móti
– þetta hafi hugsanlega verið tími
stöðnunar og hnignunar.
Staðreyndin er sú að velmeg-
unin var byggð á lántökum og
skuldsetningu. Annar þáttur í
henni var að flutt inn var mikið af
vinnuafli og þannig jukust umsvifin
í hagkerfinu. Í þriðja lagi fór svo að
streyma ódýr varningur frá Kína og
öðrum Asíulöndum og þannig var
eins og kaupmátturinn hækkaði.
Í fjórða lagi var þetta tími mikilla
umsvifa í fjármálalífinu – eins og
til dæmis á Íslandi þar sem dautt
fjármagn var tekið og virkjað (les:
fiskurinn í sjónum varð veðhæfur).
Eftir stendur að fámenn auðstétt
hefur allt sitt á þurru og gefur ekki
eftir forréttindi sín. Við höfum lifað
tíma auðræðis, þegar peningavald-
ið fer sínu fram – og fátt bendir til
annars en að svo verði áfram, að
kjörum almennings og innviðum
samfélagsins hraki. Nú þegar ríkir
kreppa og stöðnun á Vesturlönd-
um virðast fáir hafa hugmyndir
um hvernig sé hægt að bjótast út
úr þessu ástandi – þor eða getu
til þess. Stjórnmálamennirnir,
nánast sama í hvaða flokki þeir
eru, kunna ekki annað en að spila
innan þessa kerfis. [...] Fjármagns-
öflin fengu að taka völdin hér
eins og víðar, það var látið eins og
ríkið gæti bara verið til óþurftar
og þvælst fyrir – afleiðingin er
hnignun lýðræðisins.
Silfuregils.eyjan.is
Egill Helgason
SEND IÐ OKK UR LÍNU
Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni
líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á
netfanginu greinar@frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari
leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum
miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni.
Um allan
heim er leitað
logandi ljósi
að nýju formi
almennings-
rekstrar.
Gætum við
kannski orðið
leiðandi í
þeirri leit?
Orkan okkar - Nýjar
leiðir opnast!
Orkumál
Oddný Eir
Ævarsdóttir
rithöfundur
Aðalfundur Landssamtaka
landeigenda á Íslandi
og málþing um
þjóðareign á auðlindum
Landssamtök landeigenda á Íslandi (LLÍ) efna til málþings
um þjóðareign á auðlindum að loknum aðalfundi
samtakanna þann 17. febrúar næstkomandi.
Aðalfundurinn verður haldinn í Harvardsal 2, Hótel Sögu,
og hefst kl. 14:00.
Dagskrá aðalfundar:
1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum
félagsins.
2. Önnur mál.
Eftir aðalfundinn, kl. 15:30, fer fram málþing á sama stað um
þjóðareign á auðlindum.
Dagskrá:
1. Hvað merkir hugtakið þjóðareign?
Sigurður Líndal prófessor.
2. Þjóðareign og hvað svo?
Sigurður Tómas Magnússon prófessor.
3. Meðferð á þjóðareign.
Sigurður Jónsson, hrl. og stjórnarmaður í LLÍ.
4. Pallborðsumræður með framsögumönnum.
Bæði aðalfundurinn og málþingið eru opin öllum áhuga-
mönnum um málefnið.
F.h. stjórnar LLÍ,
Örn Bergsson
GoRed fyrir konur býður þér á konukvöld í Smáralind
þann 17. febrúar frá 19:00-21:00. Tískusýning frá
Debenhams, lifandi tónlist, tilboð, fræðsla, kynningar,
blóðþrýstingsmælingar, sérfræðingar verða á staðnum
- læknar og hjúkrunarfræðingar.
GoRed fyrir átakið miðar að því að fræða konur um
áhættuþætti og einkenni hjarta- og æðasjúkdóma og
hvernig draga má úr líkum á þessum sjúkdómum.
Mikilvægt er að upplýsa konur um fyrstu einkenni
hjarta- og heilaæðasjúkdóma til að geta brugðist skjótt
við.
Víðtæk kynning, skemmtun og fræðsla verður í Smára-
lind í Kópavogi frá og með 12. febrúar næstkomandi
og nær átakið hámarki þann 17. febrúar en þá verður
haldið konukvöld í Smáralind með ýmsum skemmti-
legum uppákomum.
Á Hótel KEA Akureyri verður einnig vegleg dagskrá á
konudaginn þann 20. febrúar frá klukkan 13:30-16:00
GoRed fyrir konur á Íslandi
Smáralind 17. febrúar
Hótel KEA 20. febrúar
Fræðumst um áhættuþætti
hjarta- og æðasjúkdóma.
„Opnaðu hjarta þitt“