Fréttablaðið - 16.02.2011, Side 33

Fréttablaðið - 16.02.2011, Side 33
apótek ●MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2011 11 Bílaapótek Lyfjavals býður upp á ýmsa möguleika sem henta í nútímaþjóðfélagi. „Alveg óhætt er að segja að viðtök- urnar hafi verið og séu enn glimrandi góðar, enda erum við enn að þessu sex árum eftir að farið var af stað,“ segir Þorvaldur Árnason, framkvæmda- stjóri Lyfjavals, sem opnaði bílaapótek á Íslandi árið 2005. Bílaapótekið sinnir almennri lyfja- sölu, sem má bæði nálgast í hefð- bundnu apóteki í rúmgóðu húsnæði að Hæðarsmára 4 eða í bílalúgu hinum megin á húsnæðinu. Fyrirtækið er hið eina sinnar tegundar hérlendis og á sér fáa líka á Norðurlöndunum að sögn Þorvaldar. „Þetta var algjör nýlunda hér á sínum tíma og er enn einstakt, en við fórum út í þennan rekstur til að svara brýnni þörf á meiri sveigj- anleika í þjónustu við viðskiptavini og sáum brátt að ekki var vanþörf á.“ Kostina segir hann enda marga. „Lúgan gefur ýmsa möguleika sem henta vel í nútímaþjóðfélagi. Þetta fyrirkomulag hentar til dæmis vel hreyfihömluðum, öldruðum eða fötluð- um og öðrum sem eiga af einhverjum ástæðum erfitt um vik með að nálgast sín lyf með hefðbundnum hætti. Þeir þurfa ekki að leita að bílastæði og jafn- vel ganga langt heldur geta fengið sín lyf afgreitt beint í bílinn,“ tekur hann sem dæmi og segir þjónustuna einn- ig hafa nýst vel fjölskyldufólki sem kemur með börn sín af læknavaktinni eða þeim sem eru í tímaþröng. „Hafi viðkomandi verið svo for- sjáll að láta senda rafrænan lyfseðil á okkur er heldur engin bið þegar á staðinn er kominn þar sem búið er að taka allt saman, hvort sem fólk fer inn í apótek eða beint í bílalúguna. Þannig að þetta ætti að spara fólki heilm- ikla fyrirhöfn og óþarfa tímasóun,“ bendir Þorvaldur á og bættir við á báðum stöðum gefist viðskiptavin- unum síðan sá kostur að fá ráðgjöf lyfjafræðings. En hvenær er Bílaapótekið opið? „Apótekið, það er verslunin sjálf, er opið frá klukkan 10 til 18 alla virka daga,“ segir Þorvaldur en opnunartími bílalúgunnar er mun rýmri. „Já, hún er höfð opin alla daga vikunnar frá klukkan 10 til 23, sem ætti að nýtast vel þeim sem komast til dæmis ekki á hefðbundnum vinnutíma á virkum dögum.“ Hann getur þess að Lyfjaval reki að auki tvær verslanir í eigin nafni, eina í Álftamýri og aðra í Mjóddinni. „Þar er allt til alls, lyf, snyrtivörur og annað sem prýða má hefðbund- in apótek,“ lýsir hann, en Lyfjaval í Álftamýri er haft opið frá 9 til 18.30 virka daga og Lyfjaval í Mjóddinni frá 9 til 18.30 virka daga og frá 12 til 16 á laugardögum. Hröð og góð afgreiðsla án mikillar fyrirhafnar Hjá Bílaapóteki Lyfjavals fá viðskiptavinir skjóta og góða þjónustu að sögn Þorvaldar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ■ GEYMSLA LYFSEÐLA Oft finnst fólki þægilegt að hafa lyfseðlana sína á öruggum stað. Lyfjaval býður fólki að geyma fyrir það lyfseðlana og finnst mörgum þægilegt að hringja í ap- ótekið og biðja um að tiltekin lyf séu tilbúin þegar þeim hentar. ■ HEIMSENDING Lyfjaval býður viðskiptavinum sínum heimsendingarþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Fastar heimsendingar eru kl. 17-18 virka daga en í neyðartilfellum er möguleiki að fá heimsendingu á öðrum tímum. Öryggi og lip- urð í fyrirrúmi Lyfjaval býður fólki að geyma fyrir það lyfseðlana og er hægt að sækja lyfin þegar því hentar best. Lyfjaval er einkarekið fyrir- tæki sem rekur þrjú apótek, Lyfjaval Mjódd, Lyfjaval Álftamýri og Lyfjaval Hæðarsmára.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.