Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.02.2011, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 16.02.2011, Qupperneq 44
 16. febrúar 2011 MIÐVIKUDAGUR20 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. timamot@frettabladid.is Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma Ingibjörg Björnsdóttir frá Vík í Héðinsfirði, Hólmgarði 4 Reykjavík, lést á Hrafnistu Reykjavík laugardaginn 12. febrúar. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 18. febrúar kl. 11.00. Unnur Júlíusdóttir Sigurður Sigurðsson Guðbjörg Ragna Colton Bruce Colton Gylfi M. Guðmundsson Kristín Erla Þórólfsdóttir Guðrún Júlíusdóttir Haraldur Karlsson Björn Júlíusson Jóhanna M. Aðalsteinsdóttir og ömmubörn. Okkar ástkæra Guðrún Símonardóttir Hagamel 25, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi laugardaginn 12. febrúar. Útförin verður í Neskirkju þriðjudaginn 22. febrúar kl. 13.00. Gerður Unndórsdóttir Vilhjálmur Einarsson Albína Unndórsdóttir Sigurður Ágústsson Þórdís Unndórsdóttir Jón S. Guðnason Jón E. Unndórsson Elfa Sigvaldadóttir Símon R. Unndórsson Lára I. Hallgrímsdóttir barna- og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, stjúpi, afi og langafi Einar Grétar Björnsson Naustabryggju 5, lést á líknardeild Landakotsspítala þann 10. febrúar síðastliðinn. Jarðsungið verður frá Háteigskirkju föstu- daginn 18. febrúar kl. 13.00. Blóm og kransar vinsam- legast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Angela Guðbjörg Guðjónsdóttir Fjóla Sigurðardóttir Guðjón Vilhelm Sigurðsson Sylvía Færseth Angela Guðbjörg Eggertsdóttir Viktor Örn Andrésson Agnes Baldvinsdóttir Sædís Ósk, Kamilla Birta, Benóný Einar, Fjóla Dís og Ásdís. Einar Ólafur Gíslason fyrrverandi flugstjóri, Giljaseli 2, Reykjavík, lést á Borgarspítalanum þann 6. febrúar síðastliðinn. Útför hans fer fram föstudaginn 18. febrúar kl. 13.00 frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Friðgerður Samúelsdóttir Kolbeinn Einarsson Kristín Eva Þórhallsdóttir Einar Einarsson Djurdja Kristjana Hrkalovic Sandra Sif Morthens, Sigurður Magnús Sigurðsson Hugi Kolbeinsson Kolfinna Kolbeinsdóttir Hermann Gísli Hrkalovic Einarsson Alexander Hrkalovic Einarsson Kristín Sædís Sigurðardóttir Karítas Sigurðardóttir Ástkær móðir okkar og amma Bjarney Ágústsdóttir frá Sæfelli, til heimilis á Sólvöllum Eyrarbakka, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurlands sunnu daginn 13. febrúar. Útförin fer fram frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 19. febrúar kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Már Ólafsson Þórarinn Th. Ólafsson Bjarney Ágústsdóttir og fjölskyldur.MOSAIK Ástkær eiginkona, systurdóttir og frænka Erna Jóna Stefáns lést á heimili sínu í Oklahoma þann 6. febrúar. Útför hennar fer fram í Oklahoma þann 15. febrúar. Ken MacDonnell Guðný Stefánsdóttir Jón Eiríksson Erla Jónsdóttir Stefán Eiríksson Ragnheiður Torfadóttir Helga Eiríksdóttir Sigurður Smári Einarsson Vera Björk Einarsdóttir Hjalti Kristjánsson Íris Huld Einarsdóttir Kári G. Schram og fjölskyldur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Stefán Jónsson bóndi Borgarhóli, Blönduhlíð, lést sunnudaginn 13. febrúar á krabbameinsdeild 11-E á Landspítalanum við Hringbraut. Útför hans verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Soffía Jakobsdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Sigríður Valdís Rögnvaldsdóttir Álftahólum 4, Reykjavík, sem lést á krabbameinsdeild Landspítalans, miðviku daginn 9. febrúar sl., verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju, föstudaginn 18. febrúar kl. 15. Helga Ámundadóttir Ari Ólafsson Brynjar Ágústsson Steinunn Inga Óttarsdóttir Heiðar Ingi Ágústsson Signe Viðarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn 33 Fjórtán Íslendingar eru staddir í Indlandi á vegum Rótary í þeim tilgangi að vinna að útrýmingu lömunarveiki. „Við höfum mikinn áhuga á þessu göfuga verkefni,“ sagði Áslaug Björk Ingólfsdóttir, einn ferðalanganna, er samband náðist við hana í gær. Hópurinn hélt utan 11. þessa mánaðar og flaug til Delhí með viðkomu í London og dagsstoppi í Katar. Um er að ræða þrettán ungmenni og eina ömmu. Í gær voru þau á skoðunarferðalagi um norðurhluta Indlands og í dag, miðvikudag, var stefnan sett á Agra og Taj Mahal, hvaðan verður haldið til Varanasi, helgrar borgar hindúa á bökkum Ganges. „Við áttum upphaflega að byrja á góðgerðaverkefn- inu og taka túristapakkann á eftir en bólusetningardegin- um seinkaði um viku af einhverjum ástæðum. Hann passar samt inn í okkar ferð,“ sagði Áslaug. Útrýming lömunarveiki úr heiminum hefur verið markmið Rótarý í fjöldamörg ár. Þegar hefur tekist að útrýma henni í 118 löndum að sögn Áslaugar. „Núna fyrirfinnst veikin bara í Indlandi, Pakistan, Afganistan og Nígeríu þannig að mikill árangur hefur náðst en Indland er stórt land og verkefnið er erfitt hér,“ segir hún. Hvernig ætla Íslendingarnir að leggja þessu málefni lið? „Við munum hitta hér Rótarýkrakka frá Frakklandi, Kanada, Bandaríkjunum og fleiri löndum og öll munum við vinna undir stjórn eins manns sem hingað hefur komið árlega í sama tilgangi síðasta áratuginn. Hann verður núna með 55-60 manns.“ útskýrir hún. „Við förum í lítil þorp í Mewat-héraði í Haryana-fylki. Þar verður búið að safna saman börnum sem eru fimm ára og yngri og okkar hlutverk verður að setja dropa í munninn á þeim. Daginn áður verða skrúðgöngur í þorpunum til að koma því til skila að lyfjagjöfin verði daginn eftir.“ Áslaug er í Rótarýklúbbnum Geysi, eins og þorri íslenska hópsins sem er á aldrinum 18-26 ára. Spurð hvort klúbbur- inn borgi ferðina svarar hún: „Okkar klúbbur er svo ungur, bara tveggja ára, að þar er ekki sterkur peningalegur grunn- ur en margir eldri Rótarýklúbbar á Íslandi og nokkur fyrir- tæki hafa styrkt okkur og svo borgum við sjálf líka.“ gun@frettabladid.is RÓTARY: ÚTRÝMIR LÖMUNARVEIKI Setja dropa í munna barna ÁSLAUG BJÖRK INGÓLFSDÓTTIR „Við förum í lítil þorp í Mewat-héraði í Haryana-fylki. Þar verður búið að safna saman börnum sem eru fimm ára og yngri,“ segir hún. VALA FLOSADÓTTIR stangarstökkvari er 33 ára í dag. „Sá sem hefur trú á sjálfum sér getur tekið sínar eigin ákvarðanir og staðið fyrir sínu.“

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.