Fréttablaðið - 16.02.2011, Síða 46

Fréttablaðið - 16.02.2011, Síða 46
22 16. febrúar 2011 MIÐVIKUDAGUR BAKÞANKAR Bergsteins Sigurðs- sonar ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Pondus Eftir Frode Overli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta LÁRÉTT 2. loga, 6. eftir hádegi, 8. meðal, 9. skammstöfun, 11. tveir eins, 12. kost- ur, 14. ríki í Vestur-Afríku, 16. drykkur, 17. örn, 18. tunnu, 20. klaki, 21. þraut. LÓÐRÉTT 1. land í S-ameríku, 3. á fæti, 4. sumbl, 5. kraftur, 7. hertaka, 10. hnappur, 13. siða, 15. tröll, 16. lögg, 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. lifa, 6. eh, 8. lyf, 9. rek, 11. ll, 12. úrval, 14. níger, 16. te, 17. ari, 18. ámu, 20. ís, 21. raun. LÓÐRÉTT: 1. perú, 3. il, 4. fyllerí, 5. afl, 7. hernema, 10. kví, 13. aga, 15. risi, 16. tár, 19. uu. Fugla - Fórnir Mamma er að vinna lengi fram eftir og pabbi eldar því. Einhverjar séróskir? PITSA! FISKI-BOLLUR! Döhhh, sorry, litla gerpi, það verður pitsa. FISKI- BOLLUR! PITSA! FISKI- BOLLUR! Allir sáttir? Svona. Segðu mér hvað gerðist, Palli! Ég fór yfir til að gefa tíkinni hans Atla að borða. Hún hætti ekki að gelta á mig, urraði á mig á meðan hún borðaði. Síðan var bara eins og hún væri að kafna og ég varð að gera eitthvað. Og þú beittir fyrstu hjálp á smáhund? Þegar þú segir þetta svona, þá hljómar þetta eitthvað skrýtið. Ætlarðu með hálsmenið í skólann? Jáps. Það er frábært, sonur sæll. Mér finnst það stórkostlegt. Af hverju tókstu af þér glingrið? Það var eina ráðið til að ná skrýtna brosinu af pabba. Til greina koma allir sem hafa lagt umtalsvert af mörkum til að bæta íslenskt samfélag. Skorað er á lesendur Fréttablaðsins að senda inn tilnefningar um fólk og félagasamtök sem eiga skilið virðingarvott fyrir verk sín. Allir koma til greina, jafnt óþekktir einstaklingar sem vinna störf sín í hljóði, félagasamtök og þjóðþekktir karlar og konur sem hafa með gjörðum sínum og framgöngu verið öðrum fyrirmynd. Hvunndagshetjan Einstaklingur sem sýnt hefur sérstaka óeigingirni eða hugrekki, hvort sem er í tengslum við einn atburð eða með vinnu að ákveðnum málaflokki í lengri tíma. Frá kynslóð til kynslóðar Hér koma til greina kennarar, leiðbeinendur, þjálfarar eða aðrir uppfræðarar sem skarað hafa fram úr á einhvern hátt. Einnig koma til greina félagasamtök sem sinna börnum af sérstökum metnaði og alúð. Til atlögu gegn fordómum Einstaklingur eða félagasamtök sem hafa unnið ötullega að því að eyða fordómum í samfélaginu. Heiðursverðlaun Einstaklingur sem með ævistarfi sínu hefur stuðlað að betra samfélagi. Samfélagsverðlaunin Félagasamtök sem hafa unnið framúrskarandi mannúðar- eða náttúruverndarstarf og lagt sitt af mörkum til að gera íslenskt samfélag betra fyrir okkur öll. HEFUR ÞÚ ORÐIÐ VITNI AÐ ÓSKAÐ ER EFTIR TILNEFNINGUM TIL SAMFÉLAGS- VERÐLAUNA FRÉTTABLAÐSINS 2011 GÓÐVERKI? SAMFÉLAGSVERÐLAUN FRÉTTABLAÐSINS ERU VEITT Í FIMM FLOKKUM. 1 2 3 4 5 SAMFÉLAGSVERÐLAUN Sendið tilnefningar á hlekknum Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins á visir.is/samfelagsverdlaun, með tölvupósti á netfangið samfelags- verdlaun@frettabladid.is, eða bréfleiðis merkt: Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins, Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík. Dómnefnd tekur allar innsendar tillögur til skoðunar. Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins verða veitt í apríl. að senda t ilnefninga r er til miðn ættis þann Frestur til 21. febrúa r Svandís Svavarsdóttir umhverfisráð-herra hefur legið undir ámæli eftir að Hæstiréttur ógilti ákvörðun hennar um að neita að staðfesta aðalskipulag Flóahrepps. Viðbrögð Svandísar og samherja hennar hafa verið á þá leið að úrskurður Hæsta- réttar sé engin frágangssök fyrir hana þar sem dómurinn lúti að „ágreiningi um túlkun laga“. Þarafleiðandi hafi hún ekki beint brotið lög, auk þess sem hún hafi látið „náttúruna njóta vafans“. HOFMÓÐURINN í þingmönnum stjórnar- andstöðunnar sem hæst létu í ræðustól á Alþingi í gær var vissulega brjóstum- kennanlegur. Við vitum, vegna þess að við munum hvernig þetta fólk lét þegar það var stjórnarmegin í lífinu, að krafa þeirra um afsögn Svandísar er trauðla sprottin af lýðræðisást eða virðingu fyrir góðum stjórnsýsluháttum. Hann var liður í þeim pólitíska hráskinnaleik sem Hanna Birna Kristjánsdóttir lýsti svo vel í Viku- lokunum á laugardaginn var: Íslensk stjórnmálamenning er átakamiðaður karlakúltúr sem gengur út á að ann- aðhvort ráðir þú öllu eða engu. Íslensk stjórnmálamenning er uppákomuleikur um að búa stöðugt til ágreining þótt hann sé ekki til staðar, því þannig komast stjórn- málamenn í fréttir. ÞESSI HUGSUN, að gera andstæðingnum skráveifu, gegnsýrir ekki aðeins mál- flutning stjórnarandstöðunnar í þessu máli heldur líka viðbrögð ríkisstjórnar- innar, sem eru billeg. Ekki ætla ég að dæma um hvort Svandís eigi að segja af sér en það hlýtur að vera eðlileg krafa að hún játi á sig mistök og gangi jafnvel svo langt að biðjast afsökunar á þeim. ÞAÐ ERU EKKI RÖK í málinu að umhverfis ráðherra hafi góðan málstað að verja. Því þótt maður sé sammála Svandísi kemur nefnilega að því fyrr eða síðar að mennirnir með „vonda“ málstað- inn komast til valda. Hvernig ætlum við að fá þá til að axla ábyrgð ef þeir verða staðnir að því að fara sínu fram í trássi við lög? Verður viðkvæðið þá líka: Við erum bara í pólitík. LÖGLEGT en siðlaust er eitt þekktasta hugtak íslenskrar stjórnmálasögu og lýsir ágætlega ástandinu á Íslandi árin fram að hruni, þegar lagaklækjum var beitt til gjörninga sem gengu jafnvel í berhögg við markmið laganna. Siðlegt en löglaust er hins vegar engu skárra leiðar- ljós. Sé þessari ríkisstjórn umhugað um að bæta hér pólitíska menningu, hlýtur hún að reyna að búa þannig um hnútana að lög og siðsemi fari saman í gjörðum hennar. Siðlegt en löglaust

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.