Fréttablaðið - 16.02.2011, Page 48
24 16. febrúar 2011 MIÐVIKUDAGUR
Daníel Ágúst sendir í byrj-
un mars frá sér aðra sóló-
plötu sína. Platan var í upp-
hafi ristað brauð með osti,
en varð að bragðmikilli
tertu.
„Hún átti að vera kassagítarplata,
en ég skipti um skoðun þegar ég
var búinn að taka upp kassagítar og
söng. Þá fannst mér vanta töfrap-
rikið,“ segir tónlistarmaðurinn
Daníel Ágúst Haraldsson.
Daníel hefur samið við útgáfu
Valgeirs Magnússonar og Örlygs
Smára, Hands Up Music, um útgáfu
á annarri sólóplötu sinni í byrjun
mars. Platan var meðal annars
unnin í Island-hljóðverinu í Vest-
mannaeyjum, sem er í gamla Betel-
safnaðarhúsinu þar í bæ. „Ég bjó
þar í tæpa viku og eldaði egg og
beikon ofan í mannskapinn,“ segir
Daníel léttur um dvölina í Vest-
mannaeyjum.
En um hvað fjallar platan, ást-
ina og lífið?
„Já, ástina og lífið eins
og venjulega. Það er reynd-
ar eitt lag sem fjallar um gleði
bingóíþróttarinnar.“
Var heimildavinnan unnin í Vina-
bæ?
„Nei. Hún kom í þessu Betel-
safnaðarhúsi. Það var safnaðar-
andi sem sveif yfir vötnum og mér
fannst spennandi að beisla þann
anda í bingói.“
Gítarleikararnir Gummi P. og
Bjarni í Mínus léku undir á plötunni
ásamt Óla Hólm og Stefáni Magn-
ússyni. Addi 800 beislaði hljóm-
inn og Jón Ólafsson, félagi Daní-
els í Nýdanskri, kláraði með honum
plötuna. Saman sá hópurinn til þess
að platan varð ekki kassagítarplata,
eins og hún átti að vera í upphafi.
„Hún var frekar fátækleg af því
að ég hef fengið að kynnast því
hvað það er hægt að galdra mikið.
Mig langaði að gera hljóðheim-
inn aðeins margslungnari,“ segir
Daníel. „Kassagítarinn er grunn-
ur laganna – stoðkerfið. Svo kemur
allt utan á, með, undir og yfir, og
býr til ansi góða lagskipta tertu.
Mjög brögðótta marglaga köku
sem mér finnst bragðast mjög vel.
Þegar kassagítarplatan var tilbúin
bragðaðist hún eins og ristað brauð
með smjöri og osti, sem er ágætt.
En ekki ef maður vill fá sér eitt-
hvað gott á sex ára fresti, eins og í
mínu tilfelli. Síðasta sólóplata kom
út árið 2005.“
Daníel hyggst fylgja plötunni
eftir með tónleikahaldi hérlendis,
en frekari landvinningar verða að
koma í ljós, að hans sögn. „Það er
nóg að gera. GusGus er að koma
með plötu í lok apríl, byrjun maí.“
Og Nýdanskir deyja aldrei?
„Nei, við erum með sýningu í
Borgarleikhúsinu sem gengur vel,
þannig að ég er með mörg járn í
eldinum.“ atlifannar@frettabladid.is
Úr ristuðu brauði með osti
í ansi góða lagskipta tertu
NÝ PLATA VÆNTANLEG Daníel Ágúst sendir frá sér aðra sólóplötu sína í byrjun mars.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Bandaríski leikarinn Sean Penn og tónlistar-
maðurinn Wyclef Jean hafa ákveðið að grafa
stríðsöxina og snúa bökum saman til að hjálpa
íbúum Haítí. Penn og Jean sinnaðist illilega í
fjölmiðlum þegar leikarinn gagnrýndi rapp-
arann harðlega fyrir forsetaframboð hans á
Haítí en íbúar eyjunnar búa við mikinn skort
á mat og öðrum nauðsynjavörum eftir að jarð-
skjálfti lagði landið nánast í rúst í fyrra. Jean
svaraði þessum ásökunum og sagði Penn ekk-
ert annað en gamlan dóphaus en bandaríski
leikarinn hefur eytt öllum sínum frítíma á
Haítí við hjálparstörf.
Félagarnir hittust fyrir tilviljun á tónleik-
um hljómsveitarinnar T-Vice í New York um
helgina samkvæmt slúðurdálki New York Post.
Að sögn sjónarvotta virtist andrúmsloftið vera
rafmagnað þegar þeir komu auga hvor á annan
en síðan báðu þeir starfsfólk sitt um að finna
laust herbergi handa þeim. Þeir lokuðu að sér
og ræddu saman í hálftíma. „Þetta voru engin
öskur eða læti, þeir hreinsuðu bara loftið milli
sín,“ hefur New York Post eftir
heimildarmanni sínum.
Þessi stutti fundur virðist hafa
dugað til því Penn og Jean stóðu
skömmu seinna saman uppi á sviði
og hvöttu fólk til að sýna
íbúum Haíti stuðning.
Dagskránni lauk síðan
með því að þeir tveir
föðmuðust innilega.
Penn og Jean verða vinir
VINALEGUR Sean
Penn og Wyclef
Jean hafa ákveðið
að grafa stríðöxina
og berjast í samein-
ingu fyrir bættum hag íbúa
Haítí.
JUST GO WITH IT 8 og 10.20
TRUE GRIT 5.50, 8 og 10.20
LONDON BOULEVARD 8 og 10.10
MÚMÍNÁLFARNIR 3D - ISL TAL 6
ALFA OG ÓMEGA 2D - ISL TAL 6
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
www.laugarasbio.is
-bara lúxus sími 553 2075
Miðasala og nánari upplýsingar
TRYGGIÐ YKKUR MIÐA Á
WWW.SAMBIO.IS
“IRRESISTIBLY ENTERTAINING.
WITTY AND HEARTBREAKING”
BLOOMBERG NEWS, RICK WARNER
“THE KING’S SPEECH SHOULD
ON STAGE ON OSCAR NIGH
THE WALL STREET JOURNAL, JOE MORGENSTERN
NY POST, LOU LUMENICK NY OBSERVER, REX REED NY DAILY NEWS, JOE NEUMAIER NY OBSERVER, REX REED
V I P
10
10
10
14
14
14
14
14
14
14
14
1616
16
L
L
L
L
L
L
L
L
L
L
12
12
12
LOKSINS ER BJÖRNIN SEM ALLIR ELSKA KOMINN Í BÍÓ OG ÞAÐ Í ÞRÍVÍDD
FRÁBÆR FJÖLSKYLDUSKEMMTUN FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
ábær gamanmynd byggð á sögu
Jane Austen, Sense and Sensibility.
TRUE GRIT kl. 5:40 - 8 - 10:20
TRUE GRIT kl. 5:40 - 8 - 10:20
FROM PRADA TO NADA kl. 5:50 - 8 - 10:20
THE KING´S SPEECH kl. 5:30 - 8 - 10:30
YOGI BEAR-3D M/ ísl. Tali kl. 6
SANCTUM-3D kl. 10:20
KLOVN - THE MOVIE kl. 8 - 10:20
ÆVINTÝRALEGUR FLÓTTI M/ ísl. Tali kl. 5:50
ROKLAND kl. 8
JÓGI BJÖRN kl. 5:40
TRUE GRIT kl. 8
SANCTUM kl. 10:20
KLOVN - THE MOVIE kl. 5:40
FROM PRADA TO NADA kl. 8 - 10:20
TRUE GRIT kl. 5.20 - 8 og 10.30
JÓGI BJÖRN-3D M/ ísl. Tali kl. 5:30
SANCTUM-3D kl. 5.30 - 8 og 10.30
KING’S SPEECH kl. 5.30 - 8 og 10.30
KLOVN: THE MOVIE kl. 8
GREEN HORNET-3D kl. 10.20
WWW.SAMBIO.IS
NIXON IN CHINA Ópera Endurflutt kl. 6
FROM PRADA TO NADA kl. 10:30
THE KING´S SPEECH Númeruð sæti kl. 5:30 - 8
YOGI BEAR-3D M/ ísl. Tali Sýnd á morgun kl. 6
SANCTUM-3D kl. 10:20
HEREAFTER kl. 5:30
YOU AGAIN kl. 8
KLOVN - THE MOVIE Númeruð sæti kl. 10:20
JUST GO WIT IT KL. 5.30 - 8 - 10.30 L
JUST GO WIT IT LÚXUS KL. 5.30 - 8 - 10.30 L
BLACK SWAN KL. 5.30 - 8 - 10.30 16
GREEN HORNET 3D KL. 3.30 - 5.25 - 8 12
THE TOURIST KL. 10.30 12
DILEMMA KL. 8 - 10.30 L
GULLIVER´S TRAVEL 3D KL. 3.30 - 5.50 L
ALFA OG OMEGA 3D KL. 3.30 L
MÚMÍNÁLFARNIR 3D KL. 3.40 L
JUST GO WITH IT KL. 5.30 - 8 - 10.30 L
BLACK SWAN KL. 5.30 - 8 - 10.30 16
FIGHTER KL. 5.30 - 8 - 10.30 14
BURLESQUE KL. 5.30 - 8 L
LONDON BOULIVARD KL. 10.30 16
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ
BORGARBÍÓ
5%
5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS
NÁNAR Á MIÐI.IS
T.V. - KVIKMYNDIR.IS
B. I., KVIKMYNDIR.COM -H.S.S.,MBL
JUST GO WITH IT KL. 8 - 10.10 L
THE FIGHTER KL. 8 14
MÚMÍNÁLFARNIR 3D KL. 6 L
DEVIL KL. 10.10 16
VELKOMIN KL. 6 L
ÍSLENSKT TAL Í 3-D
-H.S.S., MBL
STUNDUM ÞARF MAÐUR STELPU TIL
AÐ NÁ STELPUNNI!
– Lifið heil
Fyrir þig
í Lyfju
www.lyfja.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/L
Y
F
5
35
00
0
2/
11
AVENA SATIVA
– betri svefn
Avena Sativa er þekkt af því að hafa nærandi,
heilsubætandi og róandi áhrif á taugakerfið.
Er mjög gott gegn streitu og svefntruflunum.