Fréttablaðið - 16.02.2011, Síða 50
16. febrúar 2011 MIÐVIKUDAGUR26
sport@frettabladid.is
DÓMSTÓLL HSÍ mun skoða greinargerðir Fram og
Vals um kæru Framara vegna undanúrslitaleiks bikars-
ins. Fram vill meina að Markús Máni Michaelsson hafi
verið ólöglegur en því eru Valsmenn ósammála.
Meistaradeild Evrópu:
AC Milan-Tottenham 0-1
0-1 Peter Crouch (80.)
Valencia-Schalke 1-1
1-0 Roberto Soldado (17.), 1-1 Raul (64.)
Evrópudeildin, 32-liða úrslit:
Aris Saloniki-Man. City 0-0
Enska úrvalsdeildin:
Birmingham-Newcastle 0-2
0-1 Peter Lövenkrands (1.), 0-2 Leon Best (50.)
Eimskipsbikar kvenna:
Fylkir-Valur 15-25 (4-12)
Mörk Fylkis: Sunna María Einarsdóttir 6, Nataly
Sæunn Valencia 4, Unnur Ómarsdóttir 2, Áslaug
Gunnarsdóttir 1, Anna María Guðmundsdóttir 1,
Kristrún Steinþórsdóttir 1
Varin skot: Guðrún Ósk Maríasdóttir 11.
Hraðaupphlaup: 2 (Nataly Sæunn Valencia)
Mörk Vals: Kristín Guðmundsdóttir 6, Hrafnhildur
Ósk Skúladóttir 5, Anett Köbli 4/4, Rebekka Rut
Skúladóttir 3, Karolína B. Gunnarsdóttir 2, Anna
Úrsúla Guðmundsdóttir 2, Íris Ásta Pétursdóttir 2,
Arndís M. Erlingsdóttir 1
Varin skot: Guðný Jenna Ásmundadóttir 13/ ,
Sunneva Einarsdóttir 2.
Hraðaupphlaup: 1 (Rebekka Rut Skúladóttir)
Þýski handboltinn:
Rhein-Neckar Löwen-Magdeburg 38-30
Ólafur Stefánsson skoraði 8 mörk fyrir Löwen og
Róbert Gunnarsson eitt.
Wetzlar-Gummersbach 34-31
Kári Kristjánsson skoraði 5 mörk fyrir Wetzlar.
Sænski körfuboltinn:
Sundsvall-Solna 96-82
Hlynur Bæringsson skoraði 12 stig og tók 11
fráköst fyrir Sundsvall og Jakob Örn Sigurðarson
skoraði 19 stig. Logi Gunnarsson skoraði 5 stig.
fyrir Solna.
Uppsala-Jamtland 71-95
Helgi Már Magnússon skoraði 9 stig fyrir Uppsala.
ÚRSLIT
VINNINGAR AFHENDIR Í ELKO LINDUM. 199 KR/SKEYTIÐ.
MEÐ ÞVÍ Að TAKA ÞÁTT ERTU KOMINN Í SMS KLÚBB.
VINNINGAR:
SOCIAL NETWORK Á DVD · TÖLVULEIKIR
DVD MYNDIR · GOS OG MARGT FLEIRA!
10.
HVER
VINNUR!
SENDU SMS SKEYTIÐ
EST SNV Á NÚMERIÐ 1900
OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ!
VILTU EINTAK?
KOMIN Á DVD
8 ÓSKARSTILNEFNINGAR
HANDBOLTI Valsstúlkur sem eru
núverandi Íslandsmeistarar
tryggðu sér sæti í úrslitum Eim-
skipsbikarsins í gærkvöldi með
öruggum 25-15 sigri á Fylki í
Árbænum.
Þær höfðu öruggt tak á leikn-
um allan tímann og náðu Fylkis-
stúlkur aðeins að skora 4 mörk í
fyrri hálfleik. Valsstúlkur töpuðu í
úrslitum bikarsins í fyrra og ætla
sér eflaust að gera betur í ár.
„Markmið dagsins var að kom-
ast í höllina og við erum mjög
ánægð með það,“ sagði Stefán
Arnarson, þjálfari Valsstúlkna,
eftir leikinn.
„Við spiluðum leik við þær á
laugardag og áttum þá auðveldan
dag, við vissum að þær kæmu vit-
lausar í þennan leik til að bæta
fyrir það. Það hafa margir verið
að gagnrýna Fylki en það var ekk-
ert vanmat í gangi hjá okkur. Við
spiluðum einfaldlega frábæra vörn
og erum sterkt lið, það kom okkur
áfram í keppninni.
Núna tekur við úrslitaleikur-
inn sem verður mjög erfiður,
hvort sem það er Fram eða HK.
Ég myndi frekar vilja Fram enda
leikir liðanna alltaf spennandi
og þær unnu okkur í fyrra. Við
færum ekki í hann til að hefna
okkur, við viljum bara vinna alla
leiki. Það væri frábært á aldurs-
ári Vals ef bæði liðin myndu vinna
bikar,“ sagði Stefán. - kpt
Undanúrslit í Eimskipsbikarkeppni kvenna í gær:
Auðvelt hjá Valsstúlkum
HART TEKIST Á Fylkisstúlkur gáfu það sem þær áttu gegn Val en voru númeri of litlar
fyrir Hlíðarendaliðið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
FÓTBOLTI Peter Crouch skoraði eina
mark leiks AC Milan og Totten-
ham á San Siro í gær. Tottenham
er því í dauðafæri að komast í átta
liða úrslit keppninnar enda á liðið
heimaleikinn eftir.
Leikur liðanna var nokkuð
skemmtilegur en gestirnir frá
London voru beittari framan af.
Mörkin komu þó ekki í rigningunni
á Ítalíu. Milan var nokkuð öflugt
framan af síðari hálfleik en tals-
vert púður vantaði í sóknarleik
liðsins.
Það var síðan tíu mínútum fyrir
leikslok að Crouch skoraði með
hnitmiðuðu skoti af stuttu færi
eftir góðan undirbúning hjá Aaron
Lennon. Nokkuð verðskuldað hjá
Spurs sem væri örugglega til í að
spila aftur á San Siro enda spilar
liðið ítrekað vel þar.
Zlatan Ibrahimovic náði að koma
boltanum inn fyrir línuna þegar
nokkrar sekúndur voru eftir af
uppbótartíma en markið var rétti-
lega dæmt af þar sem Zlatan braut
af sér.
Miðjumaður Milan, Gennaro
Gattuso, var með allt á hornum
sér í gær og hann missti algjör-
lega stjórn á skapi sínu eftir leik-
inn og var hann einnig óstýrilát-
ur meðan á leik stóð. Gattuso reif
síg úr að ofan eftir leik og gerði
sér síðan lítið fyrir og skallaði Joe
Jordan, aðstoðarþjálfara Totten-
ham. Í kjölfarið virtist hann síðan
vilja lúberja hann en var dreginn
í burtu af félögum sínum.
Gattuso fékk líka gult spjald í
leiknum og verður því í leikbanni
í síðari leiknum. Mótlætið fór afar
illa með skapið hans í gær.
„Það var frábært að spila þenn-
an leik og mér fannst við eiga sig-
urinn skilinn. Við vörðumst vel
og sköpuðum svo færi. Þetta eru
frábær úrslit fyrir okkur. Þetta
er ekki búið en við mætum fullir
sjálfstrausts í seinni leikinn enda
líður okkur vel á heimavelli,“ sagði
Crouch.
Spænski framherjinn Raúl
skráði nafn sitt í sögubækurnar
eina ferðina enn í gær þegar hann
skoraði Evrópumark númer 71.
Hann er þar með orðinn marka-
hæsti leikmaður Evrópukeppna
frá upphafi en hann var jafn Fil-
ippo Inzaghi, framherja Milan,
fyrir leikinn í kvöld.
Mark Raúl í kvöld var afar
mikilvægt enda útivallarmark
hjá Schalke. Þetta var fyrsti leik-
ur Raúl á Spáni síðan hann fór frá
Real Madrid.
henry@frettabladid.is
Spurs í draumastöðu
Tottenham Spurs fór í frægðarför á San Siro í gær er liðið lagði AC Milan í fyrri
leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Upp úr sauð í lok leiks-
ins. Schalke náði jafntefli gegn Valencia þar sem Raúl skoraði sögulegt mark.
FÖGNUÐUR Crouch og Lennon fagna markinu sem þeir bjuggu til saman.
NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES