Fréttablaðið - 16.02.2011, Síða 54
30 16. febrúar 2011 MIÐVIKUDAGUR
BESTI BITINN Í BÆNUM
„Ef mig langar í sushi fer ég á
Sushi Train. Svo finnst mér gott
að fara á Saffran og fá mér
pitsu með parmaskinku. Svo eru
Gló og Fiskmarkaðurinn líka í
uppáhaldi.“
Guðlaug Ágústa Halldórsdóttir textíl-
hönnuður.
Tónlistarmaðurinn Jóhann G. Jóhannsson segir það
ekki rétt hjá Pálma Guðmundssyni, framkvæmda-
stjóra dagskrársviðs 365 miðla, að Bylgjan geti spil-
að lögin hans þrátt fyrir að hann hafi bannað henni
að gera það.
Pálmi sagði við Fréttablaðið í gær að Jóhann hefði
leigt höfundarréttinn að sínum lögum til Sambands
tónskálda og eigenda flutningsréttar (Stefs) og því
gæti Bylgjan spilað lögin áfram. Jóhann segir þetta
ekki rétt, hann hafi ekki leigt höfundarrétt sinn til
Stefs. Fyrirtækið hafi eingöngu séð um innheimtu
á Stef-greiðslum sínum. „Pálmi hefur greinlega
ekki kynnt sér ákvæði varðandi sæmdarrétt höf-
undar,“ segir Jóhann. Þar á hann við að ef höfund-
ur telur skaðlegt fyrir sig eða meiðandi að ákveðinn
aðili noti hans efni getur hann komið því á fram-
færi við Stef og í framhaldinu er brugðist við því.
Þetta segir í 2. málsgrein 4. greinar höfundarlaga:
„Óheimilt er að breyta verki höfundar eða birta það
með þeim hætti eða í því samhengi að skert geti höf-
undarheiður hans eða höfundarsérkenni.“
Jóhann segir að þrátt fyrir orð Pálma um að hlut-
fall íslenskrar tónlistar sé 40 prósent á degi hverj-
um á Bylgjunni sé gallinn sá að alltaf séu sömu
lögin spiluð. Ofspilun sé stórt vandamál á stöðinni.
„Miðað við þau viðbrögð sem ég hef fengið við
banninu, sem ég vona að Bylgjan virði, þá tel ég að
bannið hafi verið tímabært,“ segir Jóhann og bætir
við að yfir 1.600 manns hafi lýst yfir stuðningi við
það á netinu. - fb
Bylgjan má ekki spila lögin
JÓHANN G. JÓHANNSSON Tónlistarmaðurinn vill ekki að
Bylgjan spili lögin sín.
Edduverðlaunahátíðin fer fram í
Gamla bíói á laugardaginn og verð-
ur eflaust mikið um dýrðir. Sá hæng-
ur hefur hins vegar vanalega verið
á að leikarar eiga mjög erfitt með
sækja hátíðina; þeir eru nefnilega oft
staddir uppi á sviði leikhúsanna þegar
verðlaunin eru kunngjörð. Það verður
til að mynda ansi fámennt í flokknum
leikkona ársins. Hreindís Ylva Garð-
arsdóttir, sem er tilnefnd fyrir leik
sinn í Óróa, flýgur heim til Íslands
frá Bretlandi þar sem hún er við nám
en svo heppilega vildi til að vetrar-
frí er í skólanum hennar um þessar
mundir. Ólafía Hrönn ætti einnig að
vera á svæðinu en hins vegar eru þær
Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Nína
Dögg Filippusdóttir uppteknar við að
leika í Fjölskyldunni í Borgarleikhús-
inu. Þá er allsendis óvíst um Lauren
Hennessy sem er tilnefnd fyrir leik
sinn í stuttmyndinni Clean.
Hið sama má segja um karlaflokk-
inn, þar eru ansi mikil forföll. Ólaf-
ur Egilsson, sem er tilnefndur fyrir
Brim, og Ólafur Darri, sem tilnefnd-
ur er fyrir Rokland, geta ekki mætt
og veitt sínum verðlaunum viðtöku ef
svo fer að þeir bera sigur úr býtum.
Þeir eru nefnilega uppteknir við leik
í Íslandsklukkunni. Þá hefur ekk-
ert heyrst um að Brian Cox hyggist
sækja Edduverðlaunahátíðina heim
en hann er tilnefndur fyrir The
Good Heart. Þeir Atli Óskar
Fjalarsson og Pétur Jóhann
Sigfússon, sem eru tilnefnd-
ir í sama flokki, verða því
hálf einmana í salnum.
Og það eru fleiri til-
nefndir sem eru fjarver-
andi. Ingvar E. Sigurðsson
getur ekki verið meðal
gesta þótt hann sé til-
nefndur fyrir leik
sinn í Kóngavegi því
hann er upptekinn
við Íslandsklukk-
una, sem og Edda
Arnljótsdóttir.
Tónlistarkonan Ólöf Arnalds mun
syngja fyrir Hákon, krónprins
Noregs, áður en hann afhendir
fyrstu Norrænu tónlistarverð-
launin á föstudaginn.
Athöfnin fer fram í menningar-
kirkjunni Jakob í Ósló og er hluti
af tónlistarhátíðinni by:Larm sem
hefst á morgun og lýkur á laugar-
dag. Auk Ólafar munu Susanne
Sundfør og Dungen
flytja tónlist sína í
kirkjunni. Allir þess-
ir listamenn eru til-
nefndir til tónlistar-
verðlaunanna. Alls
eru tólf plötur tilnefnd-
ar þar á meðal
verk Jónsa úr
Sigur Rós og
sænsku söng-
konunnar
Robyn.
Alþjóðleg dómnefnd hefur
lokaorðið varðandi valið á bestu
norrænu plötunni. Áður höfðu
blaðamaðurinn Arnar Eggert
Thoroddsen og fjórir norrænir
kollegar hans tekið þátt í valinu
með aðstoð tónlistarspekinga
og verður Arnar Eggert einmitt
viðstaddur athöfnina í Ósló.
Syngur fyrir prins
ÓLÖF ARNALDS Ólöf syngur fyrir
Hákon, krónprins Noregs, í Ósló á
föstudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Tilnefndar stjörnur fjarrverandi á Eddu
FJÖLSKYLDUMÁL Nína Dögg Filippus-
dóttir kemst ekki á Edduna þar sem
hún er að leika í Fjölskyldunni. Ingvar E.
Sigurðsson verður einnig víðs fjarri.
Verslunin Liberties í London
hefur gert samning við hönnun-
armerkið KALDA um sölu á nýrri
línu þeirra. Liberty-verslunin var
stofnuð árið 1875 og var valin
besta verslunin í London árið
2010 af Time Out Magazine.
Systurnar Rebekka og Katrín
Alda Rafnsdætur hanna saman
undir heitinu KALDA og reka
einnig verslunina Einveru á
Laugavegi. Þær voru á meðal
þeirra íslensku hönnuða sem tóku
þátt í sölusýningunni CPH Vision
sem haldin var í tengslum við
tískuvikuna í Kaupmannahöfn í
byrjun febrúar. Þó nokkrir kaup-
endur sýndu KALDA áhuga á sýn-
ingunni og í kjölfar hennar gerðu
systurnar meðal annars samning
við Liberty í London.
Rebekka segir það mikinn heið-
ur að vera valin inn í verslunina
enda sé hún þekkt fyrir að sér-
velja aðeins hágæða tískufatnað
til sölu. Á meðal þeirra merkja
sem fást í versluninni eru Eto,
Sonia Rykiel og Vivienne West-
wood og bætist KALDA nú í
þeirra hóp. „Það er mjög óal-
gengt að verslunin taki inn unga
og óþekkta hönnuði og þetta er
kannski sérstaklega skemmti-
legt út af því. Það er auðvitað líka
ótrúlega skemmtilegt að KALDA
verði svo inni á milli allra þessa
flottu hönnuða,“ segir Rebekka.
Hún segir samninginn skipta
sköpum fyrir merkið og að hann
verði vonandi til þess að styrkja
það í framtíðinni. „Þetta breyt-
ir öllu fyrir okkur. Við verðum
bæði sýnilegri auk þess sem þetta
mun styrkja okkur sem fatamerki
á allan hátt. Samningurinn sem
við gerðum núna er um nýjustu
línu okkar og svo er það í raun
undir okkur komið að reyna að
halda okkur þarna inni,“ útskýrir
Rebekka.
Nýja línan ber heitið Rjúfland
og lögðu systurnar mikla áherslu
á fjölbreytileika og gæði við
hönnun hennar og ber línan
þess greinileg merki. Systurnar
hyggja á frekari útrás og er Katr-
ín Alda nú stödd í New York þar
sem nýja línan verður sýnd á
Rendez Vous-sölusýningunni um
helgina. „Það er mikil vinna og
spennandi tímar fram undan hjá
okkur,“ segir Rebekka að lokum
glaðlega. - sm
REBEKKA RAFNSDÓTTIR: MIKIL VINNA FRAM UNDAN
Gerðu samning við Liberty
KALDA
Systurnar Rebekka
og Katrín Alda
Rafnsdætur eru á
bak við fatamerkið
KALDA. Þær reka
einnig saman
verslunina Einveru
við Laugaveg og
hafa nú fengið inni
í versluninni Liberty.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Auglýsingasími
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA STRAX
„Þessi leiksýning hefur allt
sem þarf til að skapa vel heppnað
og eftirminnilegt leikverk.“
I.Þ., Mbl.
„Critics choice“
Time Out, London
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
AÐEINS Í FEBRÚAR!