Barnablaðið - 01.02.1968, Blaðsíða 3

Barnablaðið - 01.02.1968, Blaðsíða 3
Litli drengurinn og lambið hans Á Ítalíu er lítið þorp sem heitir Savoy. í þessu þorpi var lítill drengur, sem hét Jó- hannes. Hann var lijá foreldrum sínum, sem bjuggu í litlum kofa uppi í fjöllunum. Mikael faðir hans var bláfátækur og vann sem dag- launamaður. En hann var ríkur í fátækt sinni, því að hann elskaðf Guð og treysti honum. Móðirin, sem hét Teresa, annaðist heimilið og gerði ýms smá viðvik fyrir aðra. Henni var ánægja að því, ef hún gat gert eitthvað öðrum til hjálpar. í æsku sinni hafði hún gengið í skóla og lært margt nytsamt. þar á meðal að prjóna treyjur af því tagi, sem flestir notuðu í þeim hluta landsins. Hún var trúuð kona og ætíð í góðu skapt. Á hverj- um morgni bað hún að Jóhannes litli mætti verða trúaður, sannkristinn maður. Jóhannes var ekki stór þegar hann lærði að biðja til Guðs. Hann var mjög fáorður í bænum sínum, hann bað t. d.: „Guð minn góður, hjálpaðu mér til að vera hlýðin.n og góður drengur.“ Móðir hans sagði honum oft frá því, hvað Jesús hefði gert fyrir okkur mennina, meðan hann var á jörðunni, og að nú væri hann á himnum og bæði fyrir okkur. Svo árum skipti kom hjarðmaður nokkur þangað á hverju sumri með fé sitt. Fénu beitti hann í fjallið, þar hafði hann lítið hús, en á nóttunni var féð hýst í útihúsi, sem Mikael átti. Þegar ullin var tekin af fénu á vorin keypti Teresa ull, og að sumrinu spann hún og prjónaði treyjur og sokka sem hún seldi þegar veturinn kom. Það var gleðidagur fyrir Jóhannes litla, þegar hjarðmaðurinn kom með kindurnar á vorin. Hann fór oft með honum og hjálpaði til að gæta fjárins og búa til ost. Hjarðmann- inum þótti líka vænt um Jóhannes, því hann var bæði skynsamur og hlýðinn. Hann bað aldrei um neitt. En ef honum var gefið rjóma- 3

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.