Barnablaðið - 01.02.1968, Blaðsíða 4

Barnablaðið - 01.02.1968, Blaðsíða 4
glas eða ostbiti þá þakkaði hann kurteislega fyrir og tók það heim til móður sinnar, en hún geymdi það þar til maður hennar kom heim frá vinnunni og þá skipti hún því milli þeirra þriggja. Jóhannes liafði meiri ánægju af þessu heldur en ef hann hefði notið þess einn. Eitt sumarið áttu ærnar mörg lítil lömb. Hjarðmaðurinn gaf Jóhannesi eitt þeirra. Hvílíkur happadagur! Jóhannes réði sér varla fyrir fögnuði. Hann vissi ekki hvernig hann gæti látið í ljós þakklæti sitt, svo að hann reyndi enn meir en áður að hjálpa til með féð. Veturinn kom. Hjarðmaðurinn var löngu farinn með fé sitt. Jóhannes var nú orðinn svo stór að móðir hans gat sent liann á skóla inn í þorpið. Honum þótti gaman að ganga í skólann og hann þakkaði Guði fyrir tæki- færið til að læra að lesa. Kvöld og morgna fóðraði hann lambið sitt, hann elskaði það nærri því eins og það væri bróðir hans. Lambið þreifst vel og varð stórt og fallegt. Einu sinni þegar Jóhannes gekk gegn um þorpið, kallaði slátrarinn til hans og bað hann að selja sér lambið fyrir einn dal. „Selja lambið mitt til að slátra því. Nei, það geri ég ekki.“ Hann gat ekki hugsað til þess að farga lambinu sínu. Þessi uppástunga slátrarans truflaði rósemi hans svo að hann hljóp heim eins og fætur toguðu. Með vetrinum kom snjórinn, en það hindr- aði ekki Jóhannes frá því að ganga í skól- ann. Þetta haust hafði móðir hans ekki haft eins góða sölu af prjónaskapnum og hún hafði áður, svo að nú gat hún ekki borgað núsaleiguna. En hún treysti Guði að hann mundi hjálpa eins og hann hefði ávallt gert. Vorið nálgaðist og þá mundi hjarðmaðurinn koma aftur með féð, eins og hann var vanur, hugsaði hún. En þetta vor kom hann ekki. Hér við bættis, að Mikael veiktist, svo að nú vissi hún ekki hvað hún átti að gera til að afla sér brauðs. Hvernig gat hún útvegað hentugt fæði fyrir manninn sinn meðan hann var veik- ur? Hvernig gat hún.keypt meðul? Þegar Jó- hannes sá móður sína gráta, þá féll hann um háls hennar og grét líka. „Gráttu ekki, elskan,“ sagði hann við móð- ur sína, en bið Guð að hjálpa okkur yfir erfiðleikana. Hann mun bænheyra þig.“ Jóhannes bað til Guðs með svofelldum orðum: „Guð minn góður, þú sem þekkir allt, læknaðu hann pabba minn og sýndu mér hvað ég get gert fyrir hann.‘, Einn morgun, er hann bað á þennan hátt, datt honum í hug lambið, hann gat selt það. En aðeins hugsunin um það, ætlaði alveg að yfirbuga hann. Hann gekk í skólann, en lambið var sífellt í huga hans. Á heimleiðinni gekk hann fram hjá slátrarabúðinni. Hann leit inn, en flýtti sér svo í burtu aftur, sem mest hann mátti. Svo beið hann við og þessi spurning kom upp í huga hans: „Hvort þykir mér vænna um lambið, eða hann pabba minn?” Hann sneri aftur til þorpsins til að selja lambið sitt. „Nú kemur þú til að selja mér lambið þitt?“ sagði slátrarinn og hló. Vesalings drengurinn fór að gráta, faldi andlit sitt í höndum sér og sagði: „Ó, hann pabbi minn!“ Slátrarinn var ekki vondur maður. Hann kenndi í brjósti um Jóhannes og reyndi að hughreysta hann, síðan lagði hann tvo dali í lófa hans í staðinn fvrir einn, og sagði: „Þú getur komið með lambið á morgun." Jóhannes fór heim, og er hann afhenti móður sinni tvo dali, vissi hún varla livað hún átti að hugsa. Jóhannes varð auð- vitað að segja henni hvernig hann hefði feng- ið svo mikla peninga. ,.Guð blessi þig, sonur minn,“ sagði hún hrærð í huga. „Hann mun styrkja þig til að færa þessa fórn.“ Um kvöldið fór Jóhannes til þess að sofa hjá lambinu sínu. í dögun fór hann af stað með lambið til slátrarans, áður en móðir hans kom á fætur. Að vísu grét hann á leið- inni, en hann stóð fast við áform sitt. Lambið var leiðitamt, og er hann faðmaði það að skilnaði sagði hann: „Blessað lambið mitt, nú Framhald á bls. 29. 4

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.