Barnablaðið - 01.02.1968, Blaðsíða 27
\
„og í þorpinu þar sem ég á heima, eru tvær
eða þrjár blindar stúlkur, og munu foreldrar
þeirra koma á kaupstefnuna. Kannske að ég
geti sagt um það, liver sé móðir stúlkunnar.
Kristniboðinn leit undrandi á hann. Hún
var alveg handviss um að hún hefði ekki
séð þennan dreng áður, og mátti vera, að
hann segði satt. Hún var búin að veita hon-
um athygli frá því hann kom, og hafði séð
hvað hann var þreytulegur og magur, og
hve fæturnir á honurn voru illa farnir. F.inn-
ig hafði hann farið að mat sínurn, eins og
hann væri glorhungraður. Hana grunaði, að
hann væri búinn að ferðast langa leið og var
glöð yfir að geta satt Iiungur hans. Hún tók
hann með sér upp á efri hæðina, þar sem
Kinza lá og svaf á dínu á gólfinu.
Litla stúlkan var mjög umbreytt nú, eftir
að liafa verið böðuð. Hún var sannast að
segja búin að fá yfir sig annað litaraft. í stað
göm'u fatanna var hún nú komin í mjall-
hvítan náttkjól. Nú er hún orðin nægilega
hvít og hrein til þess að fá aðgang að himii
gullnu borg, hugsaði Hamid. Hann stóð
þarna þó nokkra stund og virti hana fyrir sér,
en síðan fór hann að líta í kringum sig. Allur
húsbúnaður í herberginu var einkar fábrot-
inn alveg eftir siðvenjum landsins, en á kodd-
unum voru vönduð ver. í hillunum voru
bækur og myndir á veggjunum. Einnig var
þarna fallegur lampi, og Hamid var alveg
viss um að Kinza var komin á undan honum
inn á Ijómandi land. Ó, hvað hann óskaði
sér, að einnig hann hefði mátt nema staðar
hé-r. En hann hugsaði um leið, að það væri
ómögulegt. Hann horfði á rifnu fötin sín, og
það rninnti hann vissulega á það, að hann
sjálfur væri aðeins götudrengur, útrekinn og
ætti engan hlut í þessari dýrðar tilveru.
„Eg þekki hana ekki,“ sagði hann loks í
djúpri alvöru, og sýndi á sér fararsnið. —
„Hún er ekki úr okkar bæ.“
An þess að mæla orð frá vörum fylgdist
hann með kristniboðanum niður stigann og
var hleypt út. Hann rölti niður á götuna og
þar, á takmörkum ljóss og mvrkurs, sneri
hann sér við, leit upp og greip hönd konunn-
ar, sem svnt hafði Kinzu svo mikinn kærleika.
„Frænka er góð,“ sagði hann. „Maturinn
yðar er góður, allt sem frænka segir er fallegt,
og hiarta frænku er gott. — Mætti Guð vera
forfeðrum frænku náðugur.“
Síðan hljóp hann niður götuna og hvarf út
í myrkrið Framhald.
Drengurinn sem viídi fá Biblíu
Það var einu sinni drengur, sem langaði
mjög mikið að eiga Biblíu. Það var ekkert
sem hann óskaði fremur. En hann var fá-
tækur drengur, og hafði ekki efni á því, að
kaupa svona bók. Þetta var á þeim árum,
þegar ein Biblía kostaði meiri peninga, en
nú á dögum.
Dag einn komu tveir ókunnugir menn í
heimili hans og báðu móður hans að gefa
sér svolítinn mat. Þó að hún hefði ekki mik-
ið handa á milli, skipti hún af fúsu geði
því litla sem hún átti á milli þeirra. Þegar
þeir voru að borða, tóku þeir eftir því, að
drengurinn var hrvggur. Er þeir spurðu
hann hver væri orsök þess, svaraði hann, að
hann langaði svo mikið til að eignast Biblíu,
en að hann gæti ekki keypt sér hana, vegna
þess að hann væri svo fátækur.
„Vertu ekki hryggur út af því, þú skalt fá
að fara með mér í næstu viku, og sjá Georg
Washington," sagði móðir hans hughreyst-
andi.
27