Barnablaðið - 01.02.1968, Blaðsíða 11

Barnablaðið - 01.02.1968, Blaðsíða 11
ur trjágarðurinn. Sólin ljómaði í daggar- dropunum á rósunum og hinir appelsínugulu blómbikarar voru sem gagnsæir. Hamid nuddaði augun, og fór að hugsa um orðin frá kvöldinu áður: Jesús sagði: „Ég er ljós heims- ins.. . . ekkert myrkur. . . . lífsins ljós.“ Hon- um fannst blómin horfa á sig hlægjandi, og þá hló hann líka. „Út með þig héðan! — Flýttu þér!“ Það var vörður sem tók eftir honum og rak hann út. Að vísu átti hann ekkert með það, því að trjágarðurinn var almenningsgarður. En þá vissi Hamid ekki, að í þessari borg litu menn niður á og fyrirlitu alla óhreina og tötrum klædda litla drengi. Hann fór út um annað hlið en það sem hann hafði komið innum og kom út á opið svæði. Beint fyrir framan hann, reis mikil bygging, sem hefði getað verið höll konungs- ins, eða það fannst Hamid að minnsta kosti. Það var nú samt aðeins veitingahús. Borgin fór nú að lifna við og búðirnar voru opnaðar. Bændurnir gengu um og seldu mjólk. Er Hamid stóð þar og horfði í kringum sig, fann hann allt í einu steikarlykt. Það vakti skerandi hungurstilfinningu hjá honum. Hann fór að brjóta heilann um, hvaðan steikarlyktin kæmi. Hann hafði snúið baki við lítilli búð, þar sem maður nokkur var að steikja bollur í stórum steinpotti, sem var fullur af sjóðandi olíu. Hann þurfti að flýta sér, því að um leið og hann færði upp bollurnar og lagði þær á aflöng grasblöð, varð hann að blása í eldinn, til þess að halda glóðinni við. Þetta orsakaði að maðurinn var í slæmu skapi. Og þarna stóð hann og möglaði og var reiður. Hamid gekk svo nærri honum sem hann framast vogaði, til þess að anda að sér þessari indælu lykt. Skyndilega datt honum nokkuð í hug. Hann færði sig nær manninum og spurði hvort hann þyrfti hjálpar við. Sulturinn veitti honum djörfung. Maðurinn virti hann fyrir sér frá hvirfli til ilja. Sá drengur sem var vanur að hjálpa hon- um, hafði ekki mætt þennan morgun, og það var það sem skapaði erfiðleika hans. Nú var hann raunverulega í þörf fyrir hjálp af þeim fyrsta, sem bauðst. En þennan dreng hafði hann aldrei séð fyrr. Hann minntist þess ekki, að hann þekkti hann, hvorki sem flæking né þjóf, svo að hann opnaði búðarborðið og hleypti honum inn. Hér sérðu belginn! Taktu hann og blástu, og verðir þú uppvís að því að leggja hönd á nokkuð, sem þú átt ekki, þá læt ég þig vita, að lögreglustöðin er hérna beint á móti okkur. Hamid kraup niður innan við búðarborðið og byrjaði að blása í eldinn. Honum leið ekki vel. Það var svo heitt, að honum fannst sem loftið titraði, og við sjálft lá, að logarnir brenndu hann í andlitið. Hann vissi ekkert um það, að margir aðrir litlir drengir á und- an honum höfðu ekki þolað þennan hita og gefizt upp, en hin kyrrláta og hljóða seigla hans geðjaðist vinnuveitandanum. Eldurinn blossaði upp og olían var svo heit, að eftir stutta sund varð maðurinn að játa, að nú væri nóg komið. Hamid fannst hann heyra rödd hans úr fjarska, og stóð upp hálfpartinn utan við sig af hitanum. „Stattu nú þarna og legðu bollurnar á gras- blöðin.“ Hamid létti um hjartað. Hann var svo þakk- látur fyrir tilbreytinguna og — hófst þegar handa. Hann vann rösklega og brenndi sig 11

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.