Barnablaðið - 01.02.1968, Blaðsíða 22

Barnablaðið - 01.02.1968, Blaðsíða 22
Eg vil hafa augun á þér Mun sá ekki sjá sem augað heíur tilbúið? (Sálm. 94,9). Því að augu hans hvíla yfir vegum hvers manns, og hann sér öll spor hans (Job 34, 21). Ég vil kenna þér og frœða þig um veg þann, er þú átt að ganga. Ég vil kenna þér ráð, hafa augun á þér — (Sálm. 32, 8). En augu Drottins hvíla á þeim, er óttast hann, á þeim, er vona á miskunn hans, til þess að frelsa þá frá dauða og halda lífinu í þeim í hallœri (Sálm. 33, 18—19). Hann (Drottinn) hefur ekki augun af þeim réttláta — (Job 36, 7). Auglit Drottins horfir á þá, er illa breyta, til þess að afmá minningu þeirra af jörðunni, en augu Drottins hvíla á réttlátum og eyru hans gefa gaum að hrópi þeirra (Sálm. 34, 16—17). Dýr er í augum Drottins dauði dýrkenda hans (Sálm. 116, 15). Því að augu Drottins hvarfla um alla jörðina til þess að hann megi sýna sig máttkan þeim til hjálpar, sem eru heilshugar við hann (11. Kron. 16, 9). Augu þín eru of hrein til þess að líta hið illa og þú getur ekki horft upp á ranglœti (Habbak. 1, 13).

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.