Barnablaðið - 01.02.1968, Blaðsíða 44
Saga kattarins er eiginlega liluti af menning-
arsögu þjóðanna. En þótt einkennilegt sé, hefur
þeim hluta sögunnar, sem fjallar um köttinn,
aldrei verið gerð þau skil, er viðlilítandi séu.
Ekkert spendýr kemur eins víða við sögu og
kötturinn, lians er getið í sögu trúarhragðanna,
stjórnmálanna, listanna og vísindanna og alls
staðar er hann „stórt númer“.
Meðal forn-Egypta var kötturinn talinn lieil-
agt dýr, og urðu menn að sýna honum dýpstu
virðingu í allri umgengni. Sumir konungar rík-
isins létu það varða dauðarefsingu, ef köttur var
drepinn. Fyrir að minnsta kosti 4500 árum var
byrjað að smyrja ketti á konunga vísu, þegar
þeir féllu frá.
Voru smyrlingarnir settir í trékistur og greftr-
aðir með hátíðlegri viðhöfn. Ef um yfirburða
ketti var að ræða, voru þeir jarðsettir í málm-
kistum.
Einn stærsti grafreitur katta í Egyptalandi, er
í nánd við Ben Hasan. Árið 1895 voru grafnir
þar upp 180 þúsund kattasmyrlingar, og voru
þeir seldir til Bretlands sem áburður á grasvelli.
Verðið var eitt sterlingspund fyrir smálestina.
Slík urðu örlög hinna ,,heilögu“ katta.
Sumir þekktustu menn sögunnar tóku miklu
ástfóstri við ketti. Svo var t. d. með spámann-
inn Múhameð. Einu sinni hafði köttur lagt sig
til svefn á frakkalafi spámannsins á meðan hann
fékk sér miðdegisblund. Til þess að raska ekki
ró kattarins, skar Múhameð lafið af frakk-
anum.
Hið fræga skáld, Petrarca, smurði köttinn sinn
eigin hendi eflir lát hans og festi hann síðan
uppyfir dyrnar hjá sér. Enska skáldið Thomas
Grey orti sorgarljóð eftir köttinn sinn, en hann
drukknaði í gullfiskakeri. Sagan segir, að
Charles Dickens hafi haft hjá sér heyrnarlausan
kött meðan hann starfaði. Þegar kötturinn vildi,
að skáldið hætti að skrifa, slökkti kötturinn alltaf
ljósið. Franska skáldið, Charles Baudelaire,
orti innileg ástarljóð um kött sinn — svo inni-
leg, að þau hefðu varla hjartnæmari verið, þó
að um ástmey hans hefði verið að ræða. Og
þannig mætti lengi telja.
Kattasérfræðingar hyggja, að í tveim álfum
heims, Ameríku og Evrópu, séu nú samanlagt
um 50 milljónir katta.
Or bókinni ..Lílið í kringum okkur“.