Barnablaðið - 01.02.1968, Blaðsíða 39

Barnablaðið - 01.02.1968, Blaðsíða 39
Einhvern morgunn, ég held það hafi verið 5. apríl á þessu vori, las ég litla hugleiðingu í einu Reykjavíkurblaðanna, eftir Kristínu Sigfúsdóttur frá Syðri-Völlum, sem hún nefndi „Kristindómur barnanna.‘“ Ef til vill hafa bæði foreldrar og börn gott af að lesa hug- leiðingu þessa í gegnum gluggann minn. Kristín segir: ,,....Ég þekki litla telpu, sem þjáðist af sínum harmi á uppstigningar- dag, vegna þess að þá myndi Jesús vera alveg farinn frá okkur. En um nóttina dreymdi þess þarf ekki, heim til þessa manns rata ég vel. — Hva — hvað — þekkist þið? — Já, skyldi ég ekki þekkja forstöðumann minn og vita hvar hann á heima, sagði Viri- ato og brosti nú enn meira, um leið og hann tók stólana og lyfti þeim upp á sínar breiðu herðar. — Já, einmitt, þið tilheyrið — þið fylgið sama boðorði. Gyðingurinn horfði stóreygð- ur á þá báða. — Já, dýrð sé Jesú. sagði trú- boðinn, sem gladdist yfir hinum góða vitnis- burði um Viriato, sem var glaðuv að geía rétt forstöðumanni sínum hjálparhönd. Hvaða vitnisburð mundi atvinnuveitandi þinn gefa forstöðumanni þínum um þig? liana, að Jesús sagði: „Grát ekki. Ég skal vera hjá þér og varðveita þig, þótt þú sjáir mig ekki.“ Eftir það varð sú stúlka róleg og sæl í sinni trú alla ævi. Annað stúlkubarn var dóttir hjóna, sem áttu heima í sama húsi og ég. Það fólk var sérstaklega gott og vandað, en talaði aldrei um trúmál. Þess vegna kom fjögurra ára barnið upp til mín og bað mig að segja sér eitthvað um Jesúm. Það gerði ég og tók hana með mér í sunnudagaskóla, sem ég vann þá í. Þar hlustaði hún þögul og alvarleg, kom svo upp einn dag með tár í augum og eymdarleg. Ég spurði: „Ertu lasin, Gugga mín?“ „Já, en mamma er alltaf hjá mér og gefur mér að drekka. En blessaður Jesús fékk bara súrt vatn þegar hann var veikur. Af hverju sagði hann ekki bara við mömmu sína: Mig þyrstir? Hún hefði meira að segja gefið honum mjólk.“ Svo sagði barnið: „Ég skal gefa hon- um bláa glasið mitt fullt af hreinu vatni úr brunninum, senr hann hefur gefið okkur. Það má enginn lifandi maður gefa honum súrt vatn.“ Og einu sinni kom sjö ára drengur til mín og sagði: „Ég gleymi alltaf eða þori ekki að biðja Guð að varðveita mig, af því ég er marg- búinn að syndga. Strákarnir segja, að ég sé aumingi eða ræfill, af því að ég vil ekki kasta steinum í ljósaluktirnar, eða fuglana á sjón- um við Selvör. Það er voðalegt að sjá blóð á sjónurn þegar fuglarnir meiðast. Einu sinni kastaði ég steini, en bað Guð að varðveita fuglana, og steinninn hitti engan þeirra, en það var ekki mér að þakka, svo að ég sagði: „Almáttugur Guð hefur svarað bæn minni.“ Þá fóru allir strákarnir að hlægja og ráku mig frá sér. Sögðust ekki vilja mig, svona huglaus- an ræfil, nálægt sér framar. Nú leiðist mér að vera alltaf einn. Ég sagði: „Þakkaðu Guði fyrir að hann hefur gefið þér gott eðli og varðveitt þig frá illum afglöpum.“ Treystu aldrei trúlausum manni, og sakna sízt vondra vina. Þetta var hugleiðing Kristínar, en nokkuð stytt. Á. E. 89

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.