Barnablaðið - 01.02.1968, Blaðsíða 37
Vettlingarnir hennar Stínu litlu
Stína gekk í fyrsta bekk í barnaskólanum.
Hún var frískleg og vökul og gekk mjög vel
að læra. Pabbi hennar og mamma voru
frelsuð. Þau voru fremur fátæk, svo að það var
ekki ávallt svo auðvelt fyrir mömmu hennar
að enda peningana. Systkinin voru fjögur og
var Stína elzt. Er dró að jólum, voru skóla-
félagarnir að tala um jólagjafirnar, sem þeir
mundu fá.
Þannig var því ekki varið með Stínu. Þar
fékk hvert barn ef til vill eina gjöf, og ekki
mátti hún vera of dýr heldur. Enga ættingja
áttu þau systkinin heldur, sem væru vanir að
senda þeim svo og svo mikið af jólagjöfum.
Sú eina af skyldfólkinu, sem minntist
þeirra, var móðuramman, en ekki var það nú
samt þannig, að hún hefði úr miklu að spila.
En hún var vön að prjóna handa þeim vetl-
inga eða senda þeim svolítið af sælgæti. Það
var gaman, þegar pakkinn kom. En þetta
voru nú bara ein'.itir, þykkir sokkar, hent-
ugir og sterkir, en tæplega slíkir, að lítil stúlka
fengi hjartslátt af fögnuði og gleði við að
sjá þá.
Á þessum tíma var í tízku að nota hvíta,
þykka vettlinga með fallegu rósamunstri
prjónuðu í. Fagurrauðar rósir og græn blöð
og síðan voru þeir dregnir saman um úln-
liðina með fallegri snúru. Áreiðanlega voru
svona vettlingar á óskalista hverrar einstu
lítillar stúlku.
Stína bar einnig ákafa þrá í brjósti eftir
að eignast slíka vettlinga, en þeir voru alltof
dýrir, svo að hún skildi vel, að hún gat alls
ekki vænzt þess að eignast þá. Síðan komu
jólin. Pakkinn kom frá ömmu, og núna fékk
Stína bæði sykur og vettlinga. Þetta voru
grænir vettlingar, skreyttir með rauðum og
bláum röndum. Aldrei hafði Stína eignazt
svona fallega vettlinga, svo að hún réði sér
varla fyrir gleði, en samt voru þetta ekki
rósavettlingar. Kennslukonan hennar í sunnu-
dagaskólanum liafði einnig gefið henni gjöf
nokkra. Það var brúða, sem hægt var að baða,
og hún var í fínum barnafötum. Hún gaf
henni einnig fallega kuldaskó. Hún var mjög
glöð yfir þessum gjöfum öllum. En þó voru
rósavettlingarnir alltaf í huga liennar.
Eftir jólafríið hóf hún námið á ný. Flestar
skólasystur hennar höfðu fengið rósavettl-
inga, ásamt mörgu öðru. Og tíminn leið. Úti
var snjór og kuldi og á hverjum einasta degi
fór Stína út til að renna sér á sleða, með syst-
kinum sínum, Lullu og Hrólfi. Eva litla var
enn of lítil til þess að geta leikið sér úti með
systkinum sínum. Eitt sinn, er frí var í skól-
anum höfðu systkinin leikið sér úti nllan
morguninn, og seinnihluta dagsins fékk Stína
að fara út og renna sér á sleða á leikvellin-
úm. Það voru ekki mörg börn úti. Stína
renndi sér lengi í háu brekkunni, en svo fór
henni að leiðast það og gekk vfiv garðinn,
til þess að renna sér í litlu brekkunum. Það
vo'u einnig mjög fáir að l úka sér þar.
Allt í einu kom Stína auga á eitthvað ljós-
leitt, sem lá í snjónum, hinum megin við girð-
inguna. Hún klifraði yfir girðinguna og sá
þá, að þetta voru þeir fallegustu rósavettling-
ar, sem hún nokkru sinni hafði séð. Þeir voru
rauðir með hvítum rósum og „gleym-mér-ey“
blómum. Hún setti bá varWa á sig. Þeir
voru alveg mátulegir, en hvað átti hún að
gera? Átti hún að taka þá og geyma þá svo vel,
að mamma sæi þá ekki? Ekki hafði hún stolið
þeim, heldur aðeins fundið þá, og enginn
var neins staðar nærri, sem gat hafa skilið
þá eftir. Átti hún þá ekki með góðum rétti?
Stína reyndi að telja sér trú um það, en sam-
37