Barnablaðið - 01.02.1968, Blaðsíða 7

Barnablaðið - 01.02.1968, Blaðsíða 7
Stólfóturinn, sem varð að flautu Það var einu sinni maður, sem sat í fang- elsi. Þessi maður hafði ekkert það til unnið, sem verðskuldaði slíka refsingu. Hann var enginn afbrotamaður, hvorki þjófur eða morðingi, nei liann hafði aðeins sagt öðrum frá Jesú og hvernig hann frelsar. Þetta, sem ég nú segi frá skeði á sextándu öld í Englandi. Það var þannig mál með vexti, að ekki mátti hver sem var prédika Guðs orð. Hinir háu herrar í landinu þoldu það ekki, og þar af leiðandi var manni þess- um varnað í fangelsi. Oft áður hafði hann dvalið þar fyrir sömu sakir. Maðurinn vildi að aðrir menn fengju að heyra, að það væri Þannig er að ákalla Guð í neyðinni. „Ákalla mig á degi neyðarinnar, ég mun frelsa þig, og þú skalt vegsama mig.“ Eftir uppskurðinn frískaðist Bryndís litla svo vel, að 18. desember komu foreldrar henn- ar með hana heim til íslands. í því sambandi komst þakklát móðir svo að orði í blaðaviðtali: „Og er það mesta jólagjöf, sem ég og maður- inn minn höfum nokkru sinni fenq-ið.“ — Að Guð gaf þeim að koma heim með barnið aftur. Þörf er talin á því, að foreldrarnir fari með Bryndísi litlu aftur til Hafnar til vtarlegri rannsóknar í apríl næstkomandi. Vegna þess að við vitum, að mörg börn, sem kaupa Barnablaðið, þekkja það, hvað er að biðja til Guðs, þá ættuð þið öll að biðja fyrir Brvndísi litlu, að hún fái fullan bata. — Viljið joið gera það? Foreldrar Bryndísar eru Magnús Svein- björnsson og Aðalheiður Sigurðardóttir, Löngufit 14, Garðahreppi. A. E. hægt að öðlast frelsi. Þessi maður hét John Bunyan, hinn mikli baptistaprédikari. En ykkur skjátlast, lesendur góðir, ef þið haldið að Bunyan hafi eytt tíma sínum í að kveina og kvarta. Nei, það gerði Bunyan ekki. Hann söng Drottni lof og dvrð fyrir það að hann átti trú og gleði í hjarta sínu. Hann átti góða samvizku og var hamingju- samur í trú sinni á Drottin. Dag einn, er Bunyan sat í klefa sínum, fékk hann sterka löngun til að geta leikið á eitthvert hljóðfæri. En hann hafði ekkert hljóðfæri hjá sér. í horni klefans stóð stóll. Stóllinn var mjög fábrotinn. Nú fékk íohn Bunyan hugmvnd. Hann ætlaði að gera lilióð- færi úr einum fæti stólsins. Hann gat ekki tekið allan stóhnn. Stóllinn mundi nú standa á þremur fótum. Bunvan heppnaðist að ná stólfætinum af stó^num og svo að segja án verkfæra hóf hann að smíða hljóðfæri úr stólfætinum. Dag einn hafði hann lokið við smíðina. Hann hafði smíðað flautu. Bunvan handlék flautuna og brátt fvlltist fan?aklefinn af fögrum tónum. Það var einn- ig í bessu fansælsi, sem Bunvan skrifaði hina merkilegu bók: „För pílaorímsins". Það er sú bók sem næst á eftir Bibb'unni hefur verið einna mest lesin. Marsar hafa lesið þessa bók Bunvans og öð’azt bæði lærdóm, vizku og gleði við lestur hennar. Það er naumast hægt að skilja það að svo gott geti sprottið upp úr ömurlegri fangelsis- vist. John Bunvan gat breytt stólfæti í hljóð- færi, en Frelsarinn okkar gerði enn meira undraverk, þegar hann hina fvrstu jólanótt, breytti myrkrinu í ljós og sorginni í gleði. O. H-m. 7

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.