Barnablaðið - 01.02.1968, Blaðsíða 26

Barnablaðið - 01.02.1968, Blaðsíða 26
um orðum. Allt þetta áleitzt vera synd, hugs- aði Ilamid. í anda fannst honurn hann sjá hóp ai; óhreinum smádrengjum vera útilok- aða frá hliðum hinnar gulmu borgar, og þeir yrðu fyrir utan í myrkrinu. En hér var ekki endirinn. Kristniboðinn opnaði eina opnuna enn í bókinni sinni, og hún var alveg rauð. Síðan sagði hún frá nokkru mjög merkilegu. Það var þannig, að Guð átti son, sem hét Jesús, og þessum Jesú þótti vænt um litla, svarta drengi, og þráði svo heitt, að þeir fengju einnig að koma inn í hina fögru, gullnu borg. Þess vegna kom liann hingað niður til jarðarinnar og bjó á meðal þeirra. Eftir að hann hafði íekið sekt- argjaldið fyrir syndir þeirra á sig sjálfan, leið hann dauðann, sem hegningu í þeirra stað — han'n sem sjálfur hafði ekki drýgt neina synd. Það voru eftir því börnin sem höfðu syndgað, en Jesús, sem leið hegninguna. Rauði litur- inn merkti, að Jesús liefði liðið hræðilegan dauða, og að úr hans sárum liefði hið rauða blóðið runnið. Það hafði síður en svo verið réttvíst, því að hann sjálfur hafði aldrei gert neitt rangt. Það hefðu þvert á móti verið þeir sjálfir, sem verðskulduðu hegninguna. Það bezta af öllu var þó það, að þar sem Jesús hafði tekið hegninguna á sig, gátu þjóf- gefin og óhrein, lítil börn fengið fyrirgefn- ingu, aðeins ef þau iðruðust synda sinna og bæðu Jesúm um fyrirgefningu, því að Jesús hafði tekið hegningu þeiiTa á sig. Nú gátu hjörtu þeirra orðið eins og næsta opna í bók- inni var. Kristniboðinn fletti nú upp næstu opnu, og sjá hún var — snjóhvít! Já, svo hreinir og hvítir gátu þeir orðið, að þeir gátu fengið að ganga beint inn í hina gullnu borg. Og ekki einu sinni í hinu afar sterka ljóshafi sem þar var, mundi nokkur einasti blettur á þeim sjást! Hamid sat eins og í draurni. Hann var nú búinn að gleyma bæði sjálfum sér og félögunum, og leit í anda hinar hreinu, skæru daggfylltu blómkrónur, sem glitruðu svo óumræðilega fagurlega í sólskininu í morgun. Hann vaknaði ekki upp frá hugsunum sínum, fyrr en kristniboðinn kom inn með tvær skál- ar fullar af ilmandi hrísgrjónum, ásamt brauði, sem hún skijoti á milli drengjanna. -O- Þeir skiptu sér í tvo hópa, hver um sig við sína skál og borðuðu matinn með áfergju og flýti. Hér var nú urn að gera að halda sig vel að, ef maður yfir höfuð átti nokkuð að fá. Að síðustu struku þeir innan skálarnar með fingrunum, til þess að ekkert skyldi fara til spillis. Enginn mælti orð frá vörum, meðan matarins var neytt. En þegar allir voru búnir að borða, settust þeir upp og fóru að spyrja um litlu stúlkuna, er setið hafði úti í gangin- um kvöldið áður. „Hún er áfram kyrr hjá mér,“ sagði kristniboðinn brosandi, alveg eins og henni hefði dottið eitthvað fyndið í hug. „Hún er nú sofandi.“ Hamid leit spyrjandi á liana. Hún var greinilega alls ekki áhyggjufull út af því að Kinza var kyrr. „Eg tók hana með mér út í borgina í dag, en enginn virðist hafa séð hana áður, eða viía nokkurn hlut um foreldra hennar. Hún er blind, svo að ég geri ráð fyrir, að það sé þess vegna sem enginn vill neitt af henni vita.“ „En hvað ætlar frænka að gera við hana,“ spurðu allir drengirnir í einu hljóði. „Ja, fyrst um sinn verður hún hjá mér. Það er víst ekkert annað að gera.“ Þegar hún sagði þetta, skellti hún uppúr, og Hamid var næstum farinn að skellihlæja líka, því að þetta lét í eyrum hans sem lausnarorð. F.n hugsa sér, ef hann mætti nú fá að sjá hana, þar sem hún lá og svaf. Nú var hann ekki lengur hræddur en beið þar til allir hinir drengirnir höfðu tekið í hönd velgerðakonu sinnar, hneigt sig og þakkað fyrir matinn og farið sína leið. Þegar allir hinir voru farnir, fann kristni- boðinn hann, þar sem hann enn stóð kyrr í ganginum, og spurði hvort það væri eitt- hvað sérstakt sem hann óskaði. Hamid hafði svo ákafan hjartslátt, að hann var hræddur um að hún heyrði hann. En setti í sig kjark og tók til máls rólega og viturlega: „Ég er kominn utan af landi,“ sagði hann, 26

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.