Barnablaðið - 01.02.1968, Blaðsíða 34

Barnablaðið - 01.02.1968, Blaðsíða 34
Engillinn þinn Biblían segir að allir# sem trúa á Jesúm Krist, sem írelsara sinn, eigi verndarengil. Og Kristur talar sérstaklega um vernd- arengla barnanna. Þessir verndarenglar eru voldugar, góðar himneskar verur, sem Guð geíur vald til þess að varðveita og hjdlpa þeim, sem biðja til Guðs um vernd og varðveizlu. Veiztu, hvað Jesús segir um lítil börn, sem trúa á Krist, sem frelsara sinn og ganga d Guðs vegi? Ef ég legg orð Jesú út d mjög einfalt og auðstuiið barnslegt mdl, sem hann sagði um þetta, þd hljóða orð hans svona: Fyrirlítið ekki neitt barn, hvað ungt sem það er, og hvað lítið sem það er, sem trúir d mig og elskar mig, því að verndarengill þess stendur fyrir augliti Guðs d himnum, og Guð sendir hann undir eins af stað til þess að hjálpa barninu, ef einhver œtlar að verða vondur við það eða gera því mein. Þið skuluð ekki vogast að standa á móti engli barnsins, því að hann er sterkur mótstöðumaður. Krist- ur er að tala við fullorðna fólkið er hann segir þetta. Matt.18,10. Svona yndislegan, góðan og sterkan verndarengil á hvert einasta barn, hvað lítið sem það er, sem elskar Jesúm og bið- ur til hans. Og engillinn hefur vakandi auga á ,,barninu sínu" til að hjálpa því og vernda það fyrir öllum óvinum þess. Þessi verndarengill gleðst yfir öllu góðu og fallegu, sem ,,barnið hans" gerir hér á jörðinni. Og þegar hann sér, að það vill taka steina úr götu þeirra, sem minnimáttar eru, og styðja þá veiku, hvort sem það eru menn eða dýr, þá gleðst engillinn svo innilega yfir ,,barninu sínu", og segir Guði frá, hve gam- an sé að vera verndarengill þessa barns. Þá er sem við heyr- um Guð segja við engilinn: „Ég œtla að gera þetta barn að gœfumanneskj u.'' Heldurðu að verndarenglinum hans Steina litla hafi ekki þótt vœnt um hann, og þótt það gaman að segja Guði frá því sem hann gerði? Þú skalt lesa um Steina litla á nœstu síðu. A. E. 34

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.