Barnablaðið - 01.02.1968, Blaðsíða 20
I
Frœkileg björgun
Það var fagurt síðsumarskvöld. Fjöllin við
sjávarþorpið spegluðust í sjónum. Þau stóðu
bókstailega á hötði. Reykurinn úr húsunum
liðaðist þráðbeint upp í loftið. Það var kyrrð
og ró yfir öllu, að undanteknu gargi kríunn-
ar, vélahljóði og gangskellum fiskibátanna,
sem stefndu út lognbláan fjörðinn.
Nokkrir drengir stóðu á bryggju, önnum
kafnir við að dorga. Þetta voru glaðlegir og
hraustir drengir, en ekki of hreinir um and-
lit og hendur. Fingur, sem krækja síldarbeitu
á öngul og slægja kóð vilja óhreinkast. Það
kannast margur drengur við það. Svo er held-
ur enginn tími til þvotta eða slíks hreinlætis.
„Jæja,“ sagði Geir litli, „ég held ég sé að
verða búinn að fá í soðið, ég má ekki fara
heim fyrr.“ Þarna lágu litlir fiskar á bryggju-
hausnum, ufsar og þorskakóð. Fjölskylda
Geirs var fátæk. Faðir hans liafði meiðzt í
baki og mátti ekki vinna neitt að svo stöddu.
Hinir drengirnir voru, Valdimar, greindar-
legur, hláturmildur og lét oft móðan mása.
Björn, oftast óhreinn, freknóttur og seinn í
bólið á kvöldin. Og svo var Karl. Hann var
háttprúður og þeirra bezt klæddur og horfði
mest á hina drengina dorga. Snyrtimennskan
virtist honum í blóð borin. Svo mátti hann
ekki óhreinka sig. Það var brýnt fyrir honum
á hverjum degi. Mamma hans gerði það og
Karli þótti mjög vænt um hana.
„Hún mamma þín hefur þá ekki gleymt
að skipta um bleyjur á þér,“ skríkti Valdimar
við Karl. „Áttu við að ég sé í of fínum föt-
um til þess að umgangast þig?“ svaraði Karl.
„Heyrið þið strákar," hélt Valdimar áfram,
„ef hann Kalli mundi dorga, haldið þið þá
20
ekki að hann fengi bara eintóma marhnúta?“
sagði Valdimar og hló mikinn. „Þið vitið,
strákar, livað það er ófiskimannlegt að veiða
þessa marhnúta."
Karl brosti. Augu hans höfðu staðnæmzt
við þann fisk, sem Valdimar var nú að draga
upp úr sjónum. Það var einmitt brúnleitur,
hausstór og ljótur marhnútur. Hinir dreng-
irnir ráku nú upp háa hrinu ýmislegra hljóða,
þegar þeim varð þetta ljóst. Valdimar snar-
þagnaði, beit á vörinu, gretti sig og dró mar-
hnútinn upp. Hann varð að gera það til þess
að ná honum af önglinum. „Uss, hryllilega
var hann ljótur!“
„Jæja, sá lilær bezt, sem síðast hlær,“ sagði
Karl. „En ekki er þetta nóg í matinn handa
ykkur?“ og Karl brosti breitt.
„Ég anza þessi ekki, sagði Valdimar fýldur
á svip. Og drengirnir héldu áfram að dorga.
„Þau svima ekki mikið fjöllin að standa
svona á höfði í sjónum,“ sagði Valdimar, sem
var að ná sér eftir vonbrigðin. „Nei, ekki
aldeilis, strákar," sagði Björn og nuddaði
freknótt nefið með miður hreinum hnúunum.
Nei, nú þykir mér skörin færast upp í
bekkinn eins og kennarinn segir,“ sagði Valdi-
mar og kyppti nú spriklandi þyrsklingi upp
á bryggjuna. „Þetta kallar maður nú þorsk
á þurru landi.“
„Þú þarna, Geir, ertu búinn að fiska í
matinn handa ykkur?“ hélt Valdimar áfram.
„Ne-ei varla ennþá,“ svaraði Geir. Hann var
alltaf mjög hæverskur, þótt aðrir drengir létu
stundum vaða á súðum. „Hvernig er það
með hann pabba þinn, er honum ekkert að
batna?“ „Ég vona það,“ sagði Geir.
„Liggur hann fyrir, ég meina, er hann í
/